Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 49
HEILASKURÐVR ÁN SVÆFINGAR
47
kæmist þangað inn. Nú var ég
komin það langt, að ekki varð
aftur snúið. Ég hafði brennt
allar brýr að baki mér.
Ég leit á veggklukkuna í skurð-
stofunni: 0.05. Ég gat séð áhorf-
endapalla á bak við glervegg,
þar sem læknar, bjúkrunarkonur
og læknanemar biðu þess að fá
tækifæri til þess að horfa á upp-
skurðinn. Læknarnir 6, sem áttu
að taka þátt i uppskurðinum,
voru með sérstök gleraugu, því
að rúmið var lýst upp með út-
fjólubláum ljósum í stað binna
ofsabjörtu loftljósa. Ég heyrði
einn lækninn segja: „Við verð-
um heppnir, ef við sleppum
héðan fyrir kvöldmat.“
Læknir, sem stóð á bak við
höfðalag mitt, sagði nú við mig:
„Það sviður undan þessu. Ég
ætla að mála höfuðið á þér með
joði.“ Svæfingarlæknirinn sagði
mér að leggjast alveg nftur á bak
og snúa böfði mínu til vinstri.
ITnndklæði voru lögð utan
um háls minn til þess að halda
böfðinu stöðugu. Þau héldu því
nlveg stöðugu og ollu mér ekki
óþægindum. Að nokkrum mín-
útum liðnum fann ég í rauninni
ekki til þeirra.
Nú stóð dr. Jones við höfuð
mér með skurðtækjabakka við
hlið sér. Hann lyfti höfði mínu
í hæfilega hæð með einhverj-
stillitæki, sem hann stjórnaði
með hand- eða fóthreyfingu. Ég~.
varð sjálf að gæta þess að hreyfa
mig ekki. Ég var hvorki bundin
með ólum né umkringd sand-
pokum utan einnar ólar, sem
tryggði það, að ég ylti ekki ofaií
af borðinu. Hann spurði mig,
hvort vel færi um mig. „Já,“
svaraði ég, „en mér er kalt.**'
Þá var vafið utan um mig teppi.
Eftirvænting þess, sem í vænd-
um var, hafði vafalaust gert það
að verkum, að mér kólnaði.
„Ég ætla að stinga nokkrum
nálum neðst i hnakkann á þér,
Annette,“ sagði dr. Jones. „Þær
munu hjálpa þér til þess að úti-
loka tilfinningu eftir því sem
mögulegt er, en þú skilur, að
ég get ekki alveg vítilokað hana.“
Hann byrjaði að stinga nál-
unum inn. Hann talaði öðru
hverju við samstarfsmenn sína,
meðan á því stóð, Einkaritari
hans sat uppi á áhorfendapöll-
unum, og stundum las hann
henni fyrir efni, sem hún átti
að skrifa niður. Til þess notaði
hann innanhússimakerfi. Þessi
hugsun hvarflaði að mér: „Hugs-
ið ykkur að geta framkvæmt
svo erfiðan uppskurð og lesið
fyrir samtímis!" Hann lýsti fyr-
ir henni lyfi því, sem var í
hverri sprautu, og hvaða magn
hann gæfi, lýsti sjúkrasögu
minni og sjúkdómi og útskýrði,
hvað hann áliti hafa valdið floga-