Úrval - 01.12.1964, Side 96
94
ÚRVAL
vængina, kemur i ljós litaskraut-
ið á þeim neðanverðum.
Til eru dýr, sem leita ýmissa
meðala i umhverfinu til þess að
dyljast. Ein lirfutegundin leyn-
ist í mosaskóf, önnur felur sig
meðal dauðra maura. Sumar
krabbategundir hafa horn-
kennda kampa, sem þeir hengja
á slý og þörunga og nota sem
eins konar grímu. Sveppakrabb-
inn fer líkt að, nema hvað liann
gerir sér litríka grímu úr svepp-
um af hæfilegri stærð, sem hann
leggur yfir bak sér og heldur
Pílviðarrjúpan. Er snjóinn leysir,
breytist litur hennar smám saman úr
hvítum í brúnan.
þar með þar til gerðum klóm.
Og loks er það smolckfiskurinn,
sem getur spýtt „blekklessu“ af
svipaðri stærð og lögun og hann
er sjálfur, og laumast síðan á
brott á meðan árásaraðilinn er
að átta sig á blekklessunni i
sjónum.
Skrýtin og undarleg eru þau
ráð, sem sumum dýrum er séð
fyrir til að dyljast. í hitabeltis-
skógunum bera sum sníltjuskor-
dýr sama lit og blómin eða lauf-
in á þeim tegundum trjáa, þar
sem þau hafa sitt lífsviðurværi.
I Suður-Ameríku fyrirfinnst
fiðrildi eitt, sem kