Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 74

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 74
ingum greindum 1966-70 varþað 19,4% en hjá sjúklingum greind- um á árunum 1971-75 datt það niður í 9,7%. Hjá sjúklingum sem greindir voru á árabilinu 1976-80 hækkaði safngengið síðan aftur upp f 27,1%. Hæst fór uppsafnað nýgengi í 41,4% hjá sjúklingum sem greindust 1966-70 eftir 30 ár með sykursýki. Meðaltal glýkósíleraðs hemóglóbíns hjá sjúklingum sem greindust á árunum 1961-85 var 7,7%. Þegar tfmabilið frá 1984-93 og 1998 var skoð- að sást marktækur munur á gildum hjá sjúklingum með nýrnamein og þeirra sem ekki voru með nýrnamein (8,3% á móti 7,6%, p=0,003). Alyktun. Safngengi nýrnameins í tegund 1 sykursýki er svipað og annars staðar. Safngengi hefur ekki breyst á undanförnum tveimur áratugum á milli hópanna ef undan eru skilið tímabilið 1971-75. Tengsl nýrnameins við lélega blóðsykurstjórnun eru skýr en aðrir þættir gætu einnig legið þar að baki. HAFA MANNAFRUMUR VARNARKERFI GEGN STÖKKLUM? Hans Tómas Biörnsson1. M.Stephen Meyn2 og Jón Jóhannes Jónsson1. 'Lífefna og sameindalíffræðistofa læknadeildar Háskóla Islands og Meinefnafræðideild Landspítalans. 2Department of Genetics, University of Toronto. Inngangur. Þriðjungur erfðaefnis mannsins er stökklaerfðaefni. Til samanburðar er heildarlengd táknraða talin vera um 3% erfða- mengis. Þrátt fyrir þetta valda stökklar sjaldan stökkbreytingum í mönnum sem e.t.v. er vegna virkrar bælingar þeirra. Hugsanlegt er að slík bælikerfi byggist á metýleringu á C bösum í CpG dínúkleó- tíðum. Ef sú tilgáta er rétt gæti verið samband milli magns stökkla nálægt genum og þess hve oft CpG stökkbreytingar eiga sér stað í viðkomandi genum. I leit að hugsanlegum bælikerfum fyrir stökkla erum við einnig að rannsaka hvort virkni þeirra sé aukin í frumulínum sjúklinga með arfgenga sjúkdóma sem valda erfðaefnisóstöðugleika. Efni og aðferðir. Valin voru öll mannagen í Genebank þar sem táknröð og nálæg svæði hafa verið raðgreind og þekktar eru 5 eða fleiri einbasabreytingar. Leitað var að stökkium í þeim með hjálp Censor forritsins. Einnig var ákvarðað stökkbreytingamynstur í þessum genum samkvæmt Human Gene Mutation Database. Skoð- að var hlutfall stökkbreytinga af völdum CpG metýleringa af heild- arfjölda einsbasabreytinga og það borið saman við magn stökkla- erfðaefnis á genasvæðinu. Plasmíð með virkum mariner stökkli var fært með rafgötun inn í frumulínur sjúklinga með ataxia telangiectasia, Fanconi anemia, Werner, Bloom og Lesch-Nyhan heilkenni. Borin var saman tíðni innlimunar mariner stökkulsins með og án stökkhvata (tran- sposasa). Niðurstöður. Ekki var merkjanlegt samband milli methylering- ar og stökklamagns fyrir heildarúrtakshópinn. Hugsanlegt er að stökklar hafi einungis áhrif ef þeir eru nærri táknröðinni. Þegar at- huguð voru þau 18 gen sem innihéldu styttri ótjáðar raðir en 12 kb þá kom hins vegar fram marktækt samband (R2=0.4049, N=18). Tilraunir með innleiðslu plasmíða benda til að mariner stökklar eigi auðveldar með að stökkva inn í litninga fruma