Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 82
Skýrsla stjórnar félags
læknanema 1998-1999
Aðalfundur félagsins var haldinn vorið 1998. Kosningu til
stjórnar lyktaði sem hér segir:
Formaður: Þorvarður Jón Löve
Ritari: Oddur Steinarsson
Gjaldkeri: Bjarni Þór Eyvindsson
Meðstjórnandi 2. árs: Arnar Þór Rafnsson
Meðstjórnandi 1. árs: Þorgeir Gestsson
Formaður kennslumála-
og frœðslunefndar: Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir
Starfsemi félagsins var með hefðbundnu sniði og kom stjórn
saman tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði, eftir því sem efni voru
til. Félagsstarfið var blómlegt á árinu og var tekið á ýmsum málum
sem snerta félagið og nemendur. Verður hér drepið á þeim atriðum
sem hæst bar í starfi félagsins á árinu.
Aðalfundur
Vegna þeirra miklu breytingartillagna sem lágu fyrir aðalfundi
vegna bæði laga félagsins og ráðningarkerfis var fundurinn með
nokkuð öðru sniði. Hafist var handa um þremur tímum fyrr en
venja hefur verið og ráðist í það mikla verk að kynna ný lög fyrir
fundargestum og bera þau upp til samþykktar. Að lagaumræðum
loknum var boðlð upp á veitingar svo fundarmenn yrðu hvorki
svangir né þyrstir þegar kosningar t' embætti færu fram. Þessu
stýrði gjaldkeri félagsins, Bjarni Þór Eyvindsson, af mikilli rögg-
semi og áttu fundarmenn honum það að þakka að fundahöld fóru
fram samkvæmt áætlun.
Lög Félags læknanema
Stjórn félagsins tók þá ákvörðun á árinu að endurskoða þyrfti
lög félagsins. Voru lögin orðin óskýr á köflum og jafnvel mótsagn-
ir í þeim eftir endurteknar breytingar á einstökum greinum þeirra.
Einnig taldi stjórn að gera mætti breytingar á stjórn félagsins sem
gætu skilað sér f betra samstarfi milli undirnefnda án þess að
stjórnin yrði of svifasein vegna stærðar. Akveðið var að skipa
nefnd til þess að vinna þessar lagabreytingar og reifaði stjórn fé-
lagsins hugmyndir sínar í þessa veru við nefndina. Sæti í nefndinni
áttu Bjarni Þór Eyvindsson, fyrir hönd stjórnar, Gunnar Tómasson
og Steinarr Björnsson.
Nefndin vann starf sitt af mikill nákvæmni og áhuga. Skal þetta
tækifæri notað til þess að þakka henni góð störf. Vinnan skilaði sér
í viðamiklum breytingartillögum og bar þar eflaust hæst lög sem
kveða á um þriggja manna framkvæmdastjórn sem veitir forsæti
níu manna stjórn félagsins.
Ráðningarkerfið
Talsverðar umræður urðu um ráðningarkerfi Félags læknanema
síðastliðinn vetur eins og oft áður. Ymsir nemendur töldu að gera
þyrfti verulegar breytingar á kerfinu og töldu jafnvel einstaka nem-
endur að kerfið væri nemum til trafala og að læknar væru almennt
óánægðir með það.
Ráðningarstjóri og stjórn félagsins höfðu því samvinnu um að
gera könnun á viðhorfum til kerfisins meðal lækna og annarra
starfsmanna sem ráða læknanema til afleysinga. Niðurstaða könn-
unarinnar sýndi að yfirgnæfandi meirihluti svarenda er ánægður
eða mjög ánægður með kerfið. Með þessar upplýsingar að leiðar-
ljósi var ákveðið að halda fund þar sem mótaðar yrðu tiilögur að
breytingum á kerfinu í takt við þá þróun sem orðið hefur í ráðning-
armálum nemenda.
Fundur þessi fór vel fram og komu fram ýmsar hugmyndir að
endurbótum á kerfinu. Unnið var í þremur hópum sem mótuðu til-
lögur að breytingum á kerfinu. Það var einróma niðurstaða fundar-
ins að kerfið ætti rétt á sér og bæri að reka áfram, nemendum til
hagsbóta. Jafnframt kom í Ijós að allir vinnuhóparnir höfðu komist
að sömu niðurstöðu um hvers konar breytingar þyrfti að gera á
kerfinu til þess að það þjónaði læknanemum betur. Þar bar hæst
breytingar sem gera kleift að bjóða út langtímastöður og að dregið
er í ráðningarröð langt fram í tímann, en hvort tveggja ætti að auð-
velda læknanemum að skipuleggja nám sitt og starf með fyrirvara.
Þessar tillögur voru síðar lagðar fyrir aðalfund og samþykktar þar
að mestu óbreyttar. Er það von fráfarandi stjórnar og ráðningar-
stjóra að þessar breytingar megi leiða til áframhaldandi sáttar um
ráðningarkerfið.
Deildarráð
Fundir deildarráðs voru fjölmargir og tekið á fjölda málefna,
sem sum hver snertu nemendur með beinum hætti. Ber þar eflaust
hæst þá hugmynd að skylda læknakandídata til þess að eyða hluta
kandídatsárs við störf í heilsugæslu. Það er skemmst frá því að
segja að hugmyndin mætti talsverðri andstöðu í deildarráði, bæði
meðal nemenda og þeirra deildarráðsmanna sem starfa á sjúkra-
húsum. Varð niðurstaða fundarins sú að vfsa bæri málinu til fram-
haldsnámsnefndar til frekari umfjöllunnar.
Það kom því læknanemum verulega á óvart þegar heilbrigðis-
ráðherra breytti reglugerð um kandídatsár á þann veg að kandídöt-
um væri skyit að eyða þremur mánuðum kandídatsársins við störf
á heilsugæslustöðvum. Þessi reglugerð var sett með vísan í lög, þar
sem skýrt er tekið fram að ráðherra skuli fá tillögur frá læknadeild
áður en slík reglugerð er sett. Það er því læknanemum hulin ráð-
gáta að slíkt skuli vera mögulegt án samráðs við félagið en fulltrú-
ar okkar sitja í æðstu stofnunum læknadeildar svo og í framhalds-
menntunarráði.
Stjórn félagsins og nýstofnað hagsmunaráð eiga því ærinn star-
fa fyrir höndum og munu leita skýringa á málinu. Þegar hefur ver-
ið fundað með landlækni um málið og fyrirhugað er að vinna í því
af krafti á haustmánuðum.
78
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.