Úrval - 01.12.1964, Side 6

Úrval - 01.12.1964, Side 6
4 ÚRVAL liann. Hann var beinni í bakið en venjulega, er hann þeysti af stað á hesti sínum í áttina til bækistöðva sinna. Ég sat þarna við fjallsræturn- ar, og ég fann það í fullri auð- mýkt, að mér hafði hlotnazt mikil andleg reynsla á þessari stundu. Brátt tók ég blýant og blað upp úr vasa mínum og fór að skrifa. Og svo þegar kind- urnar fóru að færa sig nær rétt- inni, stakk ég blaðinu í vasann og fylgdi á eftir þeim. Það var ekki fyrr en þá, að ég gerði mér grein fyrir því, að ég hafði gleymt að segja Rube, að rún- ingarmaðurinn og maðurinn, sem átti að aðstoða við burðinn, hefðu tafizt á leiðinni og kæmu því ekki strax og því þyrfti ég kannski á hjálp hans að halda, ef ærnar færu að bera. Og síðdegis næsta dag sá ég innilega eftir þessari gleymsku minni. Stormur var í aðsigi, þess háttar vorstormur, sem þar um slóðir er líklegur til þess að hafa þau áhrif á ærnar, að þær fari að bera. Kindurnar fundu að stormur var í aðsigi, og' í stað þess að labba bítandi i áttina til aðalbækistöðva okk- ar, líkt og þeirra var vani, tóku þær að rása og fóru greitt. Stór- ar snjóflygsur tóku nú að falla til jarðar, er við nálguðumst rúningarkofann. Það fór hrollur um mig, er ég hugsaði til þess, hvað nóttin kynni að bera í skauti sinu. Ærnar voru komnar að burði, og ég þorði ekki að skilja þær eftir til þess að ná í hjálp. Ég gat aðeins reynt að fá þær til þess að leggjast í skjól við kofann og litinn lund espi- trjáa, sem uxu þar rétt hjá. En joær voru órólegar og vildu halda áfram að rása. Ég reyndi af öllum mætti að halda þeim við kofann með hjálp þeirra Laddie og Rex. Og það var ekki fyrr en í rökkurbyrjun, að þær gerð- ust rórri og fóru að leggjast nið- ur. Ég var nú orðin stirð af kulda, gegnblaut, dauðhrædd og full iðrunar vegna þess, að ég hafði ekki hugsað út í það, að ég kynni að þurfa að hafast þarna við með ær, sem komnar væru að burði, enda þótt þarna væru engin fjárhús, jafnvel eng- in rétt, önnur en pínulítil rún- ingarrétt. Stormurinn færðist í aukana, og bylurinn jókst. Nú voru kind- urnar rólegri en áður, en ég þorði samt ekki að yfirgefa þær enn þá. Ég var að bjástra við að kveikja eld, þegar ég heyrði rödd við hlið mér segja: „Já, alveg rétt, svona á einmitt að fara að því.“ þetta var Rube. Og áður en ég gæti svarað, var hann farinn að safna eldiviði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.