Úrval - 01.12.1964, Page 41
GAT ROFIÐ Á ÞAGNARMÚRINN
39
gerð hinn smágerða og næma
útbúnað miðeyráns.
Alvarleg og illkynjuð orsök
leiðsludeyfu, einkum hjá börn-
um, er langvarandi bólga og í-
gerð í miðeyranu og klettbein-
inu (beinhnúðinum bak við eyr-
að). Hún getur verið fylgikvilli
með skarlatssótt, mislingum, of-
næmi, kvefsótt og öðrum sjúk-
dómum í öndunarfærunum.
Einnig stafar hún oft frá sýkingu
í sogæða- og kokeitlum. Þá
bólgnar slímhúðin, sem þekur
miðeyrað. Graftarvessi safnast
fyrir innan við hljóðhimnuna
og brýzt að lokum út i gegnum
hana.
Sé það athugað í tíma, má
lækna slika miðeyrabólgu fljót-
lega að fullu. Sé hún vanrækt,
getur hún mallað árum saman
og svo blossað upp skyndilega.
En með tímanum getur hún
hafa skaddað miðeyrað að meira
eða minna leyti.
Með aðstoð skurðsmásjár og
græðandi aðgerðum, sem nýlega
hafa verið fundnar upp i Þýzka-
landi, geta eyrnasérfræðingar
framkvæmt margbrotin lækn-
ingafurðuverk i slíkum tilvik-
um. Þeir bora og skafa út sjúk
bein og vefi. Hafi gröftur brot-
izt út í gegnum hljóðhimnuna,
geta þeir búið til nýja með þvi
að nota húðflipa úr hlustinni.
Hafi hamarinn, steðjinn eða i-
staðið — eða sambandið milli
þeirra — skaddazt eða eyðzt,
geta þeir oft endurnýjað hljóð-
himnuna og miðeyrað og komið
flutningi hljóðbylgjanna aftur í
nokkurn veginn samt lag. í
verstu tilfellum, þegar öll hljóð-
leiðslukeðjan hefur eyðzt, geta
þeir stundum myndað miðeyrna-
hljóðdós, sem kemur að svipuð-
um notum.
Þessar framfarir hafa hvatt
háls-, nef og eyrnalækna til þess
að spreyta sig i öðrum mikil-
vægum spurningum i sambandi
við heyrnardeyfu: Hver er or-
sök ótosclerósunnar? Hvernig
breytir innra eyrað hljóðöldun-
um i taugaboð? Hversu mikil-
vægir eru þeir rafstraumar eða
sú rafspenna, sem innra eyrað
sendir frá sér?
Vísindamenn eru að spreyta
sið á þessum ráðgátum með mik-
illi von um að geta leyst þær.
Það er verið að brjótast í gegn-
um það, sem dr. John Lindsay
hefur nefnt „hinn hræðilega
þagnarmúr,“ með nýjum og und-
ursamlegum aðferðum. Eftir því
sem vísindamenn kafa dýpra
niður í leyndardóma heyrnar-
skynjunarinnar og vélbúnaðar
eyrans, er ekki að efa, að stærri
sigrar eru á næsta leiti.