Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 75

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 75
Efniviður og aðferðir: Rannsökuð voru 18 börn með greining- una ósæðarþrengsli. Viðraiðunarhópur var fenginn með því að para tiltekinn sjúkling við heilbrigðan einstakling með samsvarandi yf- irborðsflatarmál. Rannsóknin fólst í víðtækri hjartaómskoðun, þar sem mæld voru þvermál og flatarmál lokanna ásamt því að leggja mat á byggingu þeirra. Doppler ómskoðun var gerð og rennslis- hraði metinn á þremur stöðum, þ.e. yfir míturloku, ósæðarloku og 1 ósæðarboga. Niðurstöður: Stærðir míturlokunnar mældust marktækt minni hjá börnum er gengist hafa undir aðgerð vegna ósæðarþrengsla í samanburði við viðmiðunarhóp; þverflatarmál lokunnar (miðgildi 1,94 vs 2,82 cm2, p<0,0001), þvermál eftir lengdarási lokunnar (2,22 vs 2,77 cm, p<0,0001) og þvermál þvert á lengdarás hennar (1,14 vs 1,24 cm, p=0,02). Hámarks rennslishraði yfir lokuna var einnig marktækt hærri í sjúklingahópnum; í snemmfasa fyllingar vinstri slegils (1,12 vs 0,94 ms-1, p=0,002) og í gáttarfasa (0,73 vs 0,45 ms-1, p=0,002). Þverflatarmál ósæðarloku mældist einnig marktækt minni hjá sjúklingahópnum (2,66 vs 3,08, p=0,009) og var hámarks rennslihraðinn hærri meðal sjúklinga (1,37 vs 1,05, p=0,004). Umræða: Byggingarlag míturloka innan sjúklingahópsins virð- ist vera frábrugðið frá viðmiðunarhópi þar sem míturlokann innan sjúklingahópsins virðist vera nær þvf að vera hringlaga þegar eðli- legar lokur eru sporöskjulaga. Ahrif ósæðarþrengsla er að finna á báðum lokum í vinstri hluta hjartans ásamt því að hámarks rennsl- ishraði er hærri. Lykilorð: Ósæðarþrengsli - Míturloka - Ósæðarloka - Ómskoð- un - Vanþroski SAMBAND EÐLILEGS OG AFBRIGÐILEGS SÝKLAGRÓÐURS f MUNNI OG í LEGGÖNG- UM í ÞUNGUN Hrólfur Einarsson1. Arnar Hauksson2, Reynir T. Geirsson3 og Peter Holbrook4. 'Háskóla íslands, 2Mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavfkur, ’Kvennadeild Landspítalans og ‘Tannlæknadeild Há- skóla Islands. Inngangtir: Atbrigðilegur sýklavöxtur í leggöngum, bakteríal vaginósis (BV) hefur tengst síðkomnum fósturlátum, fyrirburafæð- ingum og fæðingu léttbura (FFL). Tannholdsbólga getur einnig tengst FFL. Innfærsla baktería í blóðrás eða smitun úr leggöngum eru líklegar leiðir. Kannað var samband milli eðlilegs og afbrigði- legs bakteríuvaxtar á þessum svæðum við upphaf lokaþriðjungs meðgöngu. Efniviður og aðferðir: 33 konum í mæðraeftirliti við 30±6 vik- ur var boðin þátttaka. Úr leggöngum voru tekin strok í ræktun ásamt sýni í pH mælingu, smásjárskoðun og KOH-próf til að greina BV. Sýni úr munni voru tekin milli tanna og tannholds. Spurt var um áhættuþætti fyrirburafæðinga. Ræktaðar voru bakteríur sem eru ríkjandi á þessum svæðum og greindir sveppir og þekktir tannholdssýklar. Hlutfallstölur fyrir sýklana voru fundnar og samanburður milli hópa m.t.t. reykinga, aldurs og barneigna. Niðurstöður: Meðalaldur var 26,7 (bil 19-40) ár. Frumbyrjur voru 15, fjölbyrjur 18; 33% reyktu. Aðeins tvær áttu léttbura áður og tvær fyrirbura, 14 (42%) höfðu haft útferð í meðgöngunni. Sveppir ræktuðust frá munni hjá 52% og frá leggöngum hjá 27%. Actinobacillus actinomycetemcomitans höfðu 24% í munni en 6% í leggöngum. Loftfirrtar