Úrval - 01.12.1964, Síða 56
54
ÚRVAL
hvolfdu þeir fólkinu í sjóinn,
og ég gat heyrt það hrópa í
myrkrinu.
ViS urðum aS klöngrast yfir
borðstokkinn til þess aS hoppa
niður í bátinn. Þetta var auS-
velt fyrir mig, en amma er orS-
in gömul. Hún er gráhærS og er
um sjötugt. Hún sagSi hvaS eft-
ir annaS, aS þetta gæti hún alls
ekki. Einn skipverja hjálpaSi
mér til þess aS láta hana síga
niSur í bátinn. Ég lét mig detta
niSur í hann við hlið henni.
Haldið var áfram aS reyna að
láta bátinn síga, en það gekk
ekki, jivi að útbúnaður sá, sem
hélt honum föstum, var fastur
og ómögulegt að losa um hann.
Ég fór að verða hræddur. Ég
var i rauninni hræddur allan
tímann, en ég óttaðist samt mest
að ég þyrfti kannske að stökkva
niður i sjóinn, sem myrkrið
grúfði yfir.
Til allrar hamingju tókst ein-
hverjum að losa um útbúnað-
inn. Báturinn seig hægt niður
að sjávarborðinu, og siðan rak
hann meðfram skrokknum á
brennandi skipinu. ViS reyndum
að ýta honum frá, en öldugang-
urinn rak okkur alltaf upp að
skipshliðinni aftur. Enginn virt-
ist sjá um stjórn á bátnum. ÞaS
var þar einn einkennisklæddur
maður, en hann virtist alveg
sem stirðnaSur. Og þar var líka
háseti, sem lagðist fram á hendur
sér og hnipraði sig þannig sam-
an klukkutímum saman.
Okkur rak undir vatnsbunu,
sem fossaði út úr skipinu og urð-
um strax gegnblaut. í bátnum
var nú 6 þumlunga djúpt vatn.
Lítill snáði við hlið mér fór að
kjökra af kulda. Ég lyfti fótunum
á honum upp úr vatninu og
reyndi að nudda hita í hann með
höndum mínum. Fólk var alltaf
aS henda stólum og borðum af
þilfarinu í sjóinn til hjálpar
þeim, sem lent höfðu í sjónum
án björgunarbeltis. ViS vorum
hrædd um, að húsgögn þessi
Ientu í höfðinu á okkur. Svo
hrópaði einhver: „Við verðum
aS komast burt héðan! BráSum
springa geymarnir í loft upp,
og þá nær eldurinn til okkar.“
FólkiS tók að lirópa: „Róið! Ró-
ið! Allir að róa!“
Ég reyndi að róa, en ræðar-
arnir réru hver á móti öðrum,
þannig að báturinn komst ekkert
áfram. Ég hafði róið bátum ár-
um saman á Madeira, og þvi
spratt ég upp og reyndi að fá
ræðarana til þess að vera sam-
taka: „Aftur. .. . fram. ... aftur
. .. .fram!“ hrópaði ég. Þá hróp-
aði einhver maður: „Hlustið ekki
á hann. Þetta er bara smástrák-
ur.“ En nokkrir farþegar i okk-
ar enda fóru nú að róa samtaka,
konur jafnt sem karlar.