Úrval - 01.12.1964, Page 55
JÓLALEYFI, SEM ALDREl GLEYMIST
53
við áttum að koma til Madeira
næsta morgun. En í kvikmynda-
sal skipsins átti að sýna mynd-
ina „Call Me Bwana“ meS Bob
Hope í aðalhlutverkinu, og þvi
laumaðist ég þangað í stað þess
að fara í bólið.
Og einmitt þegar átti að fara
að senda Bob Hope í eldflaug
til tunglsins og hann var i þann
veginn að leggja af stað, var
byrjað að hringja bjöllum. Það
heyrðist ekki mjög hátt í þeim.
Ég hélt, að þetta væri atriði í
myndinni, en þær héldu áfram
að glymja, og skyndilega gerði
ég mér grein fyrir því, að þetta
merkti, að kviknað hafði í. Ein-
hver opnaði hurðirnar að saln-
um, og ég barst út með fólks-
straumnum.
Gangurinn fyrir framan var
svo fullur af reyk, að ég
gat ekki andað, og þegar ég kom
að Coca-Cola söluvélinni, greip
ég því tóma flösku og braut
gluggarúðu með henni. Ferskt
loft streymdi inn. Fólk flýtti sér
eftir göngunum í alls konar fatn-
aði, allt frá náttfötum til sam-
kvæmisklæðnaöar. Það vissi
ekki, hvað það átti að gera við
slikar aðstæður. Ég batt vasaklút-
inn minn yfir vit min, og mér
tókst að komast að klefanum
minum.
Ég sá appelsínu á borðinu og
stakk henni í vasann. En ég hafði
enga hugsun á því að hirða pen-
ingana mína né vegabréfið.
Klefi ömmu var við hliðina
á mínum, en hún var þar ekki.
Ég flýtti mér upp á þilfar. Þar
var fullt af fólki, en ég sá ömmu
hvergi. Þar ríkti hin mesta
ringulreið, næstum ofsahræðsla
og algert uppnám. Ein konan
æpti í sífellu: „Vill einhver ná
í björgunarbelti handa mér?“
Það var skápur fullur af björgun-
arbeltum beint fyrir framan
hana. Ég réti henni eitt og setti
annað á mig. Svo æpti einhver:
„Allir eiga að fara inn í borð-
sal!“
Mér geðjaðist ekki að því að
eiga á hættu að lokast inni í
hinu brennandi skipi, en að lok-
um ákvað ég að fara þangað.
Barðsalurinn var troðfullur. Ég
sá ömnni klemmda fast upp við
vegg. Svo sagði þjónn okkur að
halda til björgunarbátanna okk-
ar. Við flýttum okkur að stigan-
um, en í troðningnum missti ég
sjónar á ömmu. Og þegar ég kom
að okkar bát, sem var nr. 17,
var hún jmr ekki. Ég fann hana
við annan bát og fékk hana ofan
af því að fara upp í hann, þvi
að af prentuðum fyrirmælum,
sem héngu inni í klefa minum,
vissi ég, hversu þýðingarmikið
það er að fara i réttan björgun-
arbát. Og þegar reynt var að
koma þeim björgunarbát á flot,