úr sjúklingi með Werner heilkenni en annarra prófaðra fruma. Alyktanir. Sú niðurstaða að eingöngu fannst samband milli magns stökkla og CpG stökkbreytinga hjá þeim tilfellum þar sem einungis hafði verið lýst tiltölulega stuttum erfðamengisröðum 70 gefur vísbendingu um að áhrif stökkla á CpG methyleringu geti verið fjarlægðarbundin. Stefnt er að því að rannsaka þessi áhrif betur. Niðurstöður okkar benda til þess að stökktíðni mariner raðar frá plasmíði á litning sé aukin í frumulínum sjúklinga með Werners heilkenni. Eftir er að staðfesta stökkin með raðgreiningu og leit að staðsetningartvöföldun (target site duplication). LEIT AÐ STÖKKBREYTINGUNNI 35DELG í GENI CONNEXIN-26 HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ MEÐFÆTT HEYRNARLEYSI Hialti Már Þórisson. Isieifur Olafsson', Hannes Petersen2. 'yfirlæknir rannsóknardeildar SHR, 2yfirlæknir Háls- Nef- og Eyrnadeildar SHR Inngangur: Meðfætt heyrnarleysi er algengasta meðfædda skyntruflunin og hrjáir það einn af hverjum 1000 sem fæðast. Arið 1997 var fyrsta meingeninu lýst sem veldur heyrnarleysi sem ekki er hluti heilkennis en það skráir amínosýruröð próteinsins Connex- in 26 sem gegnir lykilhlutverki við skynjun hljóðs. Stökkbreyting- in 35delG á geni Connexin 26 veldur lesrammatilfærslu og verður próteinafurðin því ónothæf. Sýnt hefur verið frani á að 35delG er algengasta örsök fyrir meðfæddu heyrnarleysi í suður-evrópu og er talinn vera orsakavaldur í 40-50% tilfella. Tilgangur rannsóknar- innar var að kanna hvort 35delG stökkbreytingin finnist á íslandi og í hve miklum mæli. Efni og Aðferðir: 17 einstaklingar með meðfætt heyrnarleysi af óþekktum uppruna skiluðu blóðsýni og svöruðu spurningalista. Ur blóðsýni var einangrað DNA og bútur Connexin 26 gensins magn- aður upp með PCR og hann raðgreindur. Niðurstöður: Þáttakendur voru 17, 8 karlar og 9 konur. Meðal- aldur þáttakenda var 28,4 ár. Heyrnarleysið var meðfætt hjá 14 þeirra, algjört hjá 8 og verulegt hjá 9. Ættarsaga var þekkt hjá 8 þáttakendum. Við arfgerðargreiningu hefur komið í ljós að 2 ein- staklingar hafa 35delG arfgerðina á Connexin 26 geninu. Alyktanir: 1 rannsókninni sýnum við fram á að 35delG stökk- breytinguna er að finna á íslandi. Ekki er unnt að draga ályktanir um tíðni stökkbreytingarinnar út frá þessum litla hóp en erfitt hef- ur reynst að fá skýrar tölur um fjölda einstaklinga á landinu sem fæðst hafa heyrnarlausir án þekktra orsaka. Framtíðarverkefni er að fjölga þáttakendum í rannsókninni þannig að hægt sé að ákvarða tíðni 35delG á fslandi. ER VANÞROSKI Á ÓSÆÐAR- OG MÍTURLOKUM HLUTIAF SJÚKDÓMSMYND ÓSÆÐARÞRENGSLA (COARCTATION OF THE AORTA) Hjálmar Þorsteinsson1. Hróðmar Helgason2 'Læknadeild Háskóla Islands 2Barnaspftali Hringsins Inngangur: Talið hefur verið að ósæðarþrengsli (Coarctation of the Aorta) geti verið tengd vfðtækum vanþroska á vinstri hluta hjartans. Markmið rannsóknarinnar var kanna sannleiksgildi þess- arar hugmyndar með því að mæla stærð hjartaloka og hámarks rennslishraða í vinstri hluta hjartans. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.