Úrval - 01.12.1964, Side 41

Úrval - 01.12.1964, Side 41
GAT ROFIÐ Á ÞAGNARMÚRINN 39 gerð hinn smágerða og næma útbúnað miðeyráns. Alvarleg og illkynjuð orsök leiðsludeyfu, einkum hjá börn- um, er langvarandi bólga og í- gerð í miðeyranu og klettbein- inu (beinhnúðinum bak við eyr- að). Hún getur verið fylgikvilli með skarlatssótt, mislingum, of- næmi, kvefsótt og öðrum sjúk- dómum í öndunarfærunum. Einnig stafar hún oft frá sýkingu í sogæða- og kokeitlum. Þá bólgnar slímhúðin, sem þekur miðeyrað. Graftarvessi safnast fyrir innan við hljóðhimnuna og brýzt að lokum út i gegnum hana. Sé það athugað í tíma, má lækna slika miðeyrabólgu fljót- lega að fullu. Sé hún vanrækt, getur hún mallað árum saman og svo blossað upp skyndilega. En með tímanum getur hún hafa skaddað miðeyrað að meira eða minna leyti. Með aðstoð skurðsmásjár og græðandi aðgerðum, sem nýlega hafa verið fundnar upp i Þýzka- landi, geta eyrnasérfræðingar framkvæmt margbrotin lækn- ingafurðuverk i slíkum tilvik- um. Þeir bora og skafa út sjúk bein og vefi. Hafi gröftur brot- izt út í gegnum hljóðhimnuna, geta þeir búið til nýja með þvi að nota húðflipa úr hlustinni. Hafi hamarinn, steðjinn eða i- staðið — eða sambandið milli þeirra — skaddazt eða eyðzt, geta þeir oft endurnýjað hljóð- himnuna og miðeyrað og komið flutningi hljóðbylgjanna aftur í nokkurn veginn samt lag. í verstu tilfellum, þegar öll hljóð- leiðslukeðjan hefur eyðzt, geta þeir stundum myndað miðeyrna- hljóðdós, sem kemur að svipuð- um notum. Þessar framfarir hafa hvatt háls-, nef og eyrnalækna til þess að spreyta sig i öðrum mikil- vægum spurningum i sambandi við heyrnardeyfu: Hver er or- sök ótosclerósunnar? Hvernig breytir innra eyrað hljóðöldun- um i taugaboð? Hversu mikil- vægir eru þeir rafstraumar eða sú rafspenna, sem innra eyrað sendir frá sér? Vísindamenn eru að spreyta sið á þessum ráðgátum með mik- illi von um að geta leyst þær. Það er verið að brjótast í gegn- um það, sem dr. John Lindsay hefur nefnt „hinn hræðilega þagnarmúr,“ með nýjum og und- ursamlegum aðferðum. Eftir því sem vísindamenn kafa dýpra niður í leyndardóma heyrnar- skynjunarinnar og vélbúnaðar eyrans, er ekki að efa, að stærri sigrar eru á næsta leiti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.