Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 83

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 83
Deiklarf'undir Reglulegir deildarfundir voru haldnir í vetur. Þar bar ýmiss mál á góma en fyrirferðarmest voru ráðningarmál kennara líkt og fyrri daginn. Þó var eitt mál sem barst þangað inn sem snerti nemendur beint og vakti mikla athygli. Þrír lögfræðinemar tóku sig nefniiega til og fóru þess á leit við Læknadeiid að fá afrit af klásusprófum nokkurra síðustu ára. Þessu neitaði læktiadeild og var málinu þá skotið til Urskurðarnefndar upplýsingamála af fyrrnefndum laganemum. Eftir að nefndin hafði kynnt sér gögn í málinu og afstöðu beggja aðila kvað hún upp þann úrskurð að veita skyldi aðgang að þessum prófum án tafar. Lækna- deild hafði tiltekinn frest til þess að bregðast við og áfrýja málinu en aðhafðist ekki. Læknanemar skiptust nokkuð í tvö horn í málinu. Margir töldu að þetta væri ágætt mál sem bæri að fagna. Sumir nemendur, þó sérstaklega af öðru námsári, töldu að þetta gæti skert gæði þeirra prófa sem þeir þreyta og hvöttu deildina til þess að leita allra leiða svo ekki þyrfti að birta prófin. Haldinn var deildarfundur um málið þar sem kennarar lýstu yfir áhyggjum sínum af málinu og beindu því til Háskólaráðs að leitast yrði við að fá úrskurðinum hnekkt. Formaður FL tók meðal annarra til máls á fundinum og hvatti kennara til þess að nota tímann til þess að undirbúa klásuspróf með það í huga að ekki yrði hægt að endurnýta eldri próf. Líta mætti á þessi tíðindi sem tækifæri til þess að endurskoða fyrirkomulag prófa í klásus og auka við þann spurn- ingabanka sem til ráðstöfunar væri við prófagerð. Háskólaráð svaraði síðar umleitan deildarinnar um frekari að- gerðir í málinu á þann veg að ekki yrði aðhafst frekar og afhenda bæri prófin. Enn er ekki ljóst hvort prófin munu fást afhent. Húsnæðismál Læknadeildar Læknanemar hafa undanfarin tvö ár haft yfir tveimur lesstofum að ráða, í Læknagarði og í Heilsuverndarstöðinni við Barónstíg. Nú í haust kom það á daginn að læknanemar yrðu að rýma lesstof- una í Heilsuverndarstöðinni þann I. desember vegna sýningar sem halda á þar. Við mótmæltum þessu og var fenginn frestur fram yfir haustpróf 3. og 6. árs. Vinna er einnig í fullum gangi við að finna húsnæði undir lesstofu og beinist sú leit helst að leiguhúsnæði. Umræða hefur einnig verið í deildarráði um húsnæðismál deildar- innar almennt, því deildin er tvístruð út um allan bæ og ekkert virð- ist eiga að gera í húsnæðismálum deildarinnnar á næstunni innan Háskólans. Hyggjumst við ásamt deildarráði vinna að því á næst- unni að þrýsta á um að gert verði eitthvað í húsnæðisvanda deild- arinnar innan Háskólans. Samskipti við önnur félög innan Háskólans Við vorum síðastliðinn vetur í góðu samstarfi við önnur félög innan Háskólans. Við héldum tvo dansleiki ásamt hjúkrunarfræði- , sálfræði- og tölvunarfræðinemum. Fyrri dansleikurinn var á Hót- el Sögu rétt fyrir jól og tókst mjög vel. Þó hafði áður náðst tíma- mótasamningur við laga-, verkfræði- og viðskiptafræðinema um risadansleik í Laugardalshöll, en þrátt fyrir að allt hefði verið klappað og klárt fékkst ekki vínveitinga- né skemmtanaleyfi frá Reykjavíkurborg. Við héldum síðan seinni dansleikinn í Þórshöll rétt fyrir páska. Þá fórum við ásamt hjúkrunarfræðinemum í skíða- ferð til Akureyrar í byrjun mars sem var mjög vel heppnuð í alla staði. Skemmtanir Eins og svo oft áður gerðu félagsmenn margt sér til skemmtun- ar á árinu. Ogleymanleg vísindaferð til Stykkishólms, jólaglögg