Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 49
Mynd 1. Staðsetning á ígræddu hjartarafstuðs- tæki gangi er framkallað slegiatif (ventricular fibrillation) hjá sjúklingnum og tækið prófað. Flest tæki geta gef- ið allt að 36 Joule (J) rafstuð. Æskilegt er við ígræðslu að rafstuðsþröskuldurinn sé það lágur að a.m.k. 10 J séu í öryggismörk. ÖIl ígrædd hjartarafstuðstæki nota hjartsláttarhrað- ann sem grunn til að þekkja hjartsláttartruflanir sem á að meðhöndla. Eftir ígræðslu tækisins er hjartsláttar- hraðinn sem tækið á að þekkja sem hjartsláttartruflun stilltur í samræmi við eiginleika þeirra hjartsláttar- truflana sem sjúklingurinn hefur haft og verið er að meðhöndla. Ef hraðinn er t.d. stilltur á 180/mín mun tækið meðhöndla í hvert sinn sem hraðinn fer yfir þau mörk. Gildir þar einu hvort það er sleglahraðtaktur, sleglaflökt, gáttatif eða jafnvel sínus hraðataktur. Tækið mun hins vegar ekki bregðast við sleglahraða- takti sem er hægari heldur en sá hraði sem það er for- ritað til að þekkja. Hægt er að breyta forrituninni hvenær sem er með því að nota vönd sem settur er á húð yfir tækinu og tengist tölvu. Sú aðferð að nota hjartsláttarhraða til að þekkja hjartsláttaróreglu sem á að meðhöndla er mjög næm, en að sama skapi ósér- tæk. Því hafa ýmsar aðrar aðferðir verið þróaðar sem nota má til að þekkja takttruflunina samhliða hjart- sláttarhraðanum. Þær auka allar sértæknina þannig að líklegra sé að einungis sleglahraðataktur eða slegla- flökt verði meðhöndlað, en draga að sama skapi úr næminu. I sumum tilfellum hefur tækni sem beinist að því að þekkja reglulegan takt frá óreglulegum (rate stability) verið notuð. Þetta getur verið sérstaklega gagnlegt hjá sjúklingum sem hafa gáttatif með hraðri sleglasvör- un. Þar sem sleglahraðataktur er oft reglulegur, en gáttatif mjög óreglulegt, er þessi tækni gagnleg til að greina þar á milli. Mögulegt er hins vegar, að tækið mistúlki þá óreglulegan sleglahraðatakt (polymorphic ventricular tachycardia) sem gáttatif og meðhöndli hann því ekki sem gæti mögulega haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér. Einnig er hægt að forrita hjart- arafstuðstækið til að greina á milli þess hvort hraða- takturinn byrjar skyndilega eins og gerist í slegla- hraðatakti eða sleglaflökti eða hvort hjartsláttartíðnin eykst hægt og rólega eins og í sínus hraðatakti. Þetta getur verið gagnlegt hjá þeim sem t.d. stunda fþróttir og fá gjarnan sínus hraðatakt. Helsti galli þessarar Mynd 2. Til vinstri á þessari mynd er hjartalínurit sem sýnir sleglaflökt. Síðan er gefið rafstuð frá ígræddu hjartarafstuðstæki og takturinn breytist í sínus. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.