Úrval - 01.12.1964, Side 59

Úrval - 01.12.1964, Side 59
JÓLALEYFl, SEM ALDREl GLEYMIST 57 skips, sem fara átti þaðan til Madeira. Ég varð afskaplega sæll, þegar við komum til Madeira, en þeg- ar ég sá foreldra mína og Mark litla bróður minn, fór ég að gráta. Ég gat séð á svip þeirra hversu mjög þau höfðu þjáðst, á meðan þau biðu eítir fréttum af okkur ömmu. Smám saman frétti ég livað gerzt hafði i raun og veru. Fréttir af slysinu tóku að berast til Madeira strax i dögun á mánudeginum. Amma hafði beðið loftskeytamanninn á „Montcalm" fyrir skeyti, sem hún afhenti honum, en það lágu fyrir skeyti hundruðum saman, og okkar var aldrei sent. For- eldrar mínir sendu skeyti til allra björgunarskipanna, sem á vettvang höfðu komið, og spurð- ust fyrir um okkur. En þau fengu ekki svar frá neinu þeirra. Björgunarskip með skipbrots- mönnum innanborðs komust ekki til Madeira fyrr en kl. 6 f.h. á þriðjudegi, þ.e. á aðfanga- dag jóla. Þau mamma og pabbi fóru niður á hafnarbakka til móts við skipin, jafnóðum og þau lögðust að, en enginn vissi ncitt um okkur. Mark sagði mér, að hann hefði verið viss um, að við værum dáin. „Ég vissi, að þú myndir ekki fara frá ömmu,“ sagði hann, „og ég vissi, að ef eitthvað illt kæmi fyrir hana, þá inyndi það lika koma fyrir þig um leið.“ Þetta kvöld fóru íoreldrar mínir og Mark til jólamessu. Mark syngur vel, og hann átti að syngja einsöng. Mamma sagði mér, að hann hefði sungið mjög fallega. Hann stóð teinréttur, á- kveðinn í að fara ekki að gráta. Þau voru komin heim aftur um miðnsétti og létu Mark fara að hátta. Svo báðust þau íyrir. Og klukkan 1.30 á jólanóttina hringdi síminn þeirra. Það var á símstöðinni. Það hafði borizt skeyti frá Casablanca, sem skýrði frá því, að við amma værum þar heil á húfi. For- eldrar minir vöktu Mark og sögðu honum frá þessu. En hann var hálfsofandi, og þau urðu að segja honum það aftur, þegar hann vaknaði á jóladagsmorgun- inn. Þau höfðu ekki jafnað sig af lostinu, þegar ég kom heim. Og þegar ég sá þjáningardrættina í andlitum þeirra, þá þyrmdi yfir mig allt i einu. Og ég fór að tala samhengislaust um allt það, sem gerzt hafði. Ég talaði og talaði og hélt áfram að segja öllum frá þessu, sem á mig vildu hlusta. Að lokum taldi Mark bróðir mig á að þagna. „Þú ættir að hætta,“ sagði hann, „þvi að annars færðu að heyra það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.