Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 29
Afleiðingar reykinga I Ef þú reykir ekki, er áætluð meðalskerðing á lungna- A starfsemi (lung capaeity) frá 25 til 80 ára aldurs þessi. Ef þú hefur reykt að meðaltali 30 sígarettur á dag frá 25 ára aldri, kann að vísu að vera aö þú fáir ekki langvinna lungnateppu, en lungnastarfsemi þin skerðist engu að síður meira en hjá fólki sem ekki reykir, miðað við sama tímabil. Ef þú ert i áhættuhópi en hefur hætt reykingum skerðist lungnastarfsemi þin ekki hraöar en hjá þeim sem aldrei hefur reykt. Ef þú ert reykingarmaöur i slikum áhættuhópi, mun lungnastarfscmi þin skerðast hratt. ' Línurit þetta sýnir fylgni/tölfræöileg tengsl milli aldurs. reykinga og loftrýmdar útöndunar (FEV)1 - þess ummáls af lofti sem þú getur andaö frá þér af krafti á einni sekúndu. 1. Endursamiö meö leyfi frá Snider Gl, Faling U, Rennard Sl, Chronic bronchitis and emphysema. Tekiö úr: Murray JF, Nadel JA, eds. Textbook of Respiratory Medieine, Philadelphia: WB Saunders; 1994;1342. Mynd 2. Birt með leyfi Glaxo Wellcome Verkunarmáti þess er óljós og berkjuvíkkandi áhrif oft ekki mikil. Þá eru aukaverkanir tíðar. Þetta hefur leitt til þess að teo- fyllamín er í flestum tilvikum að- eins notað þegar önnur lyf duga ekki. Fylgjast þarf með blóðþéttni þess reglulega. Barksterar Eins og fram kemur í hlutanum sem fjallar um meingerð er bólgu- ferli í gangi í lungum sjúklinga með LLT og er því eðlilegt að ætla að barksterar geri gagn. Stað- reyndin er sú að aðeins 10-20% sjúklinganna svara sterameðferð. Hvernig á þá að velja sjúklinga til að setja á sterameðferð? Ein að- ferð er að gera blásturspróf og gefa síðan prednisolon 0.5 mg/kg líkamsþunga í 2-3 vikur og síðan að endurtaka blást- ursprófin. Ef gildin hafa batnað um 20% telst sjúk- lingur hafa sterasvörun og ættu þeir þá að vera á ster- um í minnsta mögulega skammti annað hvort af töfl- um eða á innúðaformi. Hlutverk innúðastera í að hin- dra framgang LLT hefur verið að skýrast með nýleg- um rannsóknum sem benda til þess að lyfin hindri ekki framgang sjúkdómsins til lengri tíma (7,8). Frekari rannsókna virðist þó þörf á þessu sviði. Onnur lyf Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á gildi þess að gefa fyrirbyggjandi sýklalyf t.d. fyrstu tíu daga hvers mán- aðar og slímlosandi lyf eru ekki talin gera gagn. Súrefni Súrefnisgjöf lengir líf sjúklinga sem eru með svo langt genginn sjúkdóm að p02 er orðið 55 mmHg eða lægra. Sjúklingum með p02 55 til 59 mmHg gagnast súrefni ef um er að ræða cor pulmonale eða rauð- kornablæði. Þá getur súrefni einnig lækkað svo við svefn og áreynslu að nauðsynlegt sé að nota súrefni. Önnur meðferð Safngreining (meta-analysis) hefur sýnt gagnsemi lungnaendurhæfingar sem unnin er af þverfaglegum hópi. Slík endurhæfing eykur vellíðan, dregur úr mæði, bætir lungnastarfsemi og getur fækkað inn- lögnum. Þá hafa rannsóknir sýnt að þunglyndi og kvíði eru algeng hjá þessum sjúklingahópi. Þá er nær- ingarástandi oft ábótavant. Skurðaðgerðum er beitt í völdum tilvikum af LLT. Þannig eru stórar blöðrur stundum fjarlægðar ef þær þrýsta á heilbrigðan vef og getur það bætt lungnastarfsemi. Á undanförnum árum hefur aukist að gera lungnasmækkunaraðgerðir, þar sem tekinn er sá hluti lungnanna sem er mest skemmdur til að minnka rúmmál lungnanna og minn- ka þrýsting á heilbrigðan vef. Árangur af þessum að- gerðum hefur verið misjafn og eru nú í gangi stórar rannsóknir sem skera eiga úr um notagildi þeirra og er niðurstaðna að vænta á næstu árum. Lungna- ígræðslur eru framkvæmdar í völdum tilfellum. Oft- ast nægir að nota eitt lungna. Mikill hörgull á lungum til ígræðslu hefur komið í veg fyrir að þessar aðgerð- irhafi náð mikilli útbreiðslu. MEÐFERÐ BRÁÐRA VERSNANA Oft kemur það fyrir að sjúklingum með LLT versn- ar og það oft nokkuð skyndilega. Er það eitt algeng- asta öndunarfæravandamál sem sést á bráðamóttök- um. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hver orsök versnunarinnar er því meðferð er mismunandi eftir orsök. Meðal orsaka má nefna sýkingar, bæði í berkj- um og lungum, loftbrjóst, rifbrot, fleiðruvökva og fleira. Það fyrsta sem þarf að athuga er að ekki sé um súr- efnisskort í blóði að ræða. Það má gera með því að mæla súrefnismettun eða athuga blóðgös. Kosturinn LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.