Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 64
62
ÚRVAL
gæzlu, eiga mun færri egg en
þeir, sem fela umhverfinu, það
er sjónum, allt upjjeldið. Þetta
er sérstaklega áberandi hjá fisk-
um, sem fæða lifandi afkvæmi.
Hjá þeim er fjöldi afkvæmanna
oftast ekki nema lítið brot af
eggjafjölda annarra fiska. Þarna
er þó karfinn undantekning,
þvi hann eignast fleiri afkvæmi
en nokkur annar fiskur, sem
fæðir lifandi afkvæmi og mér
er kunnugt um.
Eins og getið var hér að fram-
an, eru afkvæmi alls þorra fiska
allt frá frjóvgun eggjanna háð
umhverfinu. En það er hins veg-
ar engin tilviljun það umhverfi,
sem fiskarnir velja sér til hrygn-
ingar. Við skulum líta á það nán-
ar.
Það er alkunna, að á vissum
árstímum hópast fiskar saman
á viss svæði —- oft mjög afmörk-
uð — til hrygningar. Svæði þessi
verða að uppfylla ákveðin skil-
yrði, sem eru hagstæð til hrygn-
ingarinnar. Hver einstök fisk-
tegund gerir sínar ákveðnu kröf-
ur til umhverfisins. Eitt skil-
yrði eða krafa til umhverfisins
er dýpið og botninn. Þannig
gerir sildin t. d. strangar kröfur
til dýpis og botnlags. Fiskar,
sem eiga svifegg velja sér einnig
ákveðið dýpi til hrygningar.
Hvað það snertir er meira að
segja mismunur milli tegunda
sömu fiskættar, eins og t. d. hjá
þorskfiskum. Þorskurinn hrygn-
ir t. d. einkum á 40—100 metra
dýpi, ýsan hins vegar á 80—130
metra dýpi og kolmunninn enn-
þá dýpra. Blálanga og lúða eru
t. d. fiskar, sem hrygna á iniklu
dýpi eða um 1000 metra. Hvað
karfann snertir, er ekki vitað
með vissu í hve miklu dýpi hann
gýtur, en hann finnur hagstæð
skilyrði til gots á viðáttumildum
svæðum úti yfir djúpum úthaf-
anna.
Dýpið er reyndar aðeins einn
þáttur i sambandi við hrygn-
ingu fiska. Önnur nauðsynleg
skilyrði fyrir hrygningu eða
got er hiti og selta sjávarins.
Hér við land fer hrygning hjá
mörgum fisktegundum fram á
fyrstu mánuðum ársins, eins og
t. d. hjá þorski. Ilvað tímavalið
snertir, hefur sjávarhitinn mik-
ið að segja, því venjulegast
hrygna fiskar á hlýsvæðis svæð-
um nokkru fyr en fiskar sömu
tegundar í kaldari sjó. Ennfrem-
ur hefur sjávarhitinn áhrif á
klakið, þannig að eggin klekjast
fyrr út í hlýjum en köldum sjó.
Við skulum nú líta aðeins
nánar á eggin sjálf. Þau eru glær
með gul- eða rauðleitum egg-
blóma. Sum innihalda fitudropa
en önnur ekki. Stærðin er mjög
mismunandi hjá hinum ýmsu
fiskitegundum. Hjá þorskinum