Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 47
r
1
Árið 1953 leitaði Annette Anselmo
til velþekktrar taugasknrðlækn-
ingastofnunar til þess að fá hjálp
hjá dr. Jones (dulnefni), frægum
bandarískum heilaskurðlækni. í
30 ár, eða allt frá 4 ára aldri,
hafði hún þjáðst af ofboðslega tíð-
um heilaflogum. Með hjálp lyfja,
sem unnu gegn flogunum, og
Heilaskurður án svæfingar
NEMMA um morgun-
inn kom rakari inn
í sjúkrastofuna mína
og rakaði höfuðið
á mér, svo að það
leit út eins og stór billiardkúla.
Siðan var rúminu mínu ekið
fram á gang, þar sem þau pabbi
og systir mín kysstu mig og
reyndu að berjast við grátinn.
„Hafið engar áhyggjur,“ sagði
ég. „Ég kem aftur.“ Viðhorf
mitt var þetta: 1 dag er upphafið
að endinum á 30 ára stríði minu
við flogaveikina.
í röntgenmyndatökuherberginu
sagði læknir brosandi við mig:
„Þetta er merkisdagur fyrir þig.“
f annarri hendinni hélt hann á
tveim virum, og voru þeir um
metri á lengd. í hinni hélt hann
á vatnsglasi. „Ég ætla að stinga
vír upp í nasirnar á þér,“ sagði
hann. „Þú átt að drekka sopa
heilaskurðaðgerðar, sem fram-
kvæmd var af lækni í heimabæ
hennar, hafði verið hægt að draga
úr ofsa kastanna. En hún fékk
enn flog, að vísu vægari en áður,
og voru þau mjög tíð eða allt að
65 á klukkustund.
Dr. Jones rannsakaði sjúkrasögu
hennar, gerði mjög ýtarlegar próf-
anir á taugakerfi hennar, tók
heilaröntgenmyndir og heilarit.
Svo kvað hann upp úrskurð sinn:
„Við álítum, að þér megi hjálpa
með skurðaðgerð,“ sagði hann, „en
ég lofa þér ekki algeri lækningu.
Og þú gerir þér grein fyrir áhætt-
unni: það er möguleiki á því, að
þú lamist.“
En Annette fannst möguleiki á
bata vera þess virði, að hún legði
eitthvað í hættu. Og hefst hér frá-
sögn hennar:
Eftir Annette Anselmo.
og kyngja, þegar ég segi þér.“
Vírarnir áttu aS fara alla leið
— Beader's Dig. —
45