Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 76
Ályktun: Þessar tvær hjúpgerðir, sem við notuðum í okkar til-
raunum, hjúpgerð 1 og B eru mun meinvirkari en flestar fyrri hjúp-
gerðir, sem prófaðar hafa verið. Þannig hafa fyrri hjúpgerðir vaxið
mun hægar í lungum en lærum, og virkni lyfjanna hefur lfka verið
minni í lungum en lærum. Það kemur heim og saman við það sem
talið er, að B-laktam lyf virki betur á sýkla í hröðum vexti. Það sem
hins vegar er erfiðar að skýra er sambærileg verkum PCN og CRO,
þar sem búast hefði mátt við meiri verkun CRO eins og í fyrri til-
raunum. Þetta undirstrikar en freakar að verkun sýklalyfja á
pneumokokka er mjög mismunadi eftir hjúpgerðum.
TÆKIFÆRISSÝKINGAR f
ALNÆMISSJÚKLINGUM Á ÍSLANDI
Inga Sif Olafsdóttir. stud. med.JJ. Már Kristjánsson21.
Haraldur Briem”, Gunnar Gunnarsson4*, Sigríður Hugrún Rfkarðs-
dóttir21, Sigurður Guðmundsson", Sigurður B. Þorsteinsson4’.
"Læknadeild Háskóla íslands; 2lSjúkrahúsi Reykjavikur; 3lLand-
læknisembættinu; “’Landsspítalanum.
Inngangur: Tækifærissýkingar og illkynja sjúkdómar eru fylgi-
kvillar HIV smits. Tækifærissýkingar koma fram þegar ónæmis-
kerfið er orðið veiklað og marka upphaf alnæmis hjá HiV smituð-
um. I rannsókninni voru gögn íslenskra alnæmissjúklinga yfirfarin
og tíðni, röð, eðli og meðferð sýkinganna könnuð.
Aðferðir: Rannsóknarhópinn skipa allir ísienskir alnæmissjúk-
lingar (n=50) en 5 þeirra uppfylltu ekki greiningarskilmerki og var
því sleppt. Rannsóknin var unnin í samvinnu við lækna alnæmis-
sjúklinganna. Gögnin voru yfirfarin og upplýsingar skráðar sam-
kvæmt spurningarlista sem lagður var til grundvallar. Gögn voru
sett upp í SPSS tölfræðiforriti og niðurstöðum lýst með lýsandi töl-
fræði.
Niðurstöður: Candidiasis í véiinda er bæði algengasta fyrsta
tækifærissýking (37,8%) og önnur tækifærissýking (26,7%) en
Pneumocystis carinii lungnabólga er næst algengust (35,6%) og
(20,0%). Við þriðju tækifærissýkingu er Cytomegalovirus retinitis
(26,9%) algengust og Candidiasis í vélinda næstalgengust (23,1 %).
13 sjúklinganna fengu tvær tækifærissýkingar samtímis við grein-
ingu alnæmis og var algengast að Candidiasis í vélinda og
Pneumocystis carinii lungnabólga kæmu samtímis (38,5%). Frek-
ar úrvinnsla gagna stendur yfir.
Efnisskil: Frumniðurstöður sýna að Candidiasis í vélinda og
Pneumocystis carinii lungnabólgur eru algengustu fyrstu tækifær-
issýkingarnar. Rannsóknir frá Bandarfkjunum og Danmörku sýna
að þar er Pneumocystis carinii lungnabólga langalgengasta fyrsta
tækifærissýkingin (35,9% og 52,0%*). Nærri 30% íslenskra al-
næmissjúklinga fá Candidiasis í vélinda og Pneumocystis carinii
lungnabólga samtímis. Því er nauðsynlegt að læknar hafi ávallt
báða sjúkdómana f huga komi annar fram. Rannsóknir sýna að
tíðni tækifærissýkinga fer lækkandi með betri HIV meðferð en þær
eru samt sem áður aðal dánarorsök alnæmissjúklinga.
*Danska tíðnitalan er fengin með annars konar útreikningum og
því ekki að fullu samanburðarhæf.
ÁHRIF ETANÓLS OG ALDURS Á
KOLOXÍÐMETTUN BLÓÐRAUÐA VIÐ
BANVÆNAR KOLOXÍÐEITRANIR
Ingólfur Rögnvaldsson. Jakob Kristinsson, Gunnlaugur Geirsson
Rannsóknarstofa í réttarlæknisfræði
Þrátt fyrir að verkunarháttur koloxíðs (CO) við eitranir sé vel
þekktur er lítið vitað um samverkun þess og etanóls. Niðurstöður
dýratilrauna hafa verið misvfsandi, ýmist sýnt samverkandi áhrif,
engin áhrif eða etanól dragi úr eiturhrifum koloxíðs. Nokkuð al-
gengt er hér á landi að menn svipti sig lífi með því að anda að sér
útblásturslofti bifreiða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að at-
huga hvort finna mætti vísbendingar í gögnum um þessi dauðsfö'.l
hvernig samverkun etanóls og koloxíðs sé háttað. Einnig var kann-
að hvort hvort samband væri milli aldurs og koloxíðmettunar blóð-
rauða.
Farið var í gegn um gögn R.HÍ. frá tímabilinu 1985-1999. Um
var að ræða krufningaskýrslur, niðurstöður réttarefnafræðilegra
rannsókna og lögregluskýrslur. 92 tilfelli voru tekin í rannsóknina
og voru skráðar upplýsingar um aldur, kyn, endurlífgunartilraunir,
rotnun, aikóhól í blóði og þvagi, sjálfsvígsaðferð, HbCO%, með-
virkandi sjúkdóma og annað sem skipt gæti máii. Gögnin voru síð-
an flokkuð og unnið úr þeim tölfræðilega.
Ekki fannst samband milli aldurs og lokamettunar blóðrauða (P
» 0.05 ). Þegar þeir einstaklingar sem höfðu etanól í blóði voru
skoðaðir kom fram veik fylgni milli HbCO% og magn etanóls í
blóði (R2 = 0.137) og var hún rétt innan þeirra marka að teljast töl-
fræðilega marktæk (P=0.048).
Niðurstöður þessar benda frekár til þess að etanól hafi frekar
verndandi en samverkandi áhrif í koloxíðeitrunum og lokamettun
blóðrauða verði hærri en ella vegna aukins þols gegn því. Nauð-
synlegt er að kanna önnur gagnasöfn til að sjá hvort áhrif þessi séu
raunveruleg.
LEIT AÐ PRÓTEIN-PRÓTEIN BINDINGUM
VIÐ SKN-1 GENIÐ
Jón Asgeir Bjarnason Stud.Med. Bogi Andersen,
aðstoðarprófessor í University of California, San Diego.
-Dæmi um „transcription factor“ (umritunarþátta) fjölskyldu er
„POU domain“. Skn-1 genið er einmitt í henni, en það gen hefur
virst vera nauðsynlegt til að húðfrumur sérhæfist eðlilega í fóstur-
þróun músa. A undanförnum árum hefur það sýnt sig að flestir
transscription factorar vinna saman með co-factorum sem taka þátt
í og hafa áhrif á stjórnun umritunar.
Tilgangur þessa verkefnis var að finna slíka co-factora með því
að finna þau prótein sem bindast próteini Skn-1 gensins. Sú aðferð
sem til þess var notuð er á ensku kölluð „yeast two hybrid system”.
Endanlegar niðurstöður fengust ekki, þó eitt óþekkt gen hafi
verið klónað sem lofar góðu um framhald.
72
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.