Úrval - 01.12.1964, Síða 82
80
ÚRYAL
því varS þó ekki í búskapartíð
hans, enda var hann þá tekinn
að eldast.
Skál er einn af þeim bæjum á
Útsíðu, sem einna afskekktast-
ur hefur verið fram að síðustu
árum. Næsti bær fyrir austan
er Holt, þar sem höfundur þess-
ara lína er fæddur og átti heima
fram um tvítugsaldur. Ég hef
því þekkt Odd í Skál, frá því
er ég man fyrst eftir mér, og
Skál var einn þeirra bæja,sem
ég kom fyrst á, er ég hafði ald-
ur til að fara að heiman. Meðal
annars var ég á unglingsárunum
fylgdarmaður hins alkunna föru-
manns, Guðmundar kíkis, en
hann fór á hverju sumri að Skál.
Kynntist ég því Oddi vel. Hann
var ræðinn og skemmtilegur og
jafnan aufúsugestur, hvar sem
hann kom. Enda þótt fjár-
mennska og búskapur væri aðal-
áhugamál hans, var langt frá því,
að Iiann einskorðaði sig við
það. Hann las talsvert og keypti
bækur og blöð og fylgdist vel
með i öllu, sem gerðist. Hann var
réttdæmur, og ég hygg, að ó-
hætt sé að segja, að hann hafi
aldrei sagt ósatt viljandi. Greiða-
maður var Oddur mikill og taldi
ekki eftir sér sporin í því skyni.
Ekki hafði hann sig i frammi
í opinberu lífi innan sveitar,
þó mun hann um skeið hafa
verið forðagæzlumaður á Útsíð-
unni. Hann var einn af hinum
kyrrlátu í landinu og undi vel
við það hlutskipti.
Enda þótt ég hefði þekkt Odd
í Skál frá barnæsku, öðlaðist ég
ekki fullan skilning á persónu
hans fyrr en á síðustu árum
ævi hans. Þá var hann hættur
búskaparsýsli að mestu leyti.
Hann var að leita sér lækninga
við sjóndepru hér í Reykjavík
og bjó hjá mér á meðan. Undi
hann sér vel við að lesa og rabba
um gamla daga. Sagði hann
þá margar sögur frá fyrri ár-
um. Sumar þeirra fjölluðu um
dularfulla atburði, sem hann
hafði verið vitni að og lent sjálf-
ur i. Enginn efi er á, að það,
sem hann sagði frá, hefur borið
fyrir hann í raun og veru, en
hann fór dult með slika reynslu
og myndi áreiðanlega ekki líka,
ef farið væri nánar inn á það
hér. Það er nóg að segja, að í
augum hans var náttúran ekki
steingerð og dauð, heldur full
af lífi, hvert sem litið var. Það
var undir manninum sjálfum
komið, hvort hann komst í sam-
band við þetta líf eða reikaði
einmana um steinda eyðimörk.
En bezt tókst honum upp, þeg-
ar hann var að segja sögur af
kindum sínum. Frásögn hans
verður aðeins lýst með einu
orði: Snilld. Ef sögur hans hefðu
komizt á pappírinn eins og hann