Læknaneminn - 01.04.1999, Side 72
HEPATOCELLULAR CARCINOMA
Á ÍSLANDI 1984-1998
FARALDSFRÆÐILEG RANNSÓKN
Brvnia Ragnarsdóttir1. Sigurður Olafsson2,
Jón Gunnlaugur Jónasson’
'Læknadeild Jiáskóla Islands, 2Lyflæknisdeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur, ’Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði
Inngangur Hepatocellular carcinoma (HCC) er eitt algengasta
krabbameinið í heiminum, Nýgengi HCC er mjög mismunandi og
skýrist það fyrst og fremst af mismunandi tíðni áhættuþátta þess.
Aðaláhættuþættir HCC eru lifrarbólga B og C, skorpulifur og afia-
toxín Bl. I Norður Evrópu þar sem nýgengið er lágt (u.þ.b.
5/100.000) hafa 70% sjúklinga skorpulifur. Aðalmarkmið rann-
sóknarinnar var að athuga nýgengi hepatocellular carcinoma á Is-
landi og skoða undirliggjandi áhættuþætti.
Efniviður og aðferðir Leitað var í tölvuskrám Rannsóknar-
stofu Háskólans í meinafræði, meinafræðideild FSA og Krabba-
meinsskrá Krabbameinsfélags Islands að öllum þeim sem grein-
dust með illkynja æxli upprunnin í lifur á tímabilinu 1984-1998.
Eingöngu þeir einstaklingar sem taldir voru hafa hepatocellular
carcinoma komu inn í þessa rannsókn. Ef vafi lék á greiningunni
voru vefjasýnin yfirfarin. Upplýsingar voru unnar úr vefjagreining-
arsvörum, krufningarskýrslum og sjúkraskrám sjúkrahúsa.
Niðurstöður Alls greindust 71 einstaklingur með hepatocellul-
ar carcinoma á tímabilinu, 51 karl (71,8%) og 20 konur (28,2%).
Meðalaldur karla við greiningu var 69,3 ár (18-95) og meðalaldur
kvenna 72,9 ár (52-89). Nýgengi á tímabilinu var 1,83/100.000
(0,84-3,34), nýgengi karla var 2,61 en nýgengi kvenna 1,04 (karl-
ankonur 2,5). í 54 tilvikum töldust fullnægjandi upplýsingar vera
fyrir hendi til að meta ástand lifrar utan æxlis. í 27 tilvikum (50%)
var um lifrarsjúkdóm að ræða, þar af voru 23 (42,6%) með
skorpulifur. Algengustu orsakir skorpulifrar hjá þessum sjúkling-
um voru áfengismisnotkun (30,4%) og hemochromatosis (26,1 %).
Alyktanir 1) Nýgengi hepatocellular carcinoma er mun lægra á
íslandi en í nágrannalöndunum. 2) Skorpulifur er mun sjaldgæfari
meðal fslenskra sjúklinga með HCC. 3) Afengismisnotkun og
hemochromatosis eru algengar orsakir skorpulifrar meðal íslenskra
sjúklinga með hepatocellular carcinoma.
BREYTING Á ÁHÆTTUÞÁTTUM
HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMA
HJÁ EINSTAKLINGUM FYRIR
MIÐJAN ALDUR
Brvnia Kristfn Þórarinsdóttir læknanemi. Hildur Biörg Ingólfs-
dóttir læknanemi, Gunnar Sigurðsson prófessor og formaður
Hjartaverndar, Nikulás Sigfússon yfirlæknir Hjartaverndar,
Vilmundur Guðnason forstöðulæknir sameindaerfðafræðideildar
Hjartaverndar.
Faraldsfræðilegar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum hafa
leitt í ljós áhættuþætti þessara sjúkdóma. Hóprannsóknir hafa sýnt
að þessir þættir eru aldursháðir, með auknum aldri hækkar t.d.
blóðþrýstingur og heildarkólesteról og áhættan á að fá kransæða-
sjúkdóm eykst. Langflestar rannsóknir um þessi efni fjalla um mið-
aldra fólk og lítið er vitað um áhættuþætti fólks á aldrinum 25-45
ára. Tilgangur þessarar rannsóknar er því að kanna breytingar á
áhættuþáttum hjá ungu fólki og meta þannig forspárgildi hvers
áhættuþáttar fyrir einstaklinginn. Ljóst er að því fyrr sem einstak-
lingar gera sér grein fyrir óheppilegri samsetningu áhættuþátta hjá
sjálfum sér þeim mun auðveldara er fyrir þá að breyta um lífstíl.
