Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 73
Ræktaðar sléttvöðvafrumur heilaæða HCCA sjúklings eru öfl-
ugur efniviður til rannsókna á arfgengri heilablæðingu og hugsan-
lega öðrum mýlildissjúkdómum. Rannsóknir okkar benda til út-
flutningstregðu á afbrigðilegu cystatin C, sem hugsanlegrar skýr-
ingar á dauða frumanna. Annar möguleiki, sem frumniðurstöður
styðja, er að söfnun cystatins C mýlildis utan frumanna valdi dauða
þeirra.
LEIT AÐ ORSAKAÞÁTTUM SAMBANDS
MENNTUNAR OG DÁNARTÍÐNI
Einar Þór Þórarinsson. Þórður Harðarson, Helgi Sigvaldason,
Rúnar Vilhjálmsson, Nikulás Sigfússon.
Rannsóknarstöð Hjartaverndar
Inngangur: Á Vesturlöndum er vel þekkt sambandið milli þjóð-
félagsstöðu og dánartíðni. í rannsóknum síðari ára hefur menntun
oft verið notuð sem kvarði á þjóðfélagsstöðu og fylgir þá jafnan
meiri menntun minni dánartíðni og betri heiisa. I nýlegri íslenskri
framsýnni rannsókn var sýnt fram á öfugt samband menntunar og
dánartíðni. Tilgangur eftirfarandi rannsóknar var að kanna mögu-
lega orsakaþætti.
Þýði og aðferðir: Rannsókn þessi var hluti af hóprannsókn
Hjartaverndar. Tekið var 400 manna úrtak úr einum sex rannsókn-
arhópa. Úrtakið var jafnt skipt eftir kynjum og fjórum menntahóp-
um. Þátttakendur svöruðu spurningalista sem sneri að þekkingu á
áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. viðbrögðum við einkennum
hjartadreps, féiagslegum tengslum og samskiptum við heilbrigðis-
kerfið. Svarhlutfall var 79%. Fundið var hvort samband væri á
milli menntunar og svara með logistic regression.
Niðurstöður: Ekki fannst marktækt samband milli menntunar
og þekkinga á áhættu þáttum eða viðbrögðum við einkennum
hjartadreps. Meira menntaðir voru líklegri til að þekkja heilbrigð-
isstarfsfólk persónulega og njóta af þeirra hálfu ráðleggingar varð-
andi heilsufar og meðferð við sjúkdómum. Ánægja þáttakenda
með heilbrigðisþjónustuna var almennt mikil og aðgengi að henni
gott en ekki var sýnt fram á samband við menntun hvað þetta varð-
ar. Stærra hlutfall minna menntaðra áttu regluleg samskipti við
heimilislækni. Einnig voru fleiri meðal minna menntaðra sem þótti
heilbrigðiskerftð óaðgengilegt.
Ályktun: Niðurstöður okkar vekja þá spurningu hvort viss heil-
brigðisþjónusta sé innbyggð í félagsleg tengsl meira menntaðra og
stuðli að betri heilsu þeirra. Aðrar tilgátur um hugsanlega orsaka-
þætti voru ekki studdar. Meiri samskipti minna menntaðra við
heimilislækna er í samræmi við erlendar niðurstöður.
ALGENGIASTMA, OFNÆMISSJÚKDÓMA
OG BRÁÐAOFNÆMIS MEÐAL LÆKNA-
NEMA
Elín BiarnadótdrA Davíð Gíslason2’, Þórarinn Gíslason21
"LHÍ, 2)Vífilsstaðaspítali
Inngangur: Algengi ofnæmis er talin hærri meðal fólks með
langskólanám en annar. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna
algengi astma, ofnæmis og ofæmissjúkdóma meðal læknanema og
bera niðurstöðurnar saman við íslenska jafnaldra þeirra í Evrópu-
rannsókninni „Lungu og Heilsa”. Jafnframt verður reynt að sýna
fram á tengsl þessara sjúkdóma við ýmsa þekkta áhættuþætti.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru allir læknanemar á
aldrinum 20-25 ára, 113 manns alls. Þátttökuhlutfallið var 88%.
