Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 75
ÓGLEYMANLEGVR MAÐUR
73
tækifæri. Oddur gamli mun hafa
trúað á álfa og tröll eins og ekki
var ótítt, enda landslag á jörð
hans þannig, að þar hlutu að
skapast sögur. Gljúfur Geirlands-
ár er þekkt úr sögu Gunnars
Keldunúpsfífls. Þar hafa og gerzt
ýmsir voveiflegir atburðir, sem
gáfu næg tilefni til sagnmynd-
unar. Þetta umhverfi hefur mót-
að Odd yngra einmitt á þeim
árum, þegar menn eru næmast-
ir fyrir áhrifum.
Hér verður nú tilfærð saga,
sein sýnir harðfengi Odds gamla
í Mörtungu. Hún er ótrúleg en
þó svo vel staðfest, að enginn
efi er á því, að hún er sönn.
Einu sinni sem oftar var Odd-
ur að ganga til sauða sinna i
Lambatungum. Föl var á jörð
og frost, en viða svell undir
snjófölinu. Oddur gamli var
þaulkunnugur og hefur ef til vill
þess vegna ekki gætt sín sem
skyldi. Er hann var kominn
fram á brúnina á dalnum, þar
sem bærinn stendur, en þó langt
frá bænum, missti hann allt í
einu fótanna og hrapaði fram
af þverhníptu bergi. Hefur hann
stigið út á hálku fremst á brún-
inni, en slíkt svell kalla Skaft-
fellingar flóamet. Hentist hann
niður þverhnípið -og alla leið
niður á jafnsléttu. Auðvitað
missti hann meðvitund, en það,
sem bjargaði lifi hans, var
lausasnjór undir brúnunum.
Kunnugir telja þó, að það sé
nánast kraftaverk, að hann slapp
lifandi frá sliku heljarfalli. Eft-
ir nokkra stund rankaði hann
við sér og fór að svipast um og
kom þá auga á fjallastöng sína
og vettlinga í snjónum rétt hjá
sér. Oddur staulaðist á fætur og
ætlaði að ná í stafinn og vettl-
ingana, en í sama bili sér hann
hvar kindaskrokkur liggur
skammt frá. Var það sauður,
sem hann átti, er hafði drepizt
úr bráðapest. Hugsar Oddur sér
nú að taka skrokkinn og bera
hann heim, en er hann ætlaði
að taka á honum, varð hann
þess vís, að hann gat ekki hreyft
hendurnar. Varð hann að láta
við svo búið sitja. Enn var löng
leið heim og ófærð í dalnum,
en heim lcomst hann þó að lok-
um. Þegar farið var að huga
að meiðslum hans, kom í ljós,
að hann var viðbeinsbrotinn
báðum megin. Var þvi ekki að
undra, þó að honum væri erfitt
að hreyfa hendurnar. Oddur lá
allan þann vetur i sárum, en
batnaði þó að lokum, þó að
hann yrði aldrei síðan samur
maður. Hann lifði fram undir
aldamótin.
Eftir dauða Odds gamla stóð
Oddur yngri fyrir dánarbúi
hans í eitt ár. Skiptin á búinu
heyrðu undir sýslumann, sem