Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 50

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 50
tækni er sá að ef sjúklingur fer hægt og rólega í sínus hraðatakt og fær síðan slegla hraðatakt á meðan hann er í sínus hraðatakti gæti tækið mistúlkað það. Tvær nýlegar aðferðir til að auka sértækni hjart- arafstuðstækisins við greiningu á hjartsláttartruflun- um eru mat á útliti hjartsláttaróreglunnar og sérleiðsla sem sett er í hægri gátt. Hvað útlit hjartsláttartruflana varðar eru QRS komplexar yfirleitt gleiðir í slegla- hraðatakti, en grannir í ofanslegla takttruflunum, þ.m.t. gáttatifi. Þetta getur leiðslan, sem sett er niður í hægri slegil til að skynja taktinn, í mörgum tilfellum greint. Undantekningar frá þessu eru þegar sjúkling- ur hefur greinrof sem veldur gleiðum QRS komplex- um. Að setja aukaleiðslu til að hlera í hægri gátt er tækni sem hefur gefist nokkuð vel. Til að greina hraðatakt með uppruna í sleglum þurfa útslögin í sleglunum að vera fleiri en í gáttunum. Ef hjartslátt- artíðni í gáttum er hins vegar hærri en í sleglum myndi hjartarafstuðstækið túlka þann takt sem ofans- legla takttruflun og ekki meðhöndla. Kostnaður tví- hólfa hjartarafstuðstækisins er hins vegar töluvert hærri. Þar sem engin af ofangreindri tækni er óbrigðul er einnig mögulegt að forrita skipun til tækisins um að meðhöndla hraðatakt sem hefur staðið í ákveðinn tíma, fullnægi hann hraðaskilyrðum, óháð frá ofan- greindum skilmerkjum. Auk rafstuðs getur ígrætt hjartarafstuðstæki beitt sérstakri gangstillingartækni (anti-tachycardia pacing - ATP) við meðferð sleglahraðatakts. Hún er afar gagnleg til að meðhöndla sleglahraðatakt sem er hægari en 180/mín. Þessa aðferð þola sjúklingar gjarnan vel ólíkt því sem hægt er að segja um rafstuð, sem sjúklingar skynja sem þungt högg á brjóstið. Helsti galli þessarar gangstillingaraðferðar er sá að stundum getur hún hraðað á takttrufluninni sem yfir- leitt leiðir til þess að sjúklingurinn fær fljótlega raf- stuð. Flest ígrædd hjartarafstuðstæki geta meðhöndlað hverja sleglatakttruflun með allt að 6-10 rafstuðum, ef nauðsyn krefur. Eftir 6-10 rafstuð þarf sínus taktur að komast á í a.m.k. nokkrar sekúndur áður en tækið getur hafið aðra meðferðarhrinu. Igrædd hjartarafstuðstæki eru einnig fær um að gangstilla í bæði gáttum og sleglum við hægatakt (bradycardiu). Þetta er bæði notað eftir rafstuð, þar sem hjartsláttur er oft mjög hægur í stuttan tíma eftir slíkt og jafnframt ef sjúklingurinn fær skyndilegan hægatakt. Þeir sjúklingar sem fá ígrætt hjartarafstuðs- tæki eru oft eldri og með hjartasjúkdóm og hjá þeim hópi getur skyndilegur hægataktur einmitt gert vart við sig. ÁBENDINGAR FYRIR ÍGRÆDD HJARTARAFSTUÐSTÆKI I upphafi voru ígrædd hjartarafstuðstæki eingöngu sett í sjúklinga sem lifað höfðu af hjartastopp vegna sleglahraðatakts eða sleglaflökts (2). Síðar var farið að nota þau hjá þeim sem fóru skyndilega í slegla- hraðatakt sem einnig var mögulegt að framkalla síð- ar við raflífeðlisfræðilega rannsókn. Þó var yfirleitt skilyrði að ekki væri mögulegt að hemja hjartsláttar- truflunina með lyfjum eða að sjúklingar þyldu ekki lyf af einhverjum ástæðum. Jafnframt var í vissum tilfellum notast við ígrædd hjartarafstuðstæki sem meðferð hjá sjúklingum með yfirlið af óþekktri orsök en framkallanlegan sleglahraðatakt við raflffeðlis- fræðirannsókn (2). Igræddum hjartarafstuðstækjum var ekki einungis beitt hjá þeim sem höfðu kransæða- sjúkdóm, heldur einnig hjá fólki með hjartavöðva- sjúkdóm (hypertrophic cardiomyopathy), langt Q-T bil, rangvöxt í hægri slegli (ventricular dysplasia) og Brugada heilkenni, svo nokkur dæmi séu nefnd. A undanförnum árum hafa hins vegar komið fram fjölmargar rannsóknir þar sem borin eru saman ígrædd hjartarafstuðstæki og lyf við hjartsláttartrufl- unum, annars vegar hjá sjúklingum með hjartastopp vegna sleglatifs, sleglahraðatakts eða lágþrýsting vegna sleglahraðatakts og hins vegar sjúklingum með skammvinnan sleglahraðatakt (non-sustained ventricular tachycardia) og skert útstreymisbrot vinstri slegils, þ.e. sjúklingum sem eru taldir vera í mikilli áhættu á skyndidauða. Hvað varðar rannsóknir á sjúklingum sem hafa far- ið í hjartastopp vegna sleglahraðatakts eða fengið lágþrýsting vegna sleglahraðtakts, hafa þrjár rann- sóknir aðallega verið í sviðsljósinu. Fyrsta má þar telja AVID rannsóknina (Anti-arrhythmics vs implantable defibrillators) sem tók til sjúklinga sem höfðu útstreymisbrot vinstri slegils undir 35% og höfðu farið í hjartastopp eða fengið sleglahraðatakt með yfirliði/lágþrýstingi (3). Sjúklingar voru slemb- aðir (randomized) í tvo hópa og fékk annar ígrætt hjartarafstuðstæki og hinn annað hvort sotalol eða amiodarone. Hóparnir reyndust svipaðir m.t.t. marg- víslegra grunnþátta fyrir utan aukna notkun á betablokkum í hópnum sem fékk ígrætt hjartarafstuð- stæki. Þessari rannsókn var hætt eftir að 1016 sjúkl- ingar höfðu verið teknir inn vegna þess að lifunin var 46 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.