Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 8
KANDIDATSARIÐ
Kandídatsár á Islandi er 12 mánuðir og er styttra en
á öðrum Norðurlöndum en þekkist í reynd ekki í
þessari mynd í Bandaríkjunum. Aður ríkti hér svo-
nefnd „héraðsskylda" og var þar unglæknum gert að
skyldu að starfa um tíma úti á landi auk áðurnefndra
12 mánaða. Eftir að héraðsskyldan var felld niður var
ekki gert ráð fyrir starfi unglækna við heilsugæslu en
því síðan breytt og heilsugæsla heimiluð sem val-
grein innan kandídatsárs. Síðastliðið vor var hins
vegar starf að heilsugæslu í þéttbýli eða dreifbýli í
þrjá mánuði gert að hluta kandídatsárs en fyrir voru
þar skyldugreinar, fjórir mánuðir á lyflækningadeild
og tveir mánuðir á handlækningadeild. Þessi ákvörð-
un hefur sætt gagnrýni. Þó ber að hafa í huga að um
það bil 65% af samskiptum sjúklinga hér á landi utan
sjúkrahúsa er við heilsugæslu. Faglega er því unnt að
renna mjög sterkum stoðum undir nauðsyn þess að ís-
lenskir læknar með lækningaleyfi hafi starfað hluta af
þjálfunartíma sínum við heilsugæslu á sömu forsend-
um og við teljum nauðsynlegt að þeir hafi starfað við
lyflækningar og handlækningar. Ljóst er að lengi má
deila um hvort ekki sé nauðsyn á að þeir hafi líka
kynnst barnalækningum, geðlækningum, háls-, nef-
og eyrnalækningum o.s.frv. I sjálfu sér væri slíkt mik-
ill kostur en jafnljóst að einhvers staðar verður að
draga mörk. Þetta er til nokkurs samræmis við kröfur
sem farnar eru að verða háværari í nálægum löndum
um aukna þjálfun námslækna í greiningu og meðferð
sjúklinga utan stofnana.
Þessi breyting er þó ekki hugsuð sem og má aldrei
verða tæki til lausnar skammtímavanda í mönnun í
heilsugæslu á íslandi. Breytingin leggur auknar
skyldur á heilsugæsluna í landinu að sinna náms-
læknum vel, nota tækifærið til að glæða áhuga þeirra
á faginu og treysta fagið þannig í sessi. Að sjálfsögðu
þurfa að koma þar til efnisleg atriði sem lúta að ráðn-
ingu, aðstöðu og kjörum námslækna en ekki síður
áhugi og virkni heilsugæslulækna sjálfra. Víst er að
meðal þeirra er mikill áhugi á þessu máli. Þær breyt-
ingar sem á döfinni eru í skipulagi heilsugæslu, eink-
um á landsbyggðinni, sameining heilsugæslusvæða,
stofnun stærri heilbrigðisstofnana, veitir einnig rými
til meiri fjölbreytni í starfi og meiri og betri kennslu.
VINNUTILSKIPUN EVRÓPUSAMBANDSINS
Vinnutilskipun Evrópusambandsins vofir yfir ís-
lenskri læknastétt eins og öðrum. Enn er tekist á um
hvort hún skuli gilda fyrir námslækna en næsta víst er
að svo muni verða í náinni framtíð. Mjög nauðsynlegt
er að Islendingar mæti þessum breytingum og að við
gerum okkur grein fyrir áhrifum þeirra í tíma. I kjöl-
far síðustu kjarasamninga hefur nefnd starfað að mál-
inu. Læknisfræði verður að sjálfsögðu aldrei fag sem
unnt er að stunda frá átta til ljögur og alltaf mun stór
hluti lækna þurfa að sinna sjúklingum á ýmsum
stundum sólarhringsins. Eigi að síður er nauðsynlegt
að hverfa frá hinum löngu vöktum úttaugaðra, ör-
magna unglækna sem við svo mörg höfum kynnst.
þetta er einfaldlega kall tímans sem betur fer og
kannski þurfti aukinn fjölda kvenna í læknastétt til að
þessi sjónarmið fengju framgang. Ymsar leiðir hafa
verið farnar til þess að stytta vaktir og gera þær bæri-
legri, flestar þeirra hafa verið til umræðu hér, einkum
„sérstakar næturvaktir” (night float). Þessar hug-
myndir hafa mætt nokkurri andstöðu, þ.á.m. frá
unglæknum sjálfum sem töldu tekjuskerðingu hljót-
ast af. Varla verður hjá því komist að tekjur minnki ef
vinnutími utan venjulegs dagvinnutíma styttist. Þrátt
fyrir breytingar á vaktafyrirkomulagi er jafnljóst að
fylla þarf tiltekinn vinnustundafjölda með mannskap
og er þetta hin meginástæðan fyrir því að við þurfum
að huga að stækkun útskriftarárgangs læknadeildar.
AÐ HEIMAN OG HEIMA
Ekki verður fjallað sérstaklega um framhaldsnám
íslenskra lækna hér, enda efni í annan pistil. Hins
vegar er rétt að minna á að flestir íslenskir læknar
verja hluta starfsævi sinnar við framhaldsnám erlend-
is. Er það vel og værum við að stíga skref aftur á við
ef við stefndum að fullu framhaldsnámi í flestum
greinum læknisfræði hér heima. Eitt aðalsmerki ís-
lenskra lækna hefur verið fagleg breidd þeirra og víð-
sýni með alþjóðlegri skírskotun. Hins vegar er jafn-
ljóst að unnt er að stytta þann tíma sem menn þurfa
að dvelja erlendis með eflingu fyrstu stiga framhalds-
náms hér á landi og ber að efla þá vinnu sem hafin er
í því efni.
Starfsumhverfi íslenskra lækna hefur enda batnað á
undanförnum áratugum. Fjölgun þeirra eykur fjöl-
breytni og hefur íjölgað áherslum, lleiri eru í hverri
sérgrein og því hefur þeim flestum vaxið fiskur um
hrygg. Laun, a.m.k. sjúkrahússlækna, hafa batnað
verulega að undanförnu. Mikil gróska er í framþróun
og þjónustu við sjúklinga utan spítala og umræður
um starfsemi stóru spítalanna í Reykjavík bjóða upp
á breytt umhverfi, hver sem endanleg niðurstaða
verður. Miklu máli skiptir að við reynum að hlúa að
8
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg