Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 111

Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 111
Útlimaáverkar sinn stað. Ef grunur er um liðhlaup, sem hefur hoppað í liðinn aftur af sjálfu sér í fyrsta sinn, er oftast blæðing í liðnum ásamt eymslum við innri rönd hnéskéljar ásamt eymslum við að færa hné- skelina hliðlægt. Við fyrsta liðhlaup og ef hnéskel- in hefur hoppað úr eftir beinan áverka á skilyrðis- laust að taka röntgenmynd af hnénu. Ef beinfh'sar sjást í hnénu á að íhuga liðspeglun til að ganga úr skugga um hvort allir liðfletir séu heilir. Ef vökvi er í hnénu á að tæma liðinn með ástungu og leggja uppskorið gips frá öldda upp fyrir hné. Gipstím- inn er u.þ.b. 2 vikur og fullt ástig leyfilegt. Að þeim tíma liðnum má sjúklingur byrja að hreyfa hnéð. Síendurtekin liðhlaup á hnéskel þarfnast ekki sérstakrar meðferðar í hvert skipti annarrar en ástungu ef vökvi er til staðar og e.t.v. gipsspelku ef verldr eru tilfinnanlegir. Sjúldingum með endur- tekin hnéskeljarliðhlaup á hinsvegar að vísa til bæklunarlækna, þar sem hægt er að gera aðgerðir sem koma í veg fyrir endurtekin liðhlaup. BROT Á EFRI HLUTA SKÖFLUNGS (TIBIA) Ýmis flokkunarkerfi hafa verið notuð til að auð- velda meðferð þessara áverka. Oll eiga þau sameig- inlegt að skipta brotunum annarsvegar í samfalls- brot á liðfleti (kompressionsbrot) eða í langlægar sprungur. Brotin geta verið annaðhvort uni- eða bicondylar, extra- eða intraarticular. Brot sem eru sambland af öllum þessum þáttum eru ekki sjald- séð. Langoftast er brotið í condylus lat. tibiae (70%). Hjá yngri einstaldingum er orsökin oftast meiriháttar slys. Hjá gömlu fólki er hér oft um beinþynningarbrot að ræða eftir fall á jafnsléttu. Afgerandi um val meðferðar er stöðugleikinn í hnénu. Öll bicondylar brot (Myndir 23-24) eru óstöðug og á yfirleitt að skera. Hliðrað langlægt brot í hvorum condyl sem er (Myndir 25-26) á að skera. Sé eingöngu um samfall (kompression) í condylus lateralis tibiae að ræða (Mynd 27), ákvarða stöðugleiki brots, aidur og kröfur sjúklings hverskonar meðferð er valin. Ef brotið er óstöðugt við þreifingu á hnénu fullréttu á að stefna á aðgerð ef sjúklingurinn var göngufær fyrir brot og ástand sjúklings leyfir. Hjá yngri sjúklingum á einnig að skera ef hnéð er óstöðugt í 20° beygju, þó að liður- inn sé stöðugur beinn. Þannig er mikilvægt að meta stöðugleikann í hnénu nákvæmlega og sem fyrst. Ef læknirinn getur ekki með vissu fullvissað sig um stöðugleikann á sjúklingnum vakandi á að rannsaka hnéð í svæfingu eða deyfingu og vera til- búinn að fara inn á brotið. Stöðugt brot á að gipsa í 6 vikur. Sjúklingurinn má ekki stíga í brotna gangliminn í 3 mánuði. Sé brotið skorið og fest er oft hægt að sleppa gipsumbúðum fyrr, en fullt álag er samt ekki leyfilegt fyrr en eftir 3 mánuði. SKÖFLUNGUR Brot á skafthluta sköflungs (diaphysis tibiae) sjást á öllum aldursskeiðum. Batahorfur eru mjög háð- ar orsök og útliti áverkans. Brotni beinið við bein- an áverka (vegna umferðarslyss, falls úr talsverðri hæð eða höggs frá þungum hlut beint á beinið) sjást kurluð, þverlæg, stutt skálæg og opin brot. Þessi brot eru yfirleitt erfið meðhöndlunar og eru best geymd í höndunum á vel þjálfuðum bæklun- arlæknum sem þekkja alla meðferðarmöguleika. Gera má ráð fyrir að brotið grói hægt (á 6 til 9 mánuðum) og oft þarf aðgerðir til að fá brotið stöðugt. Óbeinn áverki (fall og hras á jafnsléttu eða úr lítilli hæð) orsakar löng skábrot og snúningsbrot (spiral). Slík brot eru langoftast lokuð og gróa á u.þ.b. 20 vikum hvaða meðferð sem notuð er. Brot hjá börnum gróa hins vegar mun hraðar, því yngri því hraðar. Sjaldgæft er að sjá svikaliði hjá börnum nema brotið hafi verið opið frá byrjun eða opnað við aðgerð. Vegna byggingar fótleggjar er veruleg hætta á að taugar og æðar skaddist annaðhvort af áverkanum sjálfum eða óbeint vegna þrýstings frá blóðsöfnun (compartment syndrome). Vegna þessa er mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með verkj- um, hreyfígetu táa, æða- og taugastarfsemi fyrir neðan brotið á fyrsta sólarhring eftir brotið. Öll sköflungsbrot á að leggja inn til eftirlits. Sé um opið brot að ræða á að senda sjúkling tafarlaust á sjúkrahús. Hyljið sárið með dauðhreinsuðum LÆKNANEMINN 101 1. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.