Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 81

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 81
með TaqlB, þar sem pcO.OOl, bæði hjá tilfellum og viðmiðum. Rannsóknin gefur hins vegar til kynna að þarna gætu verið tengsl á milli, sem ef til vill væri hægt að staðlesta í nýrri rannsókn með stærra þýði. FITUSÝRUSAMSETNING FITUEFNA í RAUÐUM BLÓÐKORNUM BARNSHAFANDI KVENNA OG SAMSVÖRUN VIÐ NEYSLUVENJUR Þórhildur Kristin.sclóttir. Guðrún V. Skúladóttir, Laufey Steingrímsdóttir og Þórdís Þormóðsdóttir. Lífeðlisfræðistofnun HÍ, Manneldisráð, Heilsuverndarstöðin í Reykjavfk Mataræði barnshafandi kvenna er mikilvægt bæði fyrir útkomu meðgöngu og heilsufar og þroska afkvæmis. Lífsnauðsynlegu ómega-6 og ómega-3 fitusýrurnar, línólsýra (18:2n-6) og línólen- sýra (18:n-3) og afleiður þeirra hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þroska fósturs. Fóstrið er háð því að fá þessar fitusýrur frá móð- ur í gegnum fylgjuna. Rannsóknir hafa sýnt að styrkur lífsnauðsyn- legra fitusýra í blóði móður minnkar er á meðgönguna líður. Þetta á sérstaklega við um DHA (22:6n-3) sem er eitt aðal byggingarefni í miðtauga- og sjónkerfi. Þetta verkefni er hluti af viðameiri rann- sókn, þar sem kanna á hvort neysla ómega-3 fitusýra barnshafandi kvenna og/eða styrkur þeirra í blóði tengist lengd meðgöngu og út- komu fæðingar. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna samsvörun við neyslu barnshafandi kvenna og fitusýrusamsetningar í blóði þeirra. Þátttakendur þessarar rannsóknar voru 13 konur. í fyrstu mæðra- skoðun (12.-14. viku meðgöngu) var blóðsýni tekið úr konunum og þær beðnar um að fylla út spurningahefti. Við mat á neyslu nær- ingarefna í fæðu var notað sérhannað tölvuforrit, sem þýðir innles- in gögn, tengir þau við gagnagrunna og reiknar magn fæðu og nær- ingarefna fyrir hverja barnshafandi konu. Heildarfituefni rauðra blóðkorna var einangrað með klóróform-ísóprópanol blöndu og fitusýrur fituefnisins metyleraðar og metýlesterar greindir í gas- greini. Hugbúnaður frá Hewlett Packard var notaður til stjórnunar á gasgreini, til gagnasöfnunar og úrvinnslu gagna. Niðurstöður gefa til kynna að hlutur ómega-3 fitusýra í rauðum blóðkornum er lægri en 1% hjá helmingi kvennanna í rannsókn- inni, og að ekki virðist vera samsvörun á milli neyslu ómega-3 fitu- sýra og innihalds ómega-3 fitusýra í rauðum blóðkornum. ÁHRIF ÓMEGA-3 FITUSÝRA Á STYRK BRÁÐFASAPRÓTEINA I HÖMSTRUM Þórnv Una Olafsdóttir og Ingibjörg Harðardóttir Rannsóknarstofa í lífefna- og sameindalíffræði, læknadeild, H.I. Við sýkingar breytist styrkur bráðfasapróteina í blóði. Bráðfasa- prótein gegna mikilvægu hlutverki í viðbrögðum lífveru við sýk- ingum, binda m.a. málma, hemja próteasa og taka þátt í að hindra að bólgusvörun líkamans fari úr böndunum. Omega-3 fitusýrur minnka bólgumyndun og hafa áhrif á viðbrögð við sýkingum. I þessari rannsókn voru könnuð áhrif ómega-3 fitusýra á styrk bráð- fasapróteina í blóði hamstra. Hömstrunum var skipt í þrjá hópa. Einn hópurinn fékk ólífuolíubætt fæði (ómega-9 fitusýrur), annar körfublómaolíubætt fæði (ómega-6 fitusýrur) og þriðji fæði bætt með fiskolíu (ómega-3 fitusýrur). Eftir 4 vikur var helmingur hamstranna sýktur með endótoxíni og blóðsýni tekin 16 klst sein- na. Hlutfallslegur styrkur bráðfasapróteina í blóðsýnunum var ákvarðaður með „Western blotting" mótefnaþreifun og þéttnimæl- ingu. Kannaður var styrkur fjögurra bráðfasapróteina; C-reaktive próteins (CRP), al-acidglýkópróteins (al-AGP), al-antitrypsíns (al-AT) og haptóglóbins. Niðurstöðurnar sýna að endótoxínörvað- ur styrkur bráðfasapróteina t blóði hamstra sem fengu ómega-3 eða ómega-6 fitusýrubætt fæði var hærri en hjá hömstrum sem fengu fæði bætt með ómega-9 fitusýrum. Styrkur CRP var 84% hærri í ómega-6 hópnum og 66% hærri í ómega-3 hópnum en í ómega-9 hópnum. Styrkur al-AGP var 54% hærri í ómega-6 hópnum og 15% hærri í ómega-3 hópnum, styrkur haptóglóbins 29% hærri í ómega-6 hópnum og 55% hærri í ómega-3 hópnum og styrkur al- AT 12% hærri í ómega-6 hópnum og 68% hærri í ómega-3 hópn- um en í ómega-9 hópnum. Niðurstöðurnar sýna því að fæði bætt með körfublómaolíu og fiskolíu eykur meira styrk bráðfasa- próteina í blóði við sýkingu heldur en ólífuolíubætt fæði og gæti þannig aukið færni í að hemja bólgusvörun. LÆKNANEMINN • 1 tbl. 1999, 52. árg. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.