Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 84

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 84
og setja þá inn á heimasíðu námskeiðsins á internetinu. Árið eftir nýtti hann svo þá tíma sem áður voru fyrirlestrar með hefðbundnu sniði til sýnikennslu og umfjöllunar um tilfelli. Hefur þessi ný- breytni mælst vel fyrir meðal nemenda og vonandi nýta fieiri kennarar í fögum sem lítinn tíma hafa til umráða þessa leið í fram- tíðinni. Að lokum Nýliðið starfsár var um margt sérstakt fyrir félagið. Verulegar breytingar voru gerðar á lögum þess og eiga þær vonandi eftir að skila sér í bættu starfi. Ráðningarkerfið var einnig endurskoðað og náðist um það víðtæk sátt meðal nemenda, enda einstakt og afar verðmætt kerfi þar á ferð. Það er því von mín að Félag læknanema standi jafnvel styrkari fótum en áður og eigi eftir að farnast vel um langa framtíð. Eg vil þakka öllum þeim sem komu að starfi félagsins fyrir gott samstarf í vetur. Sérstaklega þakka ég ráðningarstjóra og stjórn ánægjuleg kynni og samstarf. F.lt. stjórnar Félags lœknanema, Þorvarður Jón Löve, formaður SKÝRSLA KENNSLUMÁLA- OG FRÆÐSLUNEFNDAR Starfsemi kennslumála- og fræðslunefndar fór frekar seint í gang þar sem áður kosinn fulltrúi 5. árs og jafnframt formaður nefndarinnar hætti störfum. Undirrituð ákvað að hlaupa í skarðið svo eitthvað yrði nú úr starfi vetrarins. Það er mjög brýnt að nem- endur komi sem mest að mótun kennslu og kennsluefnis í deildinni til þess að stefnumótunin verði ekki einhliða þ.e. eingöngu frá hlið kennaranna. Kennslumál Það voru regiulegir fundir með kennslunefnd læknadeildar þar sem margt bar á góma bæði frá nemendum og kennurum varðandi það sem öðruvísi má fara í kennslu- og prófmálum deildarinnar. Heitasta málið var þó bón þriggja laganema um afhendingu clausus-prófa með tilliti til Upplýsingalaga. Eftir miklar vanga- veltur og fundarhöld varð niðurstaðan sú að deildinni bæri að af- henda þremenningunum prófin sem var og gert. I framhaldi af þessu má geta þess að nú er verið að setja flest öll clausus-prófin á netið svo að allir standi jafnfætis þegar kemur að prófundirbún- ingi. Fræðslumál Nefndin kom saman nokkrum sinnum og skipulagði fræðslu- fundi sem er fastur punktur í starfsemi nefndarinnar. Þar var kom- ið víða við enda reynt að láta fjölbreytnina ráða. „ACLS námsskeið" í umsjón Guðmundar Þorgeirssonar hjarta- sérfræðings á Lsp.. „Snyrtinámsskeið fyrir dömur deildarinnar“ f boði umboðsaðila Lancome og Helena Rubinstein. „Undirheimar Reykjavíkur"; farið yfir hvað er að gerast í fíkni- efnaheiminum með aðstoð fíkniefnalögreglunnar. „Sjálfsvarnarnámsskeið"; nemendum kennt að bregðast við fantabrögðum „sjúklinga". „Hvað dreymir fóstur“ flutt af Brynjari Karlssyni eðlisfræðingi. Einnig voru fræðslufundir haldnir með öðrurn nemendafélög- um. Á vordögum var haldin árleg kynning á deildum Háskólans. Þar mætti nefndin og svaraði spurningum fróðleiksfúsra gesta. Fyrír hönd Kennslumála- og frœðslunefndar, Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir SKÝRSLA STÚDENTASKIRTANEFNDAR Fjármál Fyrsta verk nefndarinnar var fjáröflun en eftir talsvert góðæri undanfarin tvö ár var fjárhagsstaðan aftur orðin bágborin. Ástæð- ur þessa voru helst tvær. Annars vegar að ráðstefnur IFMSA hafa undanfarið verið haldnar á mjög fjarlægum stöðum þannig að far- gjöld á þær hafa verið há. Hins vegar er það að leigja hefur þurft húsnæði fyrir skiptinemana sem hingað koma á almennum leigu- markaði og hefur það veið ærið kostnaðarsamt. Við fengum styrk frá Heilbrigðisráðuneyti og Læknafélaginu, 100.000 krónur frá hvoru og ferðastyrkur á ráðstefnur kom frá Stúdentasjóði. Undir vorið voru send styrkbeiðnibréf til tjölda fyrirtækja en ekkert kom út úr því. Sú hugmynd kom upp að bjóða fyrirtækjum sem styrktu nefndina eitthvað í staðinn eins og að læknanemar kæmu inn í fyr- irtæki og mældu blóðþrýsting starfsmanna eða eitthvað þess hátt- ar. Ekkert varð af framkvæmd þessa þetta árið en hugmyndin er góð og mætti nota hana í framtíðinna. Húsnæðismál Hvað húsnæði fyrir sumarnemana varðar var það að mestu leigt á almennum markaði nema eitt herbergi fékk nefndin að kostnað- arlausu á Landspítala. Sú hugmynd kom reyndar upp að sækjast eftir því að fá lánað húsnæði það sem nýtt hefur verið undir lestr- araðstöðu læknanema á 4. hæð Heilsuverndarstöðvarinnar og stóð ónýtt yfir sumarið. Forsvarsmenn læknadeildar sýndu málinu skilning en niðurstaðan varð að lokum sú að húsnæðið var ekki lánað nefndinni enda reyndist ekki vilji til þess hjá borgaryfirvöld- uin. Starfið Farið var af stað með undirbúning fyrir verkefni þar sem ætlun- in var að bjóða hingað til lands fjórum læknanemum frá fyrrum Júgóslavíu. Utanríkisráðuneytið var tilbúið að styrkja þetta verk- efni og hugmyndin var að nemarnir gætu fengið verklega reynslu héðan metna í st'nu námi. Átti einnig að sjá þeim fyrir skemmti- legri félagslegri reynslu að hætti íslenskra læknanema. Fjórir læknanemar af 2. ári tóku að sér að undirbúa þetta verkefni en raunin varð sú að ómögulegt var að ná sambandi við Júgóslavana og hefur þvt' ekkert orðið úr þessu enn sem komið er. Kynningar- fundur á starfi nefndarinnar og möguleikum læknanema innan IFMSA var haldinn í október. Þar voru auglýstir þeir tvíhliða skiptasamningar sem gerðir höfðu verið fyrir sumarið. Þeir samn- ingar voru: 2 við Barcelona, 2 við Tékkland, 2 við Grikkland og 2 við Danmörku. Einnig voru kynntar krufningaferðir til Tékklands sem farnar eru á vegum dönsku alþjóðanefndarinnar. Tveir fulltrú- ar fóru á Skiptafund IFMSA sem haldinn var í Slóveníu í mars. Þar var gengið frá skiptasamningum. Einnig voru sóttir fundir Stand- ing Committee on Reproductive Health including AIDS (SCORA) til undirbúnings forvarnarverkefnis gegn kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum meðal unglinga setn nú er farið af stað undir merkjum Stúdentaskiptanefndar í anda þess starfs sem unn- ið hefur verið hjá SCORA. Þrír fulltrúar sóttu fund FINO sem eru 80 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.