bakteríur í munni höfðu 55%, í leggöng- um 42% og 27% á báðum stöðum. I leggöngum höfðu 94% Lact- obacillus sp. og 27% i munni. BV greindist hjá 12%. Ekki var marktækur munur á aldri þeirra sem voru með loftfirrtar bakteríur og hinna (t=0.265, d.f. 18). Þegar bornar voru saman konur sem reyktu eða ekki og frum- og fjölbyrjur var ekki munur á hlutföllum milli hópanna (kí-kvaðrat = NS). Alyktanir: Bakteriugróður í munni og leggöngum í þungun hef- ur ekki áður verið borinn saman. Miðað við erlendar athuganir var hlutfall loftfirrtra baktería, sveppa og actinobacillus hátt. Þó til- hneiging sæist til að konur sem reyktu væru frekar með afbrigði- legan sýklagróður á báðum stöðum, var munurinn ekki marktækur. LYFHRIF PENICILLINS OG CEFTRIAXÓNS GEGN MISMUNANDI HJÚPGERÐUM PNEUMOKOKKA f SÝKTUM MÚSUM Hrönn Garðarsdóttir11, Helga Erlendsdóttir21, Sigurður Guðmundsson31 'Uæknadeild HÍ,21 Sýkladeild Lsp,31 Lyflækningadeild Lsp. Inngangur: Greining á hjúpgerðum pneumokokka hefur nær eingöngu verið gerð í faraldsfræðilegum tilgangi. Það hefur þótt nægja að fá upplysingar um næmi þeirra til að stýra sýklalyfjameð- ferð. Næmir pneumokokkar hafa hvorki hér á landi né annars stað- ar verið hjúpgreindir til að ákvarða bestu meðferð. Aður hefur virkni penicillins (PCN) og ceftríaxóns (CRO) á pneumokokka- sýkingar í lærum og lungum músa verið rannsökuð. Þar hefur ver- ið athugaður mismunur á virkni lyfjanna eftir því um hvaða hjúp- gerð er að ræða. Þær hjúpgerðir sem athugaðar hafa verið eru 3, 6A og 6B. 1 þessum tilraunum kom fram mikill munur á virkni lyfj- anna þó næmi pneumokokkastofnanna fyrir þeim væri sambæri- legt. Cefríaxón reyndist hafa meiri virkni en penicillin miðað við sambærilega skammta. Það skýrist sennilega af mun lengri helm- ingunartíma cefrísaxóns. Það sem helst kom á óvart í fyrri rann- sóknum var munur á virkni sýklalyfjanna eftir hjúpgerðum og sýk- ingarstöðum. I okkar rannsókn var haldið áfram með þessar til- raunir og við skoðuðum hvort mismunur á virkni lyfjanna PCN og CRO kæmi fram þegar notaðir voru pneumokokkar af hjúpgerð 1 og 8, en þessir stofnar eru báir næmir fyrir lyfjunum. Þessi mis- munur var skoðaður bæði in vitro og in vivo, þar sem dýrin voru sýkt bæði í lungum og lærum. Aðferðir: Svissneskar albínó mýs voru sýktar með pneumo- kokkalausn í nef, en það veldur aspirationslungnabólgu. Tólf tím- um seinna voru þær sýktar með lausn sama stofns í lærvöðva. Mýsnar voru svo meðhöndlaðar með einum skammti þess lyfs sem kanna átti. Fylgst var með dráps- og endurvaxtarferlum í lungum og lærum fjögurra til sex músa við hvern tímapunkt, á 2-8 klst. fresti. Skammtur lyfjanna var ákvarðaður þannig að sá tími sem sýklalyfið var yfir hammörkum í músunum var sambærilegur milli hjúpgerða. Niðurstöður: Niðurstöður okkar voru að nokkru leili frá- brugðnar fyrri in vivo niðurstöðum, að því leiti að munur milli lyfj- anna var minni en í fyrri tilraunum, þannig að þrátt fyrir mun lengri helmingunartíma CRO (65 mín.) en PCN (12 mín.) þá var ekki af- gerandi munur á virkni lyfjanna. Einnig var munur á virkni eftir sýkingarstöðum lítill, en í fyrri tilraunum hafði verkun lyfjanna verið hraðari og meiri í lærum en í lungum. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.