Úrval - 01.12.1964, Side 48
46
ofan í maga. í hvert skipti sem
læknirinn sagði: „Kyngdu,“
hurfu nokkrir þumlungar af
vírunum, þangaS til það sáust
ekki nema stubbar, sem voru
um hálft annað fet á lengd. Síð-
an tók læknirinn röntgenmynd
til þess að sjá, hvort vírarnir
væru eins og þeir áttu að vera
í maganum. Þrisvar .sinnum
reyndist eitthvað vera að legu
þeirra, og þá sagði hann: ,,Við
skulum byrja aftur.“
Að lokum voru vírarnir komn-
ir nákvæmlega á sinn stað. Um
Ieið og hann festi vírendanna
við bringu mér með plástri, út-
skýrði hann það fyrir mér, að
þessar „elektróður“ myndu gera
þeim fært að fylgjast með hreyf-
ingunum og viðbrögðunum í
maganum, en til slíks hafði ég
oft fundið, þegar kast var að
byrja. Þegar rafmagnsörvun
heilans náði því marki, sem var
nægilegt til þess, að köstin byrj-
uðu, komu þessar hreyfingar og
viðbrögð fram í maganum.
Nú var rúminu mínu rennt
inn í svæfingarstofuna. Ég vissi,
að ég átti að vera með fullri
meðvitund, meðan á öllum upp-
skurðinum stæði, svo að ég gæti
leiðbeint dr. Jones með því að
skýra honum frá viðbrögðum
mínum. Svæfingarlæknirinn átti
bara að gefa mér sprautur til
ÚRVAL
þess að deyfa tilfinninguna í
andliti og höfuðleðri.
Hann bað mig að opna munn-
inm Svo þreifaði hann fyrir
sér með þumalfingrinum upp i
munni mér og fann beinið, sem
tengir saman efri og neðri kjálka.
Hann stak nál inn í það, svo
langt inn og upp, að mér fannst
hún ná alla leið upp í hvirfil-
beinið! Ég fann nístandi verk.
En þetta var eina leiðin til þess
að deyfa tilfinninguna í andlits-
húðinni og höfuðleðrinu.
í hvert skipti sem hann tók
upp nýja nál, leit ég til hrúg-
unnar, sem eftir var. Hún virtist
stækka í stað þess að minnka.
Nú kom dr. Jones inn, og ég
fann, að hann dró einhver strik
á höfuðleður mitt. „Svona er
opið, sem ég þarf á að halda.“
sagði hann við hina læknana.
Svæfingarlæknirinn sagði:
„Hún er að verða tilbúin fyrir
skurðstofuna."
„Ég er ekki hrædd,“ sagði ég,
„En mig langar samt til þess
að biðja ykkur um dálitinn
greiða. Þegar gatið er að mynd-
ast á höfuðkúpunni, þætti mér
vænt um, að einhver yklcar segði
mér einhverja skrýtlu.“ Ég hélt,
að það myndi draga úr þeim á-
köfu kvölum, sem ég bjóst við
að finna.
Nú opnaðist hurðin að skrif-
stofunni, svo að rúmið mitt