Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 30
við það er að þá fæst einnig vitneskja um koltvísýring og sýrustig. Ef súrefnisgildi er lágt ætti að gefa súr- efni í nægilegu magni til að ná súrefnisþrýstingi í 55- 60 mmHg eða mettun í 90%. Þetta má gera með því að gefa súrefni í nef. Ef þörf er á því að skammta súr- efni nákvæmlega t.d. vegna upphleðslu koltvísýrings má nota þar til gerðar grímur til þess. Ef þörf er á miklu magni súrefnis er betra að gefa súrefni í and- litsgrímu en nef. Lyfjameðferð Fyrstu lyf sem notuð er í þessum tilvikum eru beta- virk efni (beta agonistar). Þau má gefa undir húð, í loftúða eða á formi úða- eða dufttækja. Andkólínerg lyf í loftúða eru gefin ef betavirk lyf þolast ekki t.d. vegna aukaverkana eða ef sjúklingurinn svarar ekki betavirkum lyfjum. Mælt er með að gefa þeim bark- stera sem eru á sterum fyrir, hafa áður svarað sterum, svai'a ekki berkjuvíkkandi meðferð eða ef um er að ræða fyrstu versnun. Hvaða skammta og form á að nota er ekki vel skilgreint. Þeim sem geta tekið töflur og eru ekki í slæmu ástandi er gjarna gefið prednis- olon 0.5 mg/kg líkamsþunga daglega í einum skammti í 2 vikur. Sumir læknar minnka skammtana á þessu tímabili, t.d. á þriggja daga fresti um 5-10 mg í senn. Þeim sem eru veikari eru gefnir barksterar í æð. Hér á landi er gjarnan notað betamethasone 4-12 mg í æð tvisvar á dag. Astæðulaust er að gefa bark- stera í sídreypi. Teófyllamín er varalyf ef sjúklingar svara ekki öðrum lyfjum. Það þarf að skammta á kg líkamsþunga. Við þá skömmtun þarf að taka tillit til reykinga, annarra lyfja og lifrar- og hjartabilunar. Einnig þarf að mæla blóðgildi. Nýleg safngreining sýndi að sýklalyf gerðu að jafnaði ekki gagn í versnunum á LLT. Líklegir til að hafa gagn af þeim eru þeir sem hafa merki um lungnabólgu eða breyt- ingu á hráka s.s. magni og/eða lit. Algengustu bakter- íur sem finnast hjá þeim sem hefur versnað eru strept- ococcus pneumoniae og haemophilus influenzae og er því ráðlagt að nota lyf sem verka á þessa sýkla. Má í því sambandi geta þess að um 15% af haemophilus stofnum mynda beta-laktamasa og þarf því að taka tillit til þess við val sýklalyfs. Öndunaraðstoðar getur verið þörf hjá þeim sem hafa versnun á LLT. Aður var mest notað að þræða niður barkarennu og tengja sjúk- ling við öndunarvél á gjörgæsludeild. Þar sem þetta er mikið inngrip var þetta mest notað við alvarlegri öndunarbilun með mikilli blóðsýringu og hækkun á hlutþrýstingi koltvísýrings í blóði. A undanförnum árum hefur rutt sér til rúms meðferð með þrýstings- stýrðum öndunarvélum þar sem ekki þarf að nota barkaþræðingu, svokallaðar BiPAP vélar (bilevel positive airway pressure). Þessum vélum er beitt fyrr en hefðbundum öndunarvélum og má þannig hjálpa sjúklingum að komast yfir versnun á auðveldari hátt en áður. NIÐURLAG Langvinnir lungnateppusjúkdómar eru vaxandi heilsufarsvandamál og eru afleiðingar reykinga. Reykbindindi er mikilvægasta vopnið í baráttunni við þessa sjúkdóma. Á næstu árum munu e.t.v. koma til sögunnar ný lyf sem hafa áhrif á framgang sjúkdóms- ins, en þau lyf sem beitt er í dag slá fyrst og fremst á einkenni hans. Mikilvægt er að greina snemma þá sem reykja og eru í áhættu að fá LLT. Reyna þarf með öllum tiltækum ráðum að fá þá til að hætta reyking- um. Á næstu árum mun einnig skýrast þáttur skurð- aðgerða, sérslaklega lungnasmækkunar í meðferð LLT. HEIMILDIR 1. Celli BR, et al for the American Thoracic Society. Standards for the diagnosis and care of patients with chronic obstructive pulmonary disease. Am J Respir Crit CareMed 1995; 152:S77- 121 2. Siafakas NM, et al for the European Respiratory Society Task force. Optimal assessment and management of chronic obstructive pulmonary disease (COPD). Eur Respir J 1995;8:1398-420. 3. Pearson MG, et al for the Standards of Care Committee of the British Thoracic Society. BTS Guidelines for the management of chronic obstructive pulmonary disease. Thorax 1997;52:S1- S28 4. Gíslason Þ, Tómasson K. Dánartíðni vegna astma, langvinnar berkjubólgu og lungnaþembu. Læknablaðið 1994;80:239-43. 5. Magnússon S, Gíslason T. Chronic bronchitis in Icelandic males: prevalence, sleep disturbance and quality of life. Scand J Prim Health Care 1999;17:100-4. 6. Sigvaldason A, Ólafsson Ó, Gíslason Þ. Notendur astmalyfja á íslandi. Læknablaðið 1996;82:122-9. 7. Pauwels RA, et al. Long term treatment with inhaled budeson- ide in persons with mild COPD who continue smoking. ERS study on COPD. NEJM 1999;107:599-601. 8. Vestho J, Sorensen T, Lange P, Bix A, Visken K. Long-term effect of inhaled budesonide in mild and moderate COPD: a randomized controlled trial. Lancet 1999;353:1819-23. 26 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.