og -ball og árshátíð voru á meðal fastra liða í skemmtanalífinu. Skfða- ferð með hjúkrunarfræðinemum var nú farin í annað sinn og eru líkur á að ferð þessi verði fastur liður í vetrarstarfinu í framtíðinni. Páskaball var nýjung sem enn á eftir að koma í ljós hvort festir sig í sessi. Auk áðurnefndra skemmtana var farið í fjölmargar vísinda- ferðir í ýmis fyrirtæki og stofnanir. Það ætti því engum að hafa leiðst síðasta vetur. Tölvumái Eftir nokkurra ára baráttu geta læknanemar vel við sinn tölvu- kost unað. Fjöldi tölva sem nemendur hafa aðgang að er á þriðja tug og þeim býðst aðgangur að prentara og skanner á fjórðu hæð Læknagarðs án endurgjalds. Tölvumálin eru því í góðu lagi sem stendur. Hins vegar eru tölvur þess eðlis að fyrr en varir úreldast þær. Því þurfa komandi stjórnir að fylgjast vel með og sjá til þess að eðlileg endurnýjun fari fram á þessum búnaði. Internetið hefur smám saman orðið mikilvægara í starfi félags- ins. Nú er svo komið að á heimasíðu félagsins er að finna allar hel- stu upplýsingar varðandi starf félagsins að ógleymdri símaskrá þess, Símphysis. Einnig hefur tölvupóstur verið óspart nýttur og hefur póstlisti félagsins, laeknanemar@hi.is, gegnt miklu hlutverki við kynningu á því sem helst er á döftnni innan félagsins. Utgáfumál Meinvörp Eins og áður komu Meinvörp reglulega út og glöddu hláturtaug- ar læknanema. Síðasta vetur var skipan ritstjórnar með öðru sniði en áður til þess að skýra betur hlutverk og ábyrgð einstakra með- lima ritstjórnarinnar. Tókst þetta nýja fyrirkomulag ágætlega og þykir ekki ástæða til þess að breyta því frekar. Sem fyrr voru uppi raddir um að ekki væri þörf á blaði á borð við Meinvörp í félaginu en á meðan það þjónar enn hlutverki sínu sem upplýsingamiðill um helstu atburði fá slíkar vangaveltur tæplega almennan hljómgrunn. Læknaneminn Utgáfa Læknanemans hefur verið óvanaiega skrykkjótt upp á síðkastið. Vegna skipulagsbreytinga voru kosnar fleiri en ein rit- nefnd og leiddi þetta til misskilnings um hver ætti að sjá um útgáfu blaðsins. Vonir standa til að takist að leysa málin með haustinu. Málefni síðasta Læknanema, sem út kom haustið 1998, eru enn nokkuð óijós en víst þykir að tap verði af rekstri þess blaðs. Aðeins eitt blað af Læknanemanum kom út á nýliðnu starfsári og var það í raun blað frá árinu áður, en þá kom ekkert blað út. Er þetta mið- ur og er hvatt til þess hér, að sú ritstjórn sem nú tekur við, komi út að minnsta kosti einu blaði á starfstíma sínum eins og lög félags- ins gera ráð fyrir. Símphysis Hin sívinsæla vasabók, er Símphysis heitir, kom að vanda ekki út fyrr en eftir áramót og ýmsar góðar skýringar til á því. Auglýs- ingasöfnun gekk ekki jafn vel og undanfarin ár og tók því lengri tíma en ella. Einnig gengur oft hægt að fá til baka útfyllta leiðrétt- ingarlista og var því útséð í lok nóvember í fyrra að ekki næðist að gefa bókina út tímanlega. Var hún því gefin út í janúar og fékk góð- ar viðtökur, enda orðin langþráð meðal nemenda. Kennsluverðlaun Eins og undanfarin ár voru kennsluverðlaun FL veitt þeim kenn- ara sem þótt hefur skara fram úr í kennslu. Þetta árið var það ein- róma niðurstaða stjórnar að veita Hannesi Petersen, prófessor í háls- nef- og eyrnalækningum þessa viðurkenningu. Hannes hefur undanfarin tvö ár unnið að því ötullega að innleiða nýjar leiðir í kennslu við deildina. Þannig fékk hann nemendur til samstarfs við sig um að vélrita upp alla fyrirlestra frá orði til orðs LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.