Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 60
armi litnings númer 6 nálægt HLA genunum. Sýnt hefur verið fram á tjölda stökkbreytinga í geninu og fer þeim óðum fjölgandi (4). Nýgengi sjúkdómsins er afar mismunandi milli landa, allt frá einni af hverjum 809 lifandi fæðingum í Alaska til einnar af hverjum 21.269 lifandi fæðing- um í Nýja Sjálandi (1). Meðferð sjúkdómsins felst í að gefa cortison til að bæta upp hugsanlegan skort á sykursterum og til að bæla ACTH. Með því minnkar álagið á nýrnahettu- börkinn og framleiðsla andrógen stera dregst saman. Markmið meðferðar er að gefa nægilega skammta til að bæla niður ACTH og þar með androgen hormóna framleiðslu án þess að lengdarvöxtur skerðist. Fylgj- ast þarf náið með börnum á slíkri meðferð því of- skömmtun stera hefur í för með sér bælingu á vexti og hugsanlega fleiri aukaverkanir ef ekki er varlega farið. I Egils sögu segir svo: ...„Enn áttu þau Skalla-Grímr son. Var sá vatni ausinn ok nafn gefit ok kallaður Egill. En er hann óx upp, þá mátti brátt sjá á honum, at hann myncli verða mjök Ijótr ok líkr feðr sínum, svartr á hár. En þá er hann varþrévetr, þá var hann mikill ok sterkr svá setn þeir sveinar aðrir, er váru sex vetra eða sjau. Hann var brátt málugr ok orðvíss. Heldr var hann illr við- reignar, er hann var í leikum. með öðrum ungmenn- um. “ ...„Egill var mjök at glímum. Var hann kappsamur mjök og reiðinn,en allir kunnu þat kenna sonum sín- um,at þeir vœgði fyrir Agli. “ ... „ Egill hlaut at leika við svein þann, er Grímr hét, sonr Heggs af Heggsstöðum. Grímr var ellifu vetra eða tíu ok sterkr at jöfnum aldri. En erþeir lékust við, þá var Egill ósterkari. Grímr gerði ok þann mun all- an, er hann mátti. Þá reiddist Egill ok Itóf upp knat- trét ok laust Grím, en Grímr tók hann höndum ok keyrði luinn niðrfall mikit ok lék hann heldr illa ok kveðst mundu meiða hann, efhann kynni sik eigi. En er Egill komst á fœtr, þá gekk hann ór leiknum, en sveinarnir œptu að honum “ (5). I Finnboga sögu Ramma segir svo: ...„Svái er sagt, at þau Gestr ok Syrpa ala upp bar- nit. Vex hann svá skjótt, af varla þótti líkendi á. Svái var þat barn fagrt okfrítt, at allir hugðu þat, at aldri œtti þau Gestr þat barn. Þá spurði Gestr Syrpu, Itvat sveinn þeirra skyldi heita. Hon kvað makligt, afhann héti Urðarköttr, þar sem hann var í urðu fundinn. Hann óx dagvöxtum. Syrpa gerði homtm söluváðar- brœkr ok hettu. Hana gyrði hann í brœkr niðr. Krækil hqfði lutnn í hendi ok hljóp svá úti um daga. Hann var þeim þarfr í ölltt því, er hann mátti. Þau höfðu mikla ást á honum. Þá er hann var þrévetr, var hann eigi minni en þeir. at sex vetra váru gamlir. Urðar- köttr rann oft til fjöru, ok vátru fiskimenn vel til hans ok hendu mikit gaman at honum. Hafði hann jafnan góðar hjálpir heim til fóstru sinnar, Syrpu. Oft kom hann á Eyri ok varþar óvinsœll fyrir griðkonum Þor- gerðar. Barði hann á þeim eða knekti fœtr undan þeim með stafsínum, en þœr báðu honum ills ok váru harðorðar mjök oft. “ ...,,Líðr mí þar til, hann var sex vetra. Þá var hann eigi minni en þeir,at tólf vetra váru, ok at engu óþroskuligr“ (6). Lýsingar þær sem hér fara á undan af tveim þekkt- um fornmönnum eru nánast dæmigerðar fyrir 21- OHasa skort. Ef ofvöxtur Egils eða Finnboga ramma hefði stafað af ofgnótt vaxtarhormóns hefði æviferill þeirra verið annar og væntanlega mun styttri. Æxli við heiladingul hefði fyrr en síðar orsakað sjóntrufl- anir, höfuðverki og sykursýki. Hegðunareinkenni drengjanna eru ennfremur langlíklegast orsökuð af testósteróni eða andrógen áhrifum nýrnahettustera. Aðrar orsakir fyrir ótímabærum kynþroska verða að teljast mjög ólíklegar, þannig eru æxli í nýrnahettum eða eistum sem framleiða testósterón oftast illkynja. Til gamans höfum við sett saman áætlað vaxtarlínurit sem gæti verið fyrir piltana báða, þá Egil Skalla- Grímsson frá Borg og Finnboga ramma sem ólst upp á Tóftum í Flateyjardal (mynd 3). Ekki er auðvelt að áætla endanlega hæð þeirra, en báðum er lýst þannig að þeir hafi verið með stærstu mönnum sinnar sam- tíðar. Samkvæmt rannsóknum próf. Jóns Steffensens má ætla að meðalhæð karla sem voru uppi á tímabil- inu 900-1000 hafi verið 168,6 cm (7). í nýlegri rann- sókn á vexti og þroska Islendinga voru tvö staðalfrá- vik á hæð fullvaxinna karla um 13 sentimetrar (8). Sé þeirri tölu bætt við áðurnefnda meðalhæð er ekki frá- leitt að þeir Egill og Finnbogi hafi verið nálægt 180 sentimetrum á hæð. Þótt margir ómeðhöndlaðir einstaklingar með 21 OHasa skort vaxi mjög hratt og loki vaxtarlínum snemma, eru mörg dæmi um menn sem hafa náð eðli- legri fullorðinshæð. Vitað er að há gildi andrógena geta bælt niður stýrihormón heiladinguls og þannig valdið ófrjósemi hjá fullorðnum ómeðhöndluðum körlum. A hinn bóginn hefur verið sýnt fram á að 56 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.