Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 7
oft verið rætt innan deildarinnar um að hluti þess sem
þar er kennt á fyrstu tveimur árum ætti ekki síður
heima í framhaldsskólum og Háskólinn gæti gert þá
kröfu að tiltekin efni væru þegar á valdi stúdenta við
innritun í deildina. Eg er sammála þessu sjónarmiði.
Mjög nauðsynlegt er að gefa aukið rými fyrir klínís-
ka nálgun sem fyrst í náminu, þ.e. strax á fyrsta ári og
er það ein af meginbreytingum sem námsskrá lækna-
deildar þarfnast. Auk þess höfum við oft reynt að
tengja betur saman grunnfög og klínísk fög í deild-
inni en því miður hefur okkur ekki tekist sem skyldi
og hlotið réttmæta gagnrýni fyrir. Þarna er á ferðinni
alþjóðlegt vandamál sem mjög margir læknaskólar
hafa glímt við með misjöfnum árangri. Þetta vanda-
mál þarfnast þvf endurskoðunar.
VALFRELSI í NÁMINU
Enginn vafi er á því að eitt hið besta sem við höf-
um gert fyrir læknanám á Islandi undanfarin ár er
rannsóknarverkefni 4. árs. Það hefur tekist mjög vel
og mörg verkefna birst í innlendum og erlendum
læknatímaritum. Fjölbreytnin hefur verið mikil, verk-
efnin hafa verið hvati kennara læknadeildar til rann-
sókna og langflest verkefnanna hafa ekki verið svo-
nefnd „stúdentaverkefni” heldur verkefni sem ljóst er
að kennarar hefðu fyrr eða síðar gert sjálfir hefðu þeir
haft tækifæri til. Aður hafði verið boðið upp á lengra
rannsóknarnám, BS og síðar MS, sem margir hafa
nýtt sér og flest þau verkefni orðið að rannsóknum
með alþjóðlegri skírskotun. Doktorsnámi vex líka
fiskur um hrygg. Að öðru leyti er nám í Iæknadeild
kjarnanám og býður ekki upp á neitt valfrelsi. Þetta
hefur verið til umræðu lengi í deildinni og verið bent
á kosti þess að íslenskir læknar væru ekki allir steypt-
ir í sama mótið. Ljóst er að aðrar deildir Háskólans
bjóða upp á ýmis námskeið og kúrsusa sem gagnast
gætu læknum mjög vel. Má þar nefna stjórnun, viða-
meira tölfræðinám, nám í tölvunarfræði, siðfræði,
heimspeki og svo mætti lengi telja. það væri meira að
segja læknum ekki til vansa að auka fjölbreytni
læknanámsins með kúrsusum í bókmenntum, sögu
eða tónlist svo eitthvað sé nefnt. Vandinn við þetta
hefur verið sá að ekki hefur náðst samkomulag um
hverju ætti að skipta út. Við endurskoðun námskrár
læknadeildar fyrir um það bil 10 árum var mikið
reynt að stytta nám í ýmsum fögum, t.d. með fækkun
fyrirlestra, m.a. til að afla rýmis til valfrelsis. Fyrir-
lestrafækkun náði einna helst fram að ganga í lyf-
lækningum og skurðlækningum en gekk síður í öðr-
um greinum. Þessi sjónarmið voru endurvakin fyrir
fáeinum misserum og er enginn vafi á því að þetta at-
riði er meðal heillandi og áhugaverðra verkefna sem
bíða endurskipulagningar.
PRÓFIN
Próffyrirkomulag læknadeildar er á þann veg að
venjulega eru tekin skrifleg próf eftir hvert námskeið
eða að lokinni umfjöllun hvers fags. Munnleg próf
eru nær engin nema í lok 6. árs. Engin heildræn eða
samtvinnuð próf eru haldin og ég held að því megi
halda fram að próffyrirkomulag okkar miðist fremur
að prófaminni og námsskerpu fremur en skilningi til
úrlausnar vandamála. A þessu eru vissulega undan-
tekningar og má þar nefna klínísk próf á 6. ári. All-
nokkur umræða hefur verið um að koma á heildræn-
um prófum sem prófuðu víða úr námsefni á sama
tíma. Tillögur hafa komið fram, óformlegar að vísu,
um slík próf í lok 2., 4. og 6. árs. Slík próf eru að
sjálfsögðu mjög viðamikil og kosta mikinn tíma og
vinnu þannig að þau séu vel úr garði gerð. Einnig er
nauðsynlegt að staðla slík próf og hafa mælikvarða á
gildi þeirra. Því höfum við velt fyrir okkur að áhuga-
vert væri að Ieita til erlendra pról'gerðastofnana um
aðgang og kaup á slíkum stórum prófum. Ljóst er að
læknisfræði er alþjóðlegt fag og mun skynsamlegra
er að keppa að þessu leyti við erlenda háskóla fremur
en innbyrðis eða í reynd ekki við neitt eins og hér
gildir innanlands. Þess ber að geta að hluti hvers út-
skriftarárgangs tekur eitt slíkt alþjóðlegt próf sem lagt
er fyrir deildarlækna á lyflækningadeildum á 1. og 2.
ári eftir útskrift (In-Training Examination) og hefur
það yfirleitt gengið vel.
MEÐALALDUR LÆKNANEMA
Ýmsir hafa bent á að íslenskir læknar séu eldri en
læknar nágrannalanda við útskrift úr læknaskóla.
Læknanám hér á landi er þó síst lengra en í flestum
nágrannalöndum (að undanskildum Bandaríkjunum).
Flestir unglæknar í nálægum löndum eru á aldrinum
25-28 ára og skera íslenskir læknar sig ekki þar veru-
lega lir. Þó svo að það verði seint hlutverk mitt að
kveða upp úr um kosti og galla hins íslenska skóla-
kerfis er ljóst að stúdentsaldur á Islandi er hár og
mætti vafalítið Iækka hann um eitt til tvö ár að
ósekju.
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg
7