Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 81
með TaqlB, þar sem pcO.OOl, bæði hjá tilfellum og viðmiðum.
Rannsóknin gefur hins vegar til kynna að þarna gætu verið tengsl
á milli, sem ef til vill væri hægt að staðlesta í nýrri rannsókn með
stærra þýði.
FITUSÝRUSAMSETNING FITUEFNA í
RAUÐUM BLÓÐKORNUM BARNSHAFANDI
KVENNA OG SAMSVÖRUN VIÐ
NEYSLUVENJUR
Þórhildur Kristin.sclóttir. Guðrún V. Skúladóttir, Laufey
Steingrímsdóttir og Þórdís Þormóðsdóttir.
Lífeðlisfræðistofnun HÍ, Manneldisráð, Heilsuverndarstöðin í
Reykjavfk
Mataræði barnshafandi kvenna er mikilvægt bæði fyrir útkomu
meðgöngu og heilsufar og þroska afkvæmis. Lífsnauðsynlegu
ómega-6 og ómega-3 fitusýrurnar, línólsýra (18:2n-6) og línólen-
sýra (18:n-3) og afleiður þeirra hafa mikilvægu hlutverki að gegna
í þroska fósturs. Fóstrið er háð því að fá þessar fitusýrur frá móð-
ur í gegnum fylgjuna. Rannsóknir hafa sýnt að styrkur lífsnauðsyn-
legra fitusýra í blóði móður minnkar er á meðgönguna líður. Þetta
á sérstaklega við um DHA (22:6n-3) sem er eitt aðal byggingarefni
í miðtauga- og sjónkerfi. Þetta verkefni er hluti af viðameiri rann-
sókn, þar sem kanna á hvort neysla ómega-3 fitusýra barnshafandi
kvenna og/eða styrkur þeirra í blóði tengist lengd meðgöngu og út-
komu fæðingar. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna samsvörun
við neyslu barnshafandi kvenna og fitusýrusamsetningar í blóði
þeirra.
Þátttakendur þessarar rannsóknar voru 13 konur. í fyrstu mæðra-
skoðun (12.-14. viku meðgöngu) var blóðsýni tekið úr konunum
og þær beðnar um að fylla út spurningahefti. Við mat á neyslu nær-
ingarefna í fæðu var notað sérhannað tölvuforrit, sem þýðir innles-
in gögn, tengir þau við gagnagrunna og reiknar magn fæðu og nær-
ingarefna fyrir hverja barnshafandi konu. Heildarfituefni rauðra
blóðkorna var einangrað með klóróform-ísóprópanol blöndu og
fitusýrur fituefnisins metyleraðar og metýlesterar greindir í gas-
greini. Hugbúnaður frá Hewlett Packard var notaður til stjórnunar
á gasgreini, til gagnasöfnunar og úrvinnslu gagna.
Niðurstöður gefa til kynna að hlutur ómega-3 fitusýra í rauðum
blóðkornum er lægri en 1% hjá helmingi kvennanna í rannsókn-
inni, og að ekki virðist vera samsvörun á milli neyslu ómega-3 fitu-
sýra og innihalds ómega-3 fitusýra í rauðum blóðkornum.
ÁHRIF ÓMEGA-3 FITUSÝRA Á STYRK
BRÁÐFASAPRÓTEINA I HÖMSTRUM
Þórnv Una Olafsdóttir og Ingibjörg Harðardóttir
Rannsóknarstofa í lífefna- og sameindalíffræði, læknadeild, H.I.
Við sýkingar breytist styrkur bráðfasapróteina í blóði. Bráðfasa-
prótein gegna mikilvægu hlutverki í viðbrögðum lífveru við sýk-
ingum, binda m.a. málma, hemja próteasa og taka þátt í að hindra
að bólgusvörun líkamans fari úr böndunum. Omega-3 fitusýrur
minnka bólgumyndun og hafa áhrif á viðbrögð við sýkingum. I
þessari rannsókn voru könnuð áhrif ómega-3 fitusýra á styrk bráð-
fasapróteina í blóði hamstra. Hömstrunum var skipt í þrjá hópa.
Einn hópurinn fékk ólífuolíubætt fæði (ómega-9 fitusýrur), annar
körfublómaolíubætt fæði (ómega-6 fitusýrur) og þriðji fæði bætt
með fiskolíu (ómega-3 fitusýrur). Eftir 4 vikur var helmingur
hamstranna sýktur með endótoxíni og blóðsýni tekin 16 klst sein-
na. Hlutfallslegur styrkur bráðfasapróteina í blóðsýnunum var
ákvarðaður með „Western blotting" mótefnaþreifun og þéttnimæl-
ingu. Kannaður var styrkur fjögurra bráðfasapróteina; C-reaktive
próteins (CRP), al-acidglýkópróteins (al-AGP), al-antitrypsíns
(al-AT) og haptóglóbins. Niðurstöðurnar sýna að endótoxínörvað-
ur styrkur bráðfasapróteina t blóði hamstra sem fengu ómega-3 eða
ómega-6 fitusýrubætt fæði var hærri en hjá hömstrum sem fengu
fæði bætt með ómega-9 fitusýrum. Styrkur CRP var 84% hærri í
ómega-6 hópnum og 66% hærri í ómega-3 hópnum en í ómega-9
hópnum. Styrkur al-AGP var 54% hærri í ómega-6 hópnum og
15% hærri í ómega-3 hópnum, styrkur haptóglóbins 29% hærri í
ómega-6 hópnum og 55% hærri í ómega-3 hópnum og styrkur al-
AT 12% hærri í ómega-6 hópnum og 68% hærri í ómega-3 hópn-
um en í ómega-9 hópnum. Niðurstöðurnar sýna því að fæði bætt
með körfublómaolíu og fiskolíu eykur meira styrk bráðfasa-
próteina í blóði við sýkingu heldur en ólífuolíubætt fæði og gæti
þannig aukið færni í að hemja bólgusvörun.
LÆKNANEMINN • 1
tbl. 1999, 52. árg.
77