Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 54
Um ráðningar- kerfi Félags Læknanema Helgi Þór Hjartarson Steinarr Björnsson Ráðningarkerfi Félags Læknanema (F.L.) er ekki nýtt af nálinni, en það hefur verið starfrækt í um tvo áratugi. Megin tilgangur ráðningarkerfisins er tví- þættur: í fyrsta lagi að tryggja læknanemum á réttlát- an hátt jafnan aðgang að þeim læknisstöðum sem í boði eru og í öðru lagi að vera tengiliður milli lækna sem vantar afleysingu og læknanema. I seinna atrið- inu felst það að ráðningarstjórar auglýsa læknanema fyrir læknum sem góðan valkost í afleysingastöður. Þann tíma sem ráðningarkerfið hefur starfað hefur mikill meirihluti læknanema staðið vörð um það. Vafalaust er helsta ástæða þess að það hefur staðist tímans tönn sú að ólíklegt er að læknanemar geti á frjálsum markaði keppt innbyrðis um afleysingastöð- ur á faglegum forsendum eingöngu, heldur yrðu ráðn- ingar víða fyrst og fremst í gegnum vensl og vinskap. Því fer þó fjarri að í kringum ráðningarkerfið hafi ætíð verið lognmolla. Þvert á móti hefur í gegnum tíðina mikið verið rætt um það með hvaða hætti ráðn- ingarkerfið skuli starfrækt og fer drjúgur tími í um- ræður um þetta málefni á hverjum einasta aðalfundi F.L. Ráðningar læknanema í læknisstöður fela í sér mikla hagsmuni fyrir læknanema, bæði fjárhagslega og svo ekki síður kennslulega, enda augljóst að marg- ar af þeim afleysingastöðum sem standa læknanem- um til boða hafa mikið kennslugildi. Þess vegna er eðlilegt að ráðningarkerfið sé í stöðugri endurskoðun þannig að tryggt sé að markmið þess náist á skilvirk- an og sanngjarnan hátt. I gegnum tíðina hafa for- svarsmenn ráðningarkerfisins tekið virkan þátt í þess- ari endurskoðun og oftar en ekki lagt fram breyting- artillögur á reglugerð F.L. um ráðningar fyrir aðal- Helgi var ráðningarstjóri Félags Lœknanema skóla- árið 1998 - 1999 Steinarr er ráðningarstjóri Félags Lœknanema skólaárið 1999 - 200P fundi F.L. Þetta er eðlilegt enda eru ráðningarstjórar í lykilaðstöðu til þess að sjá út hvar kerfið þarfnast betrumbóta og benda á leiðir til að laga það. Flins vegar er nauðsynlegt að læknanemar hafi það sem sameiginlegt markmið að bæta og styrkja ráðningar- kerfið enda hafa þeir í sameiningu ákveðið að halda því við lýði. Þó verður að athuga að það er eðli kerf- is sem þessa, sem byggir á lýðræðislegum forsend- um, að aldrei verður hægt að gera öllum fullkomlega til hæfis. Hefur þú verið ánægð(ur) með þann/þá læknanema sem þú hefur fengið til afleysinga? (Aðeins þeir sem hafa boðið út stöður, n=42) Á ekki við 7% 81% Mynd 1 Mikilvægi þess að læknar sem áhuga hafa á að fá læknanema til afleysinga þekki ráðningarkerfið og skilji markmið þess liggur í augum uppi, en það er nauðsynlegt til þess að læknanemar verði ekki af vinnu sem þeim annars gæti staðið til boða. Með þetta í huga hafa ráðningarstjórar verið duglegir við að auglýsa ráðningarkerfið og þar með læknanema, auglýsa ráðningarfundi og þar fram eftir götunum. Þetta hefur verið gert bréfleiðis, símleiðis, með tölvu- pósti og á heimasíðu F.L. Til glöggvunar þá starfar ráðningarkerfið í stórum dráttum þannig að afleysingastöður sem koma inn í kerfið eru boðnar læknanemum eftir útdreginni for- 50 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.