Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 48
Igrædd
hjartarafstuðstæki -
valkostur við meðferð sleglatakttruflana
Davíð O. Arnar
Segja má að á undanförnum 1-2 áratugum hafi orð-
ið bylting í meðferð hjartsláttartruflana. Við höfum,
að við höldum, öðlast betri skilning á notagildi og
takmörkunum lyfja við hjartsláttartruflunum.
Leiðslubandabrennsla (ablation) hefur gjörbreytt því
hvernig við meðhöndlum sjúklinga með ofanslegla
takttruflanir (supraventricular tachycardia) og miklar
framfarir hafa orðið í gangráðstækni. Igrædd hjart-
arafstuðstæki (implantable cardioverter defibrilla-
tors) eru nýr valkostur við lyfjameðferð þegar með-
höndla á hraðatakta í sleglum. Þessi tæki hafa það
hlutverk að greina og meðhöndla hjartsláttartruflanir
í sleglum.
Abendingum fyrir ígræddum hjartarafstuðstækjum
hefur fjölgað á undanförnum árum og því líklegt að
notkun slíkra tækja muni aukast í framtíðinni. Með
það í huga er sennilegt að læknar muni í vaxandi
mæli fást við sjúklinga sent hafa ígrædd hjartaraf-
stuðstæki og þar af leiðandi nauðsynlegt fyrir aðra en
hjartalækna að kunna á þeim einhver skil.
SÖGULEGT YFIRLIT
Hugntyndin að ígræddum hjartarafstuðstækjum
kviknaði fyrst árið 1966 hjá vinnuhópi undir stjórn
Michel Mirowski við Johns Hopkins háskólann í
Baltimore. Þróun þessa tækis tók langan tíma og var
það ekki fyrr en 1980 að fyrsti sjúklingurinn fékk
ígrætt hjartarafstuðstæki (1). í upphafi voru tækin
nokkuð frumstæð og þurfti opna hjartaaðgerð til að
koma rafskautsspöðunum fyrir á yfirborði hjartans.
Síðan hafa tækniframfarir í þessum ígræddu hjart-
arafstuðstækjum verið örar og árið 1988 var svo
komið að mögulegt var að forrita tækin eftir ígræðslu
í sjúklinga og breyta þannig meðferðarprógramminu
Höfundur er sérfrœðingur í lyflcekningum og hjarta-
sjúkdómum á Landspítalanum
í samræmi við breytingar á hjartsláttartruflunum
sjúklinganna. Árið 1990 var farið að nota leiðslur
sem lagðar voru inn í neðanviðbeinsbláæð (v.
subclaVia) í brjóstholi og þeim beint þaðan niður til
hjartans. Var það mikilvægur áfangi þar sem þetta
auðveldaði skurðaðgerðir til muna, enda þurfti ekki
að opna brjóstholið sem dró úr tíðni fylgikvilla af að-
gerðinni. Rafstuðstækinu sjálfu var komið fyrir undir
húð í kviðnum og leiðslur leiddar undir húð að neð-
anviðbeinsbláæð. Frá 1995 hefur ígræðslan farið
þannig fram að hjartarafstuðstækið er sett undir húð á
brjóstsvæði (regio pectoralis), líkt og gert er með
gangráði. Nálgast tíðni fylgikvilla af ígræðslu hjart-
arafstuðstækja núna þá lágu tíðni sem er af fylgikvill-
um gangráðsígræðslu.
STARFSEMI ÍGRÆDDS GANGRÁÐSTÆKIS
ígrætt hjartarafstuðstæki samanstendur af málm-
boxi (generator) og leiðslu. I málmboxinu, sem er úr
títan, er tölva sem stýrir starfsemi tækisins. Þar er ein-
nig að finna rafhlöðuna sem knýr tölvuna. Að auki
eru í tækinu þéttar (capacitors) sem hlaðnir eru upp í
750 volt og eru orkugjafi fyrir rafstuð. Við ígræðsl-
una á hjartarafstuðstækinu er sett ein eða fleiri leiðsl-
ur niður til hjartans. Þær hafa það hlutverk að hlera
takt hjartans og jafnframt gefa rafstuð reynist þess
þörf. Auk þess geta þær gangstillt (pacing) hjartað.
Rafhlaðan endist gjarnan í u.þ.b. 4-7 ár, þó fer það
eftir því hversu oft rafstuðum er beitt. Að loknum
endingartíma rafhlöðunnar þarf að skipta um box. en
leiðslan dugar oftast mun lengur.
Nú eru yfir 95% af hjartarafstuðstækjum ígrædd í
einfaldri skurðaðgerð þar sem skorið er ofarlega á
brjóstsvæðinu, tækið sett undir húð og leiðslan leidd
í gegnurn bláæð niður til hjartans. I aðgerðinni verð-
ur að kanna hvort rafstuðstækið er í stakk búið til að
venda sjúklingi yfir í sínustakt ef með þarf. í þeim til-
44
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.