Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 5

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 5
Tangó! Góðir lesendur. Seint myndi ég segja að læknanám væri einhver dans á rósum. Því væri sennilega ofmælt að telja það vera dansi Iíkast. Og þó. Sum ykkar hafa eflaust fengið skólun í samkvæmisdönsum. Eg kynntist þeirri list í haust. Með einstakri lagni konu minnar, að viðbættri smávegis samningaumleitan, féllst ég á að skreppa á dansnámskeið með henni. Auðvitað hafði þetta Iegið í loftinu í nokkurn tíma. Eg hafði kynnst því að í fáguðum samkvæmum, t.a.m. í brúðkaupum, dugðu skammt hinar gömlu og góðu en mjög svo einföldu og kræklóttu diskóhreyfingar sem ég hafði tamið mér í þrotlausum heimsóknum á öldur- og danshús bæjarins. Mér var vinsamlegast bent á að slík- ir apatilburðir gengju ekki þegar sjarmera átti dömu undir Ijúflegu tónaflóði fiðla og saxófóna. Óskaplega kveið ég fyrir blessuðu námskeiðinu. Langar nætur í svitabaði barðist ég við Iinkindina í sjálfum mér, leitandi máttlausri hendi að auðveldu leiðinni út úr þessu brjálæði. Óumflýjanlega kom að skuldadögum og mér er sagt að ég hafi komist stórslysalaust í gegnum fyrsta tímann með hjálp góðra manna undir styrkri stjórn kennarans. Sjálfur man ég náttúrlega ekkert eftir þessu vegna mikillar geðshræringar frá fyrstu stundu - nema ef vera skyldi hversu grátt ég lék glæsilega dansskó konu minnar. Miskunnarlaust var mér svo stýrt áfram í heima- vinnu dansfræðanna og smám saman fór eitthvað að fæðast. Aftur og aftur var mér hlýtt yfir í þrítakti valsins, snúningunum í djæfi, valhoppinu í tja, tja, tja og hröðum og hægum takti kúbversku rúmbunnar. I dag get ég fylgst sæmilega með í tímum og tungutak kennai'ans hljómar ekki lengur sem framandi mál úr öðrum heimi. Nú tekst mér meira að segja einstaka sinnum að stjórna, þó aðeins skamma stund í einu enn sem komið er. Dansinn er nefnilega ekki svo hræðilega óyfirstíganlegur fyrir gamlan flækjufót eins og mig. Gullni lykillinn sýnist mér vera að kunna að taka leiðsögn og reyna að fylgjast vandlega með kunnáttumönnum bera sig að í faginu, hætta sér svo óhikað í grunnsporin, endurtaka þau í rólegheitum, stíga ekki á tær dansfélagans, vera í takt og síðast en ekki síst hreyfa sig í sömu átt og aðrir í dansinum. I fyllingu timans, en aðeins eftir vinnu og aftur vinnu, skilst mér að ég inuni sjálfur geta valið rétta dansinn eftir laginu. Þá gildir að hlusta vel á lagið, greina taktinn, stíga síðan viðeigandi skref og viti menn, tangó! Læknaneminn kemur nú út eftir nokkuð skamma meðgöngu. Við í ritnefndinni tókum við blaðinu í lok tví- mánaðar. Markmið okkar frá upphafi var að gefa út tvö blöð yfir veturinn. Tíminn sem við höfðum til að gefa út blað fyrir áramót var því í knappasta lagi. Engu að síður gekk vel að afla efnis og kunnum við öllum höf- undum hinar bestu þakkir fyrir að ganga að þröngum tímaskilyrðum. Samstarf ritnefndar hefur verið með mikl- um ágætum og allir lagst á eitt að stefna að settu marki. Einnig hefur auglýsingastjóri skilað mjög góðri vinnu. Að endingu viljum við þakka Björk Guðmundsdóttur í Prenttækni og Baltasar fyrir framlag þeirra og vonandi verður Völuspá öllum hliðholl á nýju árþúsundi. Konfúsíus sagði eitt sinn að tilgangslaust væri að læra án þess að hugsa og að hugsa án þess að læra væri hættulegt. Gerum það að einkunnarorðum blaðsins. Eigið góðar stundir. Hafsteinn Freyr Hafsteinsson, ritstjóri. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.