Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 6
4
ÚRVAL
liann. Hann var beinni í bakið
en venjulega, er hann þeysti af
stað á hesti sínum í áttina til
bækistöðva sinna.
Ég sat þarna við fjallsræturn-
ar, og ég fann það í fullri auð-
mýkt, að mér hafði hlotnazt
mikil andleg reynsla á þessari
stundu. Brátt tók ég blýant og
blað upp úr vasa mínum og fór
að skrifa. Og svo þegar kind-
urnar fóru að færa sig nær rétt-
inni, stakk ég blaðinu í vasann
og fylgdi á eftir þeim. Það var
ekki fyrr en þá, að ég gerði
mér grein fyrir því, að ég hafði
gleymt að segja Rube, að rún-
ingarmaðurinn og maðurinn,
sem átti að aðstoða við burðinn,
hefðu tafizt á leiðinni og kæmu
því ekki strax og því þyrfti ég
kannski á hjálp hans að halda,
ef ærnar færu að bera.
Og síðdegis næsta dag sá ég
innilega eftir þessari gleymsku
minni. Stormur var í aðsigi,
þess háttar vorstormur, sem þar
um slóðir er líklegur til þess
að hafa þau áhrif á ærnar, að
þær fari að bera. Kindurnar
fundu að stormur var í aðsigi,
og' í stað þess að labba bítandi
i áttina til aðalbækistöðva okk-
ar, líkt og þeirra var vani, tóku
þær að rása og fóru greitt. Stór-
ar snjóflygsur tóku nú að falla
til jarðar, er við nálguðumst
rúningarkofann. Það fór hrollur
um mig, er ég hugsaði til þess,
hvað nóttin kynni að bera í
skauti sinu. Ærnar voru komnar
að burði, og ég þorði ekki að
skilja þær eftir til þess að ná
í hjálp. Ég gat aðeins reynt að
fá þær til þess að leggjast í skjól
við kofann og litinn lund espi-
trjáa, sem uxu þar rétt hjá. En
joær voru órólegar og vildu halda
áfram að rása. Ég reyndi af
öllum mætti að halda þeim við
kofann með hjálp þeirra Laddie
og Rex. Og það var ekki fyrr
en í rökkurbyrjun, að þær gerð-
ust rórri og fóru að leggjast nið-
ur. Ég var nú orðin stirð af
kulda, gegnblaut, dauðhrædd og
full iðrunar vegna þess, að ég
hafði ekki hugsað út í það, að
ég kynni að þurfa að hafast
þarna við með ær, sem komnar
væru að burði, enda þótt þarna
væru engin fjárhús, jafnvel eng-
in rétt, önnur en pínulítil rún-
ingarrétt.
Stormurinn færðist í aukana,
og bylurinn jókst. Nú voru kind-
urnar rólegri en áður, en ég
þorði samt ekki að yfirgefa þær
enn þá. Ég var að bjástra við
að kveikja eld, þegar ég heyrði
rödd við hlið mér segja: „Já,
alveg rétt, svona á einmitt að
fara að því.“ þetta var Rube.
Og áður en ég gæti svarað, var
hann farinn að safna eldiviði.