Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 37
Heila- og mænusigg Multiple sclerosis Linda Beate Johnsen INNGANGUR Heila- og mænusigg (multple sclerosis - MS) er sjúkdómur sem einkennist af endurteknum einkenn- um frá miðtaugakerfinu (MTK) vegna bólgusvörunar þar, sem talin er stafa af truflun í ónæmiskerfinu. Um er að ræða staðbundna bólgu á einu eða fleiri heila- svæðum sem leiðir til eyðileggingar á mýlildisslíðr- inu sem umlykur og einangrar taugafrumurnar. Skemmdir á mýlildisslíðri draga úr eða hamla tauga- ieiðni. Sjúkdómseinkennin koma yfirleitt í köstum og eru háð staðsetningu bólguskellanna. Köstin eru mis- tíð og sjúkdómsgangur einstaklingsbundinn. I þessari grein er sagt frá faraldsfræði, klínískum einkennum, sjúkdómsgangi og horfum í MS sjúk- dómnum auk umræðu um meðferðarmöguleika. Að því loknu er lýst sjúkrasögu þriggja einstaklinga þar sem sagan endurspeglar mismunandi sjúkdómsform. FARALDSFRÆÐI MS sjúkdómurinn er útbreiddastur á svæðum sem víkingarnir komu til eða settust að, þ. e. á íslandi, í Skandinavíu, Bretlandi, Norður Ameríku, Kanada, Astralíu og á Nýja Sjálandi. Þannig gætu erfðaþættir útskýrt útbreiðsluna og erfðamynstrið virðist helst líkjast fjölgenaerfðum (1,2). Þessi lönd liggja á tem- pruðum svæðum jarðar. Komið hafa fram tilgátur um áhrif sólarljóss á tíðni sjúkdómsins því að útfjólublá- ir geislar hafa hamlandi áhrif á þann hluta ónæmis- kerfisins sem tengist sjálfsofnæmissjúkdómum, þ.e. T- frumuvirkni og síðkomið ofsanæmi (delayed hypersensitivity) (3). Aðrir telja, að MS sé sjaldgæf- ur fylgifiskur algengra sýkinga í samfélaginu. Far- öldrum af MS hefur í örfáum tilfellum verið lýst á einangruðum svæðum, til dæmis í Færeyjum, og þar hafa komið fram tilgátur um að einhvers konar sýk- ing hafi borist í samfélagið með breska hernum á stríðsárunum (2,4). Sama gerðist ekki þegar breskir, kanadískir og bandarískir hermenn komu til íslands (5). Tilgátur hafa komið fram um að mataræði hafi hér áhrif, þ.e. mikil neysla orkumikillar fæðu og dýrafitu samhliða lítilli neyslu á ávöxtum, korni og grænmeti auki líkurnar á að fá MS (6). Enginn einn þáttur virðist geta útskýrt útbreiðsluna. MS greinist oftast í ungu fólki. Meðalaldur við fyrstu einkenni er 29 ár. Toppur er við 22-23 ára ald- ur hjá konum og 25 ára hjá körlum. Þessi munur á aldurstoppum kynjanna hefur m.a. verið skýrður með mismun á kynþroskaaldri. Konur hafa nánast tvöfald- ar líkur á að fá MS miðað við karla (1,9:1). Svipaður munur sést einnig við aðra sjálfofnæmissjúkdóma, t.d. rauða úlfa (SLE) (7). Tíðni MS er mishá eftir löndum eins og sést í töflu 1. KLÍNÍSK EINKENNI MS sjúkdómurinn versnar yfirleitt í köstum. Sjúk- dómsgangurinn er gjarnan flokkaður í þrennt. í fyrs- ta lagi bakslaga-hjöðnunar gerð (remitting-relaps- ing), þar sem einkennin ganga alveg eða að verulegu leyti til baka eftir hvert kast. I öðru lagi bakslaga-eln- unargerð (progressive-relapsing), þar sem hægfara en stöðug versnun verður á einkennum á milli kasta og loks hafa 20 % sjúklinganna stöðuga versnun frá upp- hafi (primary progressive). Hjá mörgum þróast bak- slaga-hjöðnunargerð yfir í stöðuga versnun með tím- anum (7). I rannsókn sem gerð var á klínískum einkennum hjá 1000 sjúklingum í London (7), kom í Ijós að upp- hafseinkenni MS hjá þeim voru eftirfarandi: Linda er lœknanemi á 6. ári, LÆKNANEMINN • 1. tbi. 1999, 52. árg. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.