Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 85
H.JARTAÐ Á SÍN LEÝNDARMÁL
83
hafa meiri áhuga á að glugga
í útbreiðslu og hátterni sjúk-
rtóma á landabréfum jarðarinn-
ar, heldur en að rýna á sýkla í
tilraunaglösum. Slík alheims
(cosmic)árás á sjúkdóma, sem
þessi Boston — írlenzka tilraun
er eitt dæmi um, er til komin
af því, að óvinurinn hefur
breytt um svip: á síðustu árum
hafa hinir aldagömlu næmu
sjúkdómar orðið að lúta í lægra
haldi fyrir sýklaeyðandi lyfj-
um (antibiotica) og bættum al-
mennum heilbrigðisháttum.
Um aldamótin t. d. voru hæstu
dánartölurnar af völdum far-
sótta. Efst á blaði voru lungna-
bólga og inflúensa, þar næst
berklaveiki. í dag er aðeins ein
samstæða slíkra sjúkdóma með-
al hinna tíu hæstu dánarmeina,
þ. e. lungnabólga og inflúensa.
Eftir því sem hinum næmu
sjúkdómum, sem áður lögðu að
velli menn og konur á bezta
aldri, hefur smám saman verið
útrýmt, hefur sú stórkostlega
breyting á orðið, að lífsvon
Bandaríkjamanna hefur stigið
úr 48,2 ára meðalaldri um alda-
mótin upp í 70,2 ára meðalald-
ur árið 1961. En af þvi leiðir,
að nú verðum við nógu lang-
líf til þess að geta orðið úr-
kynjunarmeinsemdum að bráð:
hjartasjúkdómum, krabbameini
og sykursýki. Að athyglin hefur
í vaxandi mæli beinzt að þessari
nýju hættu, á mestan þátt í
hinni öru grósku á sviði land-
fræðilegrar sjúkdómafræði.
Boston — írska rannsóknin,
sem hófst seint á árinu 1960,
var ein hin fyrsta af svo víð-
tækum rannsóknarframkvæmd-
um, sem enn hafa verið hafnar.
Og hún er nú komin það langt
áleiðis, að hún hefur þegar
borið mikilvægan árangur.
Fyrir þremur árum síðan hóf
dr. Frederick .1. Stare, yfirmað-
ur Næringadeildar Heilbrigðis-
stofnunar Harwardháskóla,
Boston — írsku tilraunina i fé-
lagi við dr. Paul Dudley White,
heimsþekktan lijartasérfræðing
i .Boston. Þeir tóku svo í félag
við sig irska lækninn dr. Bory
Childers i Dublin. Þar sem þá
félaga skorti öll áróðurstæki,
fjárstuðning og jafnvel liæfileg-
an fjölda írlendinga, sem vildu
veita þeim aðgang að hjörtum
sinum, lögðu þeir verkefni sitt
og vandamál fyrir fyrirtæki i
Boston, sem hafa fjölda manns
i þjónustu sinni.
Þeir fóru fram á það við
fyrirtækin, að þau gæfu eftir
3 klukkustundir af vinnutíman-
um hverjum sjálfboðaliða á
aldrinum 30— 60 ára. Þrjú voru
þau skilyrði, sem sérhver sjálf-
boðaliði varð að uppfylla: hann
varð í fyrsta lagi að vera fæddur