Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 112

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 112
Útlimaáverkar Mynd 23 Mynd 24 Mynd 27 umbúðum og setjið gangliminn í bráðabirgða- spelku eftir grófréttingu. Munið að setja upp vökva, athuga ástand tauga og æða og gefa breiðvirk sýldalyf með. Sköflungsbrot með meiri öxulskeltkju en 5°-7° í varus eða valgus, snúnings- skekkju eða styttingu meiri en 2 cm verður að rétta án tillits til útlits brotsins eða eðlis áverkans. I sumum tilfellum dugar að rétta brotið og gipsa þar til gróandi verður sýnilegur. Onnur brot verður að festa með skrúfum eða mergnagla. Rétt er að bæld- unarlæknar sjái um þessa ákvarðanatöku og eftirlit. Sé brotið tiltölulega lítið tilfært og góður snertiflöt- ur milli brotflata getur dugað að gipsa það inn í óbreyttri legu. Gipsið á alltaf að vera frá tám upp í nára og íyrsta gipsið á skilyrðislaust að vera skorið upp eftir endilöngu. Eftir 4-6 vikur má skipta um gips og meðhöndla brotið með gipsi frá tám upp að hné þar til gróanda er náð. Vegna hættu á blóð- söfnun (compartment syndrome) á alltaf að leggja sjúklinga með sköflungsbrot inn á sjúkrastofnun til eftirlits í að minnsta kosti einn sólarhring. A þeim tíma harðnar gipsið og sjúklingur lærir að ganga með hækjum undir eftirliti sjúkraþjálfara. Brot á fjærenda sköflungs sem ná inn í lið eru u.þ.b. 5-10% af öllum sköflungsbrotum (Mynd 28). Þessi brot eru varhugaverð vegna þess að veru- leg hætta er á slitgigt ef brotið grær með misgengi. Mikilvægt er að fá brotfletina í sem næst eðlilega legu með aðgerð. Aðgerðin getur hinsvegar orðið hættuspil vegna þess hve viðkvæm húðin er við þessa áverka. Því verður að tímasetja aðgerð vel og útfæra hana nákvæmlega til þess að ná meginmark- miðunum sem eru nákvæm endurmyndun á lið- fletinum og heil húðþekja. Ljóst er að slík brot á að flytja strax til bæklunarlæknis. Mikilvægt er að leggja þrýstingsumbúðir um ökklann og hafa fót- inn í hálegu á meðan á flutningi stendur. Unglingar geta fengið tvennskonar brot í liðflöt- inn sem vert er að minnast á þótt sjaldgæf séu: 1) „Tillaux" brot. Hér er um að ræða brot í leifum vaxtarlínu sem liggur framantil og hliðlægt (ventrolateralt) á sköflungi. Vaxtarlínan er lokuð miðlægt. Lítill beinbiti losnar og færist til hliðar og framávið (Mynd 29). Oftast verður misgengi í lið- fletinum það mikið að nauðsynlegt reynist að festa brotið eftir opna réttingu. 2) Þriggja plana brot (Mynd 30). Hér er um að ræða brot gegnum epi- fysuplötuna og vaxtarlínuna samtímis. Sjáist brot í liðfletinum getur stundum verið þriggja plana brot á ferðinni. Slík brot krefjast nánari athugunar oft með tölvusneiðmynd. Sé um misgengi að ræða í liðfletinum verður að setja brotið opið. Bæklunar- læknar eiga að meta og meðhöndla þessi brot. ÖKKLI Með ökklabroti er venjulega átt við brot á malleoli medialis og lateralis. Þeim er venjulega skipt í fernt: 1) Brot á malleolus lateralis. Þau eru langalgengust. 2) Brot á malleolus medialis. 3) Bimalleolar brot (malleolus lateralis og medialis). LÆKNANEMINN 102 1 - tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.