Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 66
Efasemda- og
nemaspj all
Aður flutt í lítt breyttu formi í Isleudingaútvarp-
inu í Uppsölum 28. apríl 1991 undir heitinu efa-
semdaspjall og s.hl. árs 1997 í Jóni Rúgmanni,
blaði Islendingafélagsins í Uppsölum, undir heitinu
nema- og efasemdaspjall.
Fyrir nokkrum árum þegar ég las sálfræði við Há-
skóla Islands gerðist það stundum að fólk á förnum
vegi sagði við mig hálf óttaslegið í spurnartóni - „já,
og þú getur þá lesið persónuleikann, séð bara alveg í
gegnum mann!?“. Ég vissi aldrei hverju ég átti að
svara. Ef ég neitaði kallaði það á útskýringar sem
hvorki var vænst né tími vannst til að gefa. Ef ég á
hinn bóginn samþykkti átti ég á hættu að einangrast
félagslega. Erfið staða fyrir ungan háskólastúdent.
Enda fór það svo að ég hætti í sálfræði og fór í lækn-
isfræði. Mun öruggari grein, eða svo hélt ég a.m.k.
Brátt fór ég að efast því nú tóku við allskonar spurn-
ingar um heilsuleysi og sjúkdóma. I byrjun svaraði ég
því til að ég væri nú svo stutt kominn í námi að viss-
ara væri að fara til læknis. Seinna þegar almennu
læknanámi var lokið sagðist ég vera svo óreyndur að
vænlegra væri að tala við einhvern reyndari lækni.
Loksins þegar út í framhaldsnám var komið svaraði
ég oft að vandinn væri eiginlega ekki á mínu sérsviði
og því öruggara að spyrja einhvern sem væri yngri og
hefði nýlega lært um þetta eða þá bara að fara til sér-
fræðings.
Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að sál-
fræðingar og geðlæknar eru ekki eitt og hið sama.
Geðlæknir er læknir sem hefur sérmenntað sig í geð-
læknisfræði en sálfræðingur lærir sína sálfræði án
þess að verða fyrst læknir. Sálgreinir eða sálgreinandi
er svo sérstakt fyrirbæri, þann titill fá menn eða taka
sér eftir að hafa farið sjálfir í gegnum sálgreiningu og
numið fræði þar að lútandi, sem í flestum tilvikum
Höfundur er sérfrœðingur í taugalœkningum á
Landspítalanum.
Haukur Hjaltason
eru djúpsálarfræðikenningar Freuds, stundum með
tilbrigðum lærisveina hans eða annarra fylgisveina.
Oftast eru sálgreinendur geðlæknar, sjaldan sálfræð-
ingar. Ef einhverja er að óttast varðandi það að við-
komandi verði sálgreindur og persónuleikinn lesinn
sundur og saman eru það geðlæknar. Miklu síður að
sálfræðinemar eins og ég var f „den“ séu skeinuhætt-
ir í þessu tillliti. Auk þess hreifst ég aldrei sérstaklega
af kenningu Freuds, fannst hún loðin, og ómarkviss
sem leiðarstjarna í klínísku starfi en kannski þó
skemmtileg sem vangaveltuspeki um lífið í einhverri
almennri merkingu, kannski meira bókmenntir en
vísindi. Eða eins og Borges, argentíska skáldið,
komst að orði „...kenning Freuds væri klámfengið
tilbrigði við hugarburðarskáldsögu.“.
Önnur spruning sem oft var beint til mín sem sál-
fræðinema var sú hvort sálfræðinemar væru ekki all-
ir skrýtnir. Ég vissi aldrei almennilega hverju ég átti
að svara. Af ótta við svar fólks hætti ég ekki á að
spyrja hvort það teldi mig undarlegan, reyndi þess í
stað að flækja málið med þeirri spurningu hvort nám-
ið gerði sálfræðinema skrýtna eða hvort þeir hefðu
verið skrýtnir áður og þess vegna hafið þetta nám. Ég
veit ekki hverju það sætir en eftir að ég byrjaði í
læknisfræðinni hætti fólk svo alveg að spyrja hvort
við skólasystkinin værum skrýtin. Kannski var ég þá
ekki lengur skrýtinn eða að það var bara öllum aug-
ljóst og því óþarft að spyrja. Ég held reyndar að ég
hafi alltaf verið jafn skringilega eðlilegur burt séð frá
því í hvaða námi ég hef verið. Það er bara svo að fólk
er dregið í dilka sem vissir fordómar loða við. Sál-
fræðinemar eru taldir skrýtnir, en læknastúdentar
ekki. Á sama hátt er læknastúdentinn í hugum margra
virðulegur karlmaður. I náminu gátu aðstæður stund-
um orðið skondnar þegar sjúklingurinn ávarpaði mig,
nemann, sem lækni, en konuna, lækninn mér við hlið,
sem hjúkrunarkonu. Sérstaklega gat orðið erfitt að
koma rosknum sjúklingum í skilning um hið rétta.
62
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.