Allir þátttakendur svöruðu spurningarlistum og voru húðprófaðir
með prikk aðferð. Þeir sem svöruðu spurningu 1 jákvætt (surgur
fyrir brjósti sl. 12 mánuði) og höfðu ekki astma staðfest af lækni
var boðið að gangast undir metacholínpróf.
Niðurstöður: Algengi astma (cumulative prevalence) reyndist
vera 16 % sem er talsvert hærra en í samanburðarhópnum, 6.9 %
(p=0.04). Ekki reyndist marktækur munur á algengi ofnæmis í nefi,
þar með talið frjókvefs, 27% hjá læknanemum m.v. 26,3% hjá
samanburðarhópnum. Bráðaofnæmi (ein eða fleiri jákvæð húðs-
vörun) fannst hjá 41% mv. 26.5% í samanburðarhópnum
(p=0.042). Ofnæmi í nefi þ.m.t frjókvef reyndist mun algengara
hjáþeim sem höfðu astma9/16 (56%) á móti 18/84 (21%) hjáþeim
sem ekki höfðu astma (p=0.01). Bráðaofnæmi reyndist einnig tals-
vert algengara hjá þeim sem voru með astma 12/16 (75%) mv.
29/84 (34%) hjá þeim sem ekki höfðu astma (p=0.006). Ekki tókst
að sýna fram á tengsl astma við ættarsögu foreldra. Ekki tókst
heldur að sýna fram á nein tengsl við hugsanlega áhættuþætti fyrir
bráðaofnæmi.
Ályktanir: Algengi astma og bráðaofnæmis virðist vera mun al-
gengara á meðal læknanema en annara.
NÝRNAMEIN í TEGUND 1 SYKURSÝKI
Á ÍSLANDI
Geir Tryggvason1. Runólfur Pálsson3-4 Ástráður B. Hreiðarsson"2-4
'Læknadeild Háskóla Islands og 2göngudeild sykursjúkra,
’nýrnadeild og 4lyflækningadeild Landsspítala
lnngangur. Nýrnamein er alvarlegur fylgikvilli sykursýki og
mikilvægur forspárþáttur aukinnar dánartfðni og skertra lífsgæða
hjá sykursjúkum. Víðast á Vesturlöndum er það algengasta orsök
nýrnabilunar á lokastigi. Hlutdeild nýrnameins í lokastigsnýrnabil-
un hér á landi er mun minni en meðal annarra þjóða. Hér á landi
hafa fáar rannsóknir verið gerðar á faraldsfræði nýrnameins hjá
sykursjúkum. Þessi rannsókn var gerð til að athuga safngengi
(cumulative incidence) nýrnameins í sykursýki af tegund 1 og
tengsl við blóðsykurstjórnun.
Efniviður og aðferðir. Rannsakaðir voru 557 sjúklingar á insúl-
ínmeðferð sem mættu til eftirlits á göngudeiid sykursjúkra á
Landsspítalanum á árunum 1991 til 1998. Útilokaðir voru sjúkling-
ar með tegund 2 sykursýki og meðgöngusykursýki. Einnig voru
údlokaðir þeir einstaklingar sem greindust með sykursýki eftir fer-
tugt. Allir sem greindusl fyrir 1992 voru teknir með í rannsóknina
og var aflað gagna um þá til loka árs 1998. Eftir stóðu 255 sjúk-
lingar með tegund 1 sykursýki. Við athugun á safngengi nýrna-
meins var sjúklingum skipt upp í fimm hópa eftir greiningarárum
frá 1961 til 1985 (169 sjúklingar). Nýrnamein var skilgreint sem
viðvarandi próteinmiga greind með strimilprófi (Albustix). Mæl-
ingar á glýkósíleruðu hemóglóbíni voru fyrirliggjandi hjá flestum
sjúklingum sem greindust með sykursýki á árunum 1961-85, alls
1473 mælingar. Vegna mæliskekkju sem uppgötvaðist á rann-
sóknastofu var mælingum frá 1994-97 sleppt.
Niðurstöður. Safngengi eftir 20 ár með sykursýki af tegund I
hjá sjúklingum greindum á árabilinu 1961-65 var 25,0%, hjá sjúkl-
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
69