Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 29
27
■páskadaginn og trúir samt ekki á
upprisuna, hlýtur að vera nær-
sýnn!“
Rnth. F. Short
—☆
Ég var i skemmtiferð í Wash-
ington, og vagninn hafði stanzað
við Hvita Húsið. Ákafir skemmti-
ferðamenn tóku mvndir af geysi-
legum ákafa. Einn hinn allra á-
kafasti hné skyndilega niður. Eng-
inn vissi, hvað gera skyldi, fyrr
en áhorfandi einn hrópaði: „Flýt-
íð ykkur að losa um myndavélar-
ólina á honum!“
R. Reed
■—☆
Á tilkynningatöflu sjúkrahúss
eins í Washington var hengt spjald,
sem bar fyrirsögnina: „Bftirsókn-
arverðar þyngdartölur fyrir kon-
ur“ og hinar velöldu stúlkur með-
al starfsstúlknanna stundu þung-
an, er þær iitu á spjaldið, og gerð-
ust þungbrýndar. En brúnin lyftist
heldur betur næsta dag, þegar nýtt
spjald var komið í stað þess gamla.
Við hverja þyngdartölu hafði verið
bætt tíu til fimmtán pundum, og
fyrirsögnin var nú: „Þyngdartölur
fyrir eftirsóknarveröar konur.“
Stephen Mourat, D.D.
—☆
Spjald hjá ilmvatnstegund í
snyrtivöruverzlun: Fyrir konuna,
sem er orðin þreytt á eltingar-
leiknum."
-—☆
Auglýsingarspjald í glugga fyrir-
tækis, sem leigir út alls konar
tæki og áhöid: „Stigar . . . . óóóó
.... og hjólastólar!“
Ungur rithöfundur, sem átti að
fara að halda fyrirlestur sinn í
bókmenntaklúbb, fór til Tristans
Bernards, hins franska leikrita-
skálds og háðfugls, og spurði hann
ráða. Hann spurði hann meðal
annars að því, hvernig hann ætti
að enda fyrirlestur sinn.
„Það er mjög auðvelt,“ svaraði
Tristan. „Þér takið upp blöðin
yðar, hneigið yður fyrir áheyrend-
um og gangið út á tánum."
„Nú, hvers vegna endilega á
tánum?"
„Nú, auðvitað til Þess að vekja
þá ekki!" sagði Bernard.
—☆
Bridgesaga: Hún er nokkuð góð
bridgesagan um brúðina, sem kom
hágrátandi heim til mömmu á
brúðkaupsnótt sinni og sagði við
hana: „Og hann talaði ekki um
tinnað en tvimenningskeppnina,
sem þið tókuð þátt í í gærkvöldi.
Og þegar hann kom að 25. spilinu,
hljóp ég út og beint til þín.“
„Æ, skrambi var það slæmt!“
svaraði tengdamútter. 25. spilið
var einmitt það alskemmtilegasta
allt kvöldið Ray Cave
—☆
önnur bridgesaga: Bridgefræð-
ingurinn Charles H. Goren skýrir
svo frá: 1 lok eins fyrirlestrar mins
um „point-count“-sagnarkerfið,
kom gömul kona til mín og sagði
við mig: „Ég og mótspilari minn
höfum ákveðið að taka upp sagna-
kerfið yðar, hr. Goren. Það er
alveg dásamlegt! Nú, það er jafn-
vel betra en að hafa rangt við!“
McCall’s