Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 23
Ar í Kaupmannahöfn
Lena Rós
Ásmundsdóttir
í rigningarsudda í lok júlímánaðar
lagði ég af stað ásamt kærasta mínum
í ársferðalag til Kaupmannahafnar.
Eg hafði tekið þá ákvörðun að taka
þriðja árið í læknisfræðinni við
Kaupmannahafnarháskóla á vegum
Nordplus stúdentaskiptanna. Bíllinn
var troðfullur af alls konar dóti er við
töldum okkur þurfa þetta árið. Tölvan
fékk sitt pláss, ferðatöskur fullar af
fötum, ásamt ógrynni af bókum frá
fyrsta og öðru ári. Það var því ansi
þungur Polo er silaðist upp Ártúns-
höfðann. Leiðin lá til Seyðisfjarðar, í
hina víðfrægu ferju Norrænu, með
stuttri viðkomu á Akureyri. Loksins
var ég lögð af stað eftir nokkurra
mánaða baráttu fyrir því að komast
inn í háskólann í Köben.
Hugmyndin kviknaði í próflestri á
öðru ári. Það væri nú örugglega gaman að taka næsta
ár erlendis! Já, hvernig væri það nú. Það má alla vega
reyna. Leiðin lá því á alþjóðaskrifstofu Háskóla ís-
lands. Eg grúskaði í bókum og bæklingum, kynnti
mér þá skóla er höfðu stúdentaskiptasamning við HÍ
og spurði ýmissa spurninga. Einhvern veginn æxlað-
ist það svo að hugurinn leitaði til Kaupmannahafnar.
Ekki var það vegna mikils lesturs ritverka Jónasar
Hallgrímssonar, frægasta Kaupmannahafnarfara ís-
lendinga, því að ritsafn hans hafði legið óhreyft í
bókahillunum heima frá útskrift úr MR. Ég tel það
frekar hafa verið þann rómaða blæ er virtist vera yfir
borginni. Þeir Islendingar er þangað höfðu farið og ég
hafði talað við, höfðu ekkert nema gott af Dönum að
segja. Afslappaðir, frjálslegir og miklir húmoristar.
Það var þó hægara sagt en gert að komast til
Köben. Eini skólinn er hafði Nordplussamning í Dan-
mörku var í Árósum. Ég vildi þó ekki gefast upp og
gerðist óþolandi spurul og
ágeng við starfsfólk alþjóða-
skrifstofunnar, en allt kom fyrir
ekki; það var einungis hægt að
fara til Árósa. Ég vildi nú ekki
gefast upp svo auðveldlega og
lagðist því í skriftir. Skrifaði
bréf á íslensku og lét síðan þýða
það yfir á dönsku. Gerði hosur
mínar grænar fyrir skólanum og
sagði hvers vegna mig langaði
að fara til Kaupmannahafnar.
Einnig lét ég einkunnir og með-
mæli fylgja upp á von og óvon.
Það skrýtna gerðist að ég fékk
svar frá skólanum þess efnis að
ég væri velkomin næsta skólaár.
Með það bréf í farteskinu fór ég
enn einu sinni á alþjóðaskrif-
stofuna og sagði mig hafa feng-
ið inngöngu og hvort ég fengi ekki örugglega styrk
frá Nordplus. Eftir miklar rökræður og mörg samtöl
við Björgu Eysteinsdóttur á alþjóðaskrifstofunni, er
átti eftir að reynast stoð mín og stytta í kóngsins
Köben, fékk ég loksins styrkinn.
Þegar þessum áfanga var náð lá fyrir mér að safna
upplýsingum um kúrsana í Kaupmannahöfn og sýna
fram á að þeir væru sambærilegir við þau fög sem
kennd eru á þriðja árinu hér heima. Kennslustjóri
læknadeildar tók við öllum gögnum og kom þeim til
viðkomandi kennara. Þeir samþykktu þetta allir sem
einn og ég gat andað léttar. Langri þrautagöngu var
lokið og ég á leiðinni til Danmerkur.
Eftir tveggja daga siglingu á Norrænu, vænan
skammt af sjóveikistöflum og olíubaðaðan mat, lögð-
um við að nyrst á Jótlandi. Með tuttugu ára gamalt
Höfundur er lœknanemi á 4.ári.
LÆKNANEMINN • 1. tb! 1999, 52. érg.
19