Úrval - 01.12.1964, Page 64

Úrval - 01.12.1964, Page 64
62 ÚRVAL gæzlu, eiga mun færri egg en þeir, sem fela umhverfinu, það er sjónum, allt upjjeldið. Þetta er sérstaklega áberandi hjá fisk- um, sem fæða lifandi afkvæmi. Hjá þeim er fjöldi afkvæmanna oftast ekki nema lítið brot af eggjafjölda annarra fiska. Þarna er þó karfinn undantekning, þvi hann eignast fleiri afkvæmi en nokkur annar fiskur, sem fæðir lifandi afkvæmi og mér er kunnugt um. Eins og getið var hér að fram- an, eru afkvæmi alls þorra fiska allt frá frjóvgun eggjanna háð umhverfinu. En það er hins veg- ar engin tilviljun það umhverfi, sem fiskarnir velja sér til hrygn- ingar. Við skulum líta á það nán- ar. Það er alkunna, að á vissum árstímum hópast fiskar saman á viss svæði —- oft mjög afmörk- uð — til hrygningar. Svæði þessi verða að uppfylla ákveðin skil- yrði, sem eru hagstæð til hrygn- ingarinnar. Hver einstök fisk- tegund gerir sínar ákveðnu kröf- ur til umhverfisins. Eitt skil- yrði eða krafa til umhverfisins er dýpið og botninn. Þannig gerir sildin t. d. strangar kröfur til dýpis og botnlags. Fiskar, sem eiga svifegg velja sér einnig ákveðið dýpi til hrygningar. Hvað það snertir er meira að segja mismunur milli tegunda sömu fiskættar, eins og t. d. hjá þorskfiskum. Þorskurinn hrygn- ir t. d. einkum á 40—100 metra dýpi, ýsan hins vegar á 80—130 metra dýpi og kolmunninn enn- þá dýpra. Blálanga og lúða eru t. d. fiskar, sem hrygna á iniklu dýpi eða um 1000 metra. Hvað karfann snertir, er ekki vitað með vissu í hve miklu dýpi hann gýtur, en hann finnur hagstæð skilyrði til gots á viðáttumildum svæðum úti yfir djúpum úthaf- anna. Dýpið er reyndar aðeins einn þáttur i sambandi við hrygn- ingu fiska. Önnur nauðsynleg skilyrði fyrir hrygningu eða got er hiti og selta sjávarins. Hér við land fer hrygning hjá mörgum fisktegundum fram á fyrstu mánuðum ársins, eins og t. d. hjá þorski. Ilvað tímavalið snertir, hefur sjávarhitinn mik- ið að segja, því venjulegast hrygna fiskar á hlýsvæðis svæð- um nokkru fyr en fiskar sömu tegundar í kaldari sjó. Ennfrem- ur hefur sjávarhitinn áhrif á klakið, þannig að eggin klekjast fyrr út í hlýjum en köldum sjó. Við skulum nú líta aðeins nánar á eggin sjálf. Þau eru glær með gul- eða rauðleitum egg- blóma. Sum innihalda fitudropa en önnur ekki. Stærðin er mjög mismunandi hjá hinum ýmsu fiskitegundum. Hjá þorskinum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.