Úrval - 01.12.1964, Síða 46
44
ÚRVAL
24. des. Og það olli algeru upp-
þoti í Jerúsalem, þegar Juvenal
biskup innleiddi hina nýju dag-
setningu sem gilda.
Er kristnin breiddist út, var
smám saman farið að viður-
kenna 25. desember sem fæðing-
ardag frelsarans. Ýmsar fjöl-
leikaíþróttir höfðu verið helzta
skemmtunin á rómversku sólar-
hátiðinni, en nú var farið að
banna þær á jólunum, og árið
529 gerði Justinianus keisari
svo daginn að almennum frí-
degi.
Á næstu árum jókst þýðing
jólanna í hinum kristna heimi.
En baráttunni var samt langt
frá þvi að vera lokið.
Puritanar í Englandi neituðu
að halda jólin hátíðleg. Og þegar
þeir komust þar til valda árið
1644, bannaði brezka þingið
jólahald þar í landi.
En þessari nýju tilskipan var
ekki vel tekið fremur en tilskip-
uninni í Jerúsalem forðum.
„Lýðurinn tætti borgarstjórann
í Kantaraborg í sig, braut allar
rúðurnar í húsi lians og bein
hans einnig og kveikti i þrösk-
uldi húss hans,“ skrifaði Lund-
únabúi einn áratug síðar.
Valdatímabili Puritana lauk
árið 1660, og þá sneru jólin aft-
ur til Englands. En viðhorf puri-
tanskra innflytjenda í Ameríku
hélzt óbreytt allt til síðari hluta
19. aldarinnar. Allt jólahald var
bannað í nýlendum Puritana í
Vesturheimi, og 25. desember
var almennur vinnudagur, og
var hann það t. d. allt til ársins
1856 í Boston. Og í opinberum
skólum borgarinnar var kennt
á sjálfan jóladaginn allt fram
til ársins 1870.
En það bárust einnig innflytj-
endur frá fleiri löndum til Amer-
riku, og þeir fluttu ekki aðeins
með sér jólahátiðina, heldur
einnig flesta siðina, sem við
erum nú tekin að skoða sem ame-
ríska.
Innflytjendahópur einn frá
Oberndorf í Austurríki flutti
með sér einfalt ljóð og lag, sem
sóknarprestur þeirra hafði sam-
ið á aðfangadagskvöld árið 1818.
Hann samdi það, er kirkjuorgel-
ið hafði bilað og hann varð að
horfast í augu við miðnætur-
messu án tónlistar.
Það byrjaði svo: „Heims um
ból....“ (Heilige nact.... heil-
aga nótt. . . .)
Það er auðveldast að blekkja sjálfan sig
B. Lytton