Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 6
Vituð þér enn eða hvað?
Um nám læknanema og unglækna
Sigurður
Guðmundsson
Nám í læknadeild og skipulag kandídatsárs hefur
verið mjög til umræðu að undanförnu. Reyndar hefur
skipulag náms í læknadeild verið nokkrum breyting-
um háð á undanförnum áratugum en þó hafa ekki orð-
ið róttækar breytingar á skipulagi námsins í tæp 30 ár,
með nokkrum heiðarlegum undantekningum þó. All-
mikii skoðanaskipti og umræður hafa orðið innan
læknadeildar um áherslubreytingar og hefur þar ým-
islegt verið borið upp, fjöldi nema í deildinni, val inn
í deildina, hlutfallsleg áhersla á grunnfög eða klínísk
fög, samtenging grunnfaga og klínískra faga, valfrelsi
innan læknadeildar, prófatilhögun, ábyrgð lækna-
nema og fleira. Hér verður reynt í stuttu máli að gera
grein fyrir nokkium persónulegum sjónarmiðum og
vangaveltum frá sjónarmiði áhugamanns um lækna-
nám.
VAL STÚDENTA TIL LÆKNANÁMS
Numerus clausus hefur verið við lýði við lækna-
deild í rúma tvo áratugi. Um tilkomu þessa fyrir-
komulags stóðu miklar deilur á sínum tíma og hafa
skoðanir sumra sem í þeim tóku lítið breyst, þó frem-
ur hljótt hafi verið um málið undanfarinn áratug. I
grundvallaratriðum er numerus clausus fremur órétt-
lát aðferð við að takmarka aðgang í skóla, menn
græða á slökum félögum sínum en tapa á hinum
góðu. Nýlega hefur fjöldi í numerus clausus verið
aukinn í 40 manns, en að undanförnu hafa útskriftar-
árgangar verið á bilinu 30-40. Vitað er að í lækna-
skort stefnir á Islandi eftir 10-15 ár og nú þegar er far-
ið að kreppa að verulega í ýmsum greinum, einkum
heilsugæslulækningum, sumum greinum skurðlækn-
inga o.fl. Allt bendir því til að íslenskt þjóðfélag þurfi
á fleiri læknum að halda á næstunni og kallar það að
sjálfsögðu á stærri útskriftarárgang. Eigi að síður
Höfundur er landlœknir
verður að hafa í huga að af um 1400 íslenskum lækn-
um núlifandi eru um 500 erlendis og óvíst hve mikill
hluti þeirra kemur til starfa. Auk þess fara nær allir ís-
lenskir læknar til framhaldsnáms erlendis og starfa
ekki hér um tveggja til tíu ára skeið að loknu
kandídatsnámi. Vikið verður að þessu síðar.
Numerus clausus aðferð þeirri sem við höfum beitt
hérlendis hefur auk ofanskráðs verið meðal annars
gagnrýnd fyrir hversu stutt nám liggur til grundvallar
vals inn í deildina og hversu lítt tengt það er við
klíníska læknisfræði, fagið sem stúdentar ætla að leg-
gja stund á. Ástæða er til að breyta þessu. Að sjálf-
sögðu er nauðsynlegt að takmarka aðgang í lækna-
deild eins og aðrar deildir Háskólans. Eðlilegt er að
gera það á grundvelli faglegra marklýsinga og krafna
sem byggði á fastri lágmarkseinkunn (jafnvel þó hún
væri há). Einhverjar sveiflur yrðu á árgangastærð en
ólíklegt að þær verði verulegar. Valið þyrfti að byggj-
ast á víðtækara námi en nú er og væri þess vegna
betra að koma því fyrir í lok fyrsta árs en eftir eitt
misseri eins og við gerum nú. Einnig kemur til álita
að líta til fleiri þátta. Menn hafa rætt einhvers konar
persónuleikapróf en ljóst er að seint yrði sátt um slík-
ar aðferðir. Fremur kæmi til greina einhvers konar
inntökupróf sem byggt yrði á almennri þekkingu úr
framhaldsskólum og á umhverfi viðkomandi í sem
víðtækastri merkingu. Aðrar þjóðir hafa beitt þessu,
má þar nefna svonefnd „situational assessment test” í
Bandaríkjunum. Þetta þarf íhugunar og umræðu við.
FYRSTU ÁRIN
Á fyrstu árum læknanáms eru kennd ýmis grunn-
fög, þ.á.m. almenn efnafræði, lífræn efnafræði,
frumulíffræði og eðlisfræði. Þessi fög eru mikilvægir
hornsteinar náms í læknisfræði og nauðsynleg til
skilnings á ýmsu sem síðar kemur. Hins vegar hefur
6
L/EKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.