Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 35

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 35
MÆLT Á MÓTI Sameining sjúkrahúsa Sterkari miðstýring Sigurður Björnsson INNGANGUR Á undanförnum árum hefur íslenzkt þjóðfélag tek- ið stórstígum breytingum í átt til aukins frjálsræðis, minni ríkisafskipta og meiri samkeppni á flestum sviðum. Hið opinbera hefur dregið sig út úr rekstri fyrirtækja eða minnkað einokun og má þar nefna greinar eins og samgöngur, póstþjónustu, síma, fjöl- miðlun, útgerð, banka, vega- og gangagerð, iðn- og framleiðslufyrirtæki, lyfsölu og svo mætti áfram telja. Þá hafa afskipti ríkisins af rekstri skólakerfisins verið minnkuð og ábyrgðin færð bæjar- og sveitarfé- lögum. Þessar breytingar hafa opnað fyrir samkeppni, þar með lækkað verð til neytenda, og bætta þjónustu. Fáir mundu kjósa að snúa aftur til hafta og einokun- arstefnu fyrri ára. Um það eru stjórnvöld og flestir landsmenn sammála. HEILBRIGÐISKERFIÐ Á einu sviði hefur þróunin ekki fylgt eftir hin síð- ari ár. Heilbrigðiskerfi okkar Islendinga er með því bezta sent þekkist. íslenzkir læknar sækja sér flestir sér- menntun til annarra landa, beggja vegna Atlantshafs, og flytja heim með sér nýjustu þekkingu og tækni, landsmönnum til hagsbóta. Menntun annarra heil- brigðisstétta er einnig með ágætum og þannig getur veikt fólk á íslandi átt von á beztu heilbrigðisþjón- ustu sem völ er á hverju sinni. Flestar tillækar mæli- stikur á heilbrigði landsmanna og árangur íslenzkra heilbrigðisstarfsmanna sýna að fáar þjóðir standa okkur jafnfætis. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar hafa dafnað nokkur sjúkrahús með mismunandi rekstrar- formum. Rannsóknir hafa sýnt að rekstur íslenzkra sjúkra- húsa er hagkvæmur í samanburði við það sem gerist í nágrannalöndunum. Sjúkrahúsin hafa getað markað nokkuð eigin stefnu og sérsvið í tengslum og sam- vinnu við almannatryggingakerfið, sem góð sátt hef- ur ríkt um. Sérhæfing og verkaskipting hafa þróazt. HéiJbrigðisstarfsmenn hafa átt kost á fleiri en einunt vinnustað að námi loknu og heimilislæknar og sjúk- lingar hafa átt nokkurt val þegar leita þarf til sjúkra- húsa. Utan sjúkrahúsa hefur ríkisrekin heilsugæsla verið markvisst aukin hin síðari ár og þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um sjálfstæðan atvinnurekstur heimilis- lækna hefur sérfræðingum í heimilislækningum verið gert erfitt um vik að hefja sjálfstæðan rekstur og ný- liðun því engin verið í greininni. Heilbrigðiskerfið er stór þáttur í þjóðlífinu. Velta almannatryggingakerfisins er stór hluti af rekstri samfélagsins. Yfirráðum mikilla fjármuna fylgja mikil völd. Löggjafinn ákveður tjárframlög til heil- brigðismála og hefur þar með mikil áhrif á þróun mála, þar á meðal byggðaþróun. Sjúkrasamlög hafa verið aftengd. Pólitískt kjörnir yfirmenn heilbrigðis- mála velja samflokksmenn sína í stjórnir sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva. Það er því ef til vill ekki óeðli- legt að stjórnmálamenn vilji halda fast í miðstýringu á heilbrigðiskerfinu og auka hana jafnvel. Hitt er furðulegra að læknar skuli ljá því eyra að auka enn samruna stofnana í sífellt stærri ríkisstofn- anir þar sem áhrif þeirra og ítök í stefnumörkun og stjórnun fara þverrandi. RÖK FYRIR SAMEININGU SJÚKRAHÚS- ANNA í REYKJAVÍK Fáar en háværar raddir hafa kallað á sameiningu sjúkrahúsanna. Röksemdafærslan er almenns eðlis og að mestu leyti órökstudd. Engir trúverðugir kostnað- Höfundur er yfirlœknir Blóðsjúkdóma- og krabba- meinslœkningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.