Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 72

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 72
HEPATOCELLULAR CARCINOMA Á ÍSLANDI 1984-1998 FARALDSFRÆÐILEG RANNSÓKN Brvnia Ragnarsdóttir1. Sigurður Olafsson2, Jón Gunnlaugur Jónasson’ 'Læknadeild Jiáskóla Islands, 2Lyflæknisdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur, ’Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði Inngangur Hepatocellular carcinoma (HCC) er eitt algengasta krabbameinið í heiminum, Nýgengi HCC er mjög mismunandi og skýrist það fyrst og fremst af mismunandi tíðni áhættuþátta þess. Aðaláhættuþættir HCC eru lifrarbólga B og C, skorpulifur og afia- toxín Bl. I Norður Evrópu þar sem nýgengið er lágt (u.þ.b. 5/100.000) hafa 70% sjúklinga skorpulifur. Aðalmarkmið rann- sóknarinnar var að athuga nýgengi hepatocellular carcinoma á Is- landi og skoða undirliggjandi áhættuþætti. Efniviður og aðferðir Leitað var í tölvuskrám Rannsóknar- stofu Háskólans í meinafræði, meinafræðideild FSA og Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélags Islands að öllum þeim sem grein- dust með illkynja æxli upprunnin í lifur á tímabilinu 1984-1998. Eingöngu þeir einstaklingar sem taldir voru hafa hepatocellular carcinoma komu inn í þessa rannsókn. Ef vafi lék á greiningunni voru vefjasýnin yfirfarin. Upplýsingar voru unnar úr vefjagreining- arsvörum, krufningarskýrslum og sjúkraskrám sjúkrahúsa. Niðurstöður Alls greindust 71 einstaklingur með hepatocellul- ar carcinoma á tímabilinu, 51 karl (71,8%) og 20 konur (28,2%). Meðalaldur karla við greiningu var 69,3 ár (18-95) og meðalaldur kvenna 72,9 ár (52-89). Nýgengi á tímabilinu var 1,83/100.000 (0,84-3,34), nýgengi karla var 2,61 en nýgengi kvenna 1,04 (karl- ankonur 2,5). í 54 tilvikum töldust fullnægjandi upplýsingar vera fyrir hendi til að meta ástand lifrar utan æxlis. í 27 tilvikum (50%) var um lifrarsjúkdóm að ræða, þar af voru 23 (42,6%) með skorpulifur. Algengustu orsakir skorpulifrar hjá þessum sjúkling- um voru áfengismisnotkun (30,4%) og hemochromatosis (26,1 %). Alyktanir 1) Nýgengi hepatocellular carcinoma er mun lægra á íslandi en í nágrannalöndunum. 2) Skorpulifur er mun sjaldgæfari meðal fslenskra sjúklinga með HCC. 3) Afengismisnotkun og hemochromatosis eru algengar orsakir skorpulifrar meðal íslenskra sjúklinga með hepatocellular carcinoma. BREYTING Á ÁHÆTTUÞÁTTUM HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMA HJÁ EINSTAKLINGUM FYRIR MIÐJAN ALDUR Brvnia Kristfn Þórarinsdóttir læknanemi. Hildur Biörg Ingólfs- dóttir læknanemi, Gunnar Sigurðsson prófessor og formaður Hjartaverndar, Nikulás Sigfússon yfirlæknir Hjartaverndar, Vilmundur Guðnason forstöðulæknir sameindaerfðafræðideildar Hjartaverndar. Faraldsfræðilegar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum hafa leitt í ljós áhættuþætti þessara sjúkdóma. Hóprannsóknir hafa sýnt að þessir þættir eru aldursháðir, með auknum aldri hækkar t.d. blóðþrýstingur og heildarkólesteról og áhættan á að fá kransæða- sjúkdóm eykst. Langflestar rannsóknir um þessi efni fjalla um mið- aldra fólk og lítið er vitað um áhættuþætti fólks á aldrinum 25-45 ára. Tilgangur þessarar rannsóknar er því að kanna breytingar á