Þannig má minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, sem eru
algengasta dánarorsök á Vesturlöndum.
Þetta verkefni er hluti af rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðis-
mála-stofnunarinnar, svokölluð MONICA-rannsókn. Þátttakendur
í áhættuþáttakönnun rannsóknarinnar voru 3000 manna úrtak á
aldrinum 25-74 ára frá Reykjavík og Arnessýslu. I hvert 10 ára ald-
ursbil voru valdir af handahófi 150 karlar og 150 konur frá hvoru
svæði. Þátttakendur voru boðaðir til rannsóknar þrisvar sinnum,
1983, 1988 og 1993. Þeir svöruðu stöðluðum spurningalista. Blóð-
þrýstingur, þyngd og hæð var mælt og blóðprufa tekin þar sem var
athugað kólesteról, HDL og þríglýseríð. Arið 1993 var einnig mælt
mittis- og mjaðmamál. I þessari rannsókn nú eru þeir einstaklingar
athugaðir sem voru á aldrinum 25-34 ára árið 1983 og sem komu
afturtil skoðunar 1993. Hópurinn samanstendur af 240 manns, 102
körlum og 138 konum. Hópnum var skipt í fjórðunga fyrir kól-
esteról, þrfglýseríð, HDL, blóðþrýsting og þyngdarstuðul og dreif-
ing einstaklinganna milli þeirra athuguð yfir 10 ára tímabil. Út-
reikningum er ekki að fullu lokið og liggja þvf niðurstöður ekki
fyrir.
RÆKTUN OG SAMANBURÐUR Á
SLÉTTVÖÐVAFRUMUM ÚR HEILAÆÐUM
HCCA SJÚKLINGS OG SAMANBURÐAR-
EINSTAKLINGS; HUGSANLEG
EITURÁHRIF CYSTATINS C MÝLILDIS
Daði Þór Vilhiálmsson1.
Finnbogi R. Þormóðsson2, Hannes Blöndal2.
'LHÍ, 2Rannsóknarstofa í líffærafræði.
Arfgeng heilablæðing (Hereditary Cystatin C Amyloidosis;
HCCA) er sjúkdómur sem eingöngu er þekktur á Islandi, en sjúk-
dómurinn einkennist af uppsöfnun mýlildis í heilaæðum og öðrum
líffærum. Mýlildið virðist aðeins valda vetjaskemmdum í heilaæð-
um, en aðaluppistaða mýlildisins er gallað cystatin C. Cystatin C
mýlildið hleðst upp í miðlagi heilaæða HCCA sjúklinga og inni á
milli mýlildisins eru eyjar af eftirlifandi sléttvöðvafrumum, en vit-
að er að sléttvöðvafrumur naflastrengsæða mynda cystatin C.
Rannsóknir á heilablæðingarsjúkdómi í Hollandi, þar sem mýlild-
ið er afbrigði B-próteins, sýna að mýlildið hefur eituráhrif á slétt-
vöðvafrumurnar og veldur dauða þeirra. Tilgangur rannsóknarinn-
ar er að þróa aðferð til þess að rækta sléttvöðvafrumur úr heilaæð-
um, bera saman með mótefnalitun sléttvöðvafrumur úr heilaæðum
HCCA sjúklinga og annarra einstaklinga, auk þess að athuga eit-
uráhrif cystatins C mýlildis á frumurnar.
Ræktaðar voru sléttvöðvafrumur úr heilaæðum HCCA sjúklings
og einstaklings án sjúkdómsins og þær skilgreindar með a-aktín
mótefnalitun. Sléttvöðvafrumur úr heilaæðum HCCA sjúklings
mótefnalitast meira fyrir cystatin C heldur en samanburðarfrumur
og er litunarmynstrið mismunandi. Litunin sést um allt umfrymi
HCCA frumanna, en samanburðarfrumurnar litast með skýmynstri
við kjarnann í samræmi við prótín í Golgikerfinu. Einnig hefur
cystatin C mýlildi verið einangrað og rannsókn á eituráhrifum þess
hafin.
68
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg