Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 35
MÆLT Á MÓTI
Sameining sjúkrahúsa
Sterkari miðstýring
Sigurður Björnsson
INNGANGUR
Á undanförnum árum hefur íslenzkt þjóðfélag tek-
ið stórstígum breytingum í átt til aukins frjálsræðis,
minni ríkisafskipta og meiri samkeppni á flestum
sviðum. Hið opinbera hefur dregið sig út úr rekstri
fyrirtækja eða minnkað einokun og má þar nefna
greinar eins og samgöngur, póstþjónustu, síma, fjöl-
miðlun, útgerð, banka, vega- og gangagerð, iðn- og
framleiðslufyrirtæki, lyfsölu og svo mætti áfram
telja. Þá hafa afskipti ríkisins af rekstri skólakerfisins
verið minnkuð og ábyrgðin færð bæjar- og sveitarfé-
lögum. Þessar breytingar hafa opnað fyrir samkeppni,
þar með lækkað verð til neytenda, og bætta þjónustu.
Fáir mundu kjósa að snúa aftur til hafta og einokun-
arstefnu fyrri ára. Um það eru stjórnvöld og flestir
landsmenn sammála.
HEILBRIGÐISKERFIÐ
Á einu sviði hefur þróunin ekki fylgt eftir hin síð-
ari ár.
Heilbrigðiskerfi okkar Islendinga er með því bezta
sent þekkist. íslenzkir læknar sækja sér flestir sér-
menntun til annarra landa, beggja vegna Atlantshafs,
og flytja heim með sér nýjustu þekkingu og tækni,
landsmönnum til hagsbóta. Menntun annarra heil-
brigðisstétta er einnig með ágætum og þannig getur
veikt fólk á íslandi átt von á beztu heilbrigðisþjón-
ustu sem völ er á hverju sinni. Flestar tillækar mæli-
stikur á heilbrigði landsmanna og árangur íslenzkra
heilbrigðisstarfsmanna sýna að fáar þjóðir standa
okkur jafnfætis. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar hafa
dafnað nokkur sjúkrahús með mismunandi rekstrar-
formum.
Rannsóknir hafa sýnt að rekstur íslenzkra sjúkra-
húsa er hagkvæmur í samanburði við það sem gerist í
nágrannalöndunum. Sjúkrahúsin hafa getað markað
nokkuð eigin stefnu og sérsvið í tengslum og sam-
vinnu við almannatryggingakerfið, sem góð sátt hef-
ur ríkt um. Sérhæfing og verkaskipting hafa þróazt.
HéiJbrigðisstarfsmenn hafa átt kost á fleiri en einunt
vinnustað að námi loknu og heimilislæknar og sjúk-
lingar hafa átt nokkurt val þegar leita þarf til sjúkra-
húsa.
Utan sjúkrahúsa hefur ríkisrekin heilsugæsla verið
markvisst aukin hin síðari ár og þrátt fyrir fögur orð
stjórnvalda um sjálfstæðan atvinnurekstur heimilis-
lækna hefur sérfræðingum í heimilislækningum verið
gert erfitt um vik að hefja sjálfstæðan rekstur og ný-
liðun því engin verið í greininni.
Heilbrigðiskerfið er stór þáttur í þjóðlífinu. Velta
almannatryggingakerfisins er stór hluti af rekstri
samfélagsins. Yfirráðum mikilla fjármuna fylgja
mikil völd. Löggjafinn ákveður tjárframlög til heil-
brigðismála og hefur þar með mikil áhrif á þróun
mála, þar á meðal byggðaþróun. Sjúkrasamlög hafa
verið aftengd. Pólitískt kjörnir yfirmenn heilbrigðis-
mála velja samflokksmenn sína í stjórnir sjúkrahúsa
og heilsugæzlustöðva. Það er því ef til vill ekki óeðli-
legt að stjórnmálamenn vilji halda fast í miðstýringu
á heilbrigðiskerfinu og auka hana jafnvel.
Hitt er furðulegra að læknar skuli ljá því eyra að
auka enn samruna stofnana í sífellt stærri ríkisstofn-
anir þar sem áhrif þeirra og ítök í stefnumörkun og
stjórnun fara þverrandi.
RÖK FYRIR SAMEININGU SJÚKRAHÚS-
ANNA í REYKJAVÍK
Fáar en háværar raddir hafa kallað á sameiningu
sjúkrahúsanna. Röksemdafærslan er almenns eðlis og
að mestu leyti órökstudd. Engir trúverðugir kostnað-
Höfundur er yfirlœknir Blóðsjúkdóma- og krabba-
meinslœkningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
31