áhættuþáttum hjá ungu fólki og meta þannig forspárgildi hvers áhættuþáttar fyrir einstaklinginn. Ljóst er að því fyrr sem einstak- lingar gera sér grein fyrir óheppilegri samsetningu áhættuþátta hjá sjálfum sér þeim mun auðveldara er fyrir þá að breyta um lífstíl. Þannig má minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, sem eru algengasta dánarorsök á Vesturlöndum. Þetta verkefni er hluti af rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðis- mála-stofnunarinnar, svokölluð MONICA-rannsókn. Þátttakendur í áhættuþáttakönnun rannsóknarinnar voru 3000 manna úrtak á aldrinum 25-74 ára frá Reykjavík og Arnessýslu. I hvert 10 ára ald- ursbil voru valdir af handahófi 150 karlar og 150 konur frá hvoru svæði. Þátttakendur voru boðaðir til rannsóknar þrisvar sinnum, 1983, 1988 og 1993. Þeir svöruðu stöðluðum spurningalista. Blóð- þrýstingur, þyngd og hæð var mælt og blóðprufa tekin þar sem var athugað kólesteról, HDL og þríglýseríð. Arið 1993 var einnig mælt mittis- og mjaðmamál. I þessari rannsókn nú eru þeir einstaklingar athugaðir sem voru á aldrinum 25-34 ára árið 1983 og sem komu afturtil skoðunar 1993. Hópurinn samanstendur af 240 manns, 102 körlum og 138 konum. Hópnum var skipt í fjórðunga fyrir kól- esteról, þrfglýseríð, HDL, blóðþrýsting og þyngdarstuðul og dreif- ing einstaklinganna milli þeirra athuguð yfir 10 ára tímabil. Út- reikningum er ekki að fullu lokið og liggja þvf niðurstöður ekki fyrir. RÆKTUN OG SAMANBURÐUR Á SLÉTTVÖÐVAFRUMUM ÚR HEILAÆÐUM HCCA SJÚKLINGS OG SAMANBURÐAR- EINSTAKLINGS; HUGSANLEG EITURÁHRIF CYSTATINS C MÝLILDIS Daði Þór Vilhiálmsson1. Finnbogi R. Þormóðsson2, Hannes Blöndal2. 'LHÍ, 2Rannsóknarstofa í líffærafræði. Arfgeng heilablæðing (Hereditary Cystatin C Amyloidosis; HCCA) er sjúkdómur sem eingöngu er þekktur á Islandi, en sjúk- dómurinn einkennist af uppsöfnun mýlildis í heilaæðum og öðrum líffærum. Mýlildið virðist aðeins valda vetjaskemmdum í heilaæð- um, en aðaluppistaða mýlildisins er gallað cystatin C. Cystatin C mýlildið hleðst upp í miðlagi heilaæða HCCA sjúklinga og inni á milli mýlildisins eru eyjar af eftirlifandi sléttvöðvafrumum, en vit- að er að sléttvöðvafrumur naflastrengsæða mynda cystatin C. Rannsóknir á heilablæðingarsjúkdómi í Hollandi, þar sem mýlild- ið er afbrigði B-próteins, sýna að mýlildið hefur eituráhrif á slétt- vöðvafrumurnar og veldur dauða þeirra. Tilgangur rannsóknarinn- ar er að þróa aðferð til þess að rækta sléttvöðvafrumur úr heilaæð- um, bera saman með mótefnalitun sléttvöðvafrumur úr heilaæðum HCCA sjúklinga og annarra einstaklinga, auk þess að athuga eit- uráhrif cystatins C mýlildis á frumurnar. Ræktaðar voru sléttvöðvafrumur úr heilaæðum HCCA sjúklings og einstaklings án sjúkdómsins og þær skilgreindar með a-aktín mótefnalitun. Sléttvöðvafrumur úr heilaæðum HCCA sjúklings mótefnalitast meira fyrir cystatin C heldur en samanburðarfrumur og er litunarmynstrið mismunandi. Litunin sést um allt umfrymi HCCA frumanna, en samanburðarfrumurnar litast með skýmynstri við kjarnann í samræmi við prótín í Golgikerfinu. Einnig hefur cystatin C mýlildi verið einangrað og rannsókn á eituráhrifum þess hafin. 68 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.