Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 86
Ársreikningur Ráðningarkerfis Félags Læknanema veturinn
1998 - 1999
Tekjur: Greidd ráðningargjöld =>190.000 kr.
Sektir 10.000 kr.
Útistandandi ráðningargjöld =112.600 kr.
fllls 312.690 kr.
Gjöld: Símakostnaður, ritföng, gíróseðlar o.fl. 46.108 kr.
Tekjur umfram gjöld =266.500 kr.
Að lokum vil ég sérstaklega þakka Steinarri Björnssyni og Þor-
varði Jóni Löve fyrir gott samstarf á liðnu skólaári og óska ég
Steinarri góðs gengis í starfi ráðningarstjóra.
Helgi Þór Hjartarson
YFIRLIT YFIR STARFSEMI FULLTRÚARÁÐS
September: Farnar voru tvær ferðir. Allir árgangar fóru í Is-
landsbanka í byrjun september, það var frekar illa mætt í þessa ferð
og ástæðan líklega sú að hluti nemenda var ekki byrjaður að mæta
í skólann. Síðar í mánuðnum var hópnum skipt í tvennt og fór ann-
ar helmingurinn í VÍS en hinn í Ásgeir Thorarensen.
Október: Hin árlega haustferð var að þessu sinni til Stykkis-
hólms þar sem spftalinn var skoðaður, einnig voru heilsugæslu-
stöðvarnar í Borgarnesi og Olafsvík heimsóttar. Siglt var um
Breiðafjörðinn og borðaður skelfiskur o.fl.
Nóvember: St. Jósefsspítali í Hafnarfirði heimsóttur.
Janúar: 1. og 2. ár skoðuðu aðstöðu Gigtarféiagsins og síðar
einnig Heilsuhúsið. Seinna í mánuðnum var svo farið á fjóra staði
þar sem fyrirtækin sem tóku á móti okkur gátu ekki tekið við stór-
um hópum.
Fyrirtækin sem heimsótt voru: Lyfja, Hrafnista Hafnarfirði, það-
an sem fólk kom með undirritaða ráðningarsamninga, Flaga og
Taugagreining. Á eftir var boðið upp á pizzur á Astró.
Febrúar: Árshátíðin var haldin 4. febrúar (fyrsta fimmtudag í
feb. að venju) í Þórshöll. Um 245 manns mættu, líklega aldrei ver-
ið betri þáttaka. Miðaverði var stillt í hóf, 2500 b'. fyrir félags-
menn. Olafur Olafsson fyrrverandi landlæknir var heiðursgestur og
Hannesi Petersen voru veitt kennsluverðiaun. Brugðið var út af
þeirri venju að láta hljómsveit sjá um tjörið, í staðinn var Páll Osk-
ar ráðinn plötusnúður kvöldsins og var fólk almennt mjög ánægt
með hvernig til tókst.
Feb/mars: Heilsuhælið í Hveragerði skoðað, partý á eftir og
boðið upp á bollu. Því miður var mjög dræm mæting. Seinni part-
inn í mars var farið í tvískipta vísindaferð. 3.-6. ár fór í Stoð hf. þar
sem mjög vel var tekið á móti okkur. 1. og 2. árið heimsótti Skjól.
Mæting hjá báðum hópunum var frekar dræm og líklega einhver
prófskrekkur kominn í fólk.
Það hefur verið stefna fulltrúaráðs í gegnum tíðina að tímasetja
vísindaferðir þannig að sem flestir árgangar geti verið með og
reynt að hafa þær ekki rétt á undan prófum. Að sjálfsögðu er aldrei
hægt að gera öllum til hæfis og hefur sumum þótt ferðirnar heldur
fáar. í vetur hefur þegar verið farið í Bláa lónið og heilsugæsluna
og sjúkrahúsið í Keflavík. Að þessu sinni var farið til Vestmanna-
eyja í hina árlegu haustferð og tókst vel til. Eftir Eyjaferðina hefur
verið farin ein ferð.
F. hönd fulltrúaráðs
Kristín Pálsdóttir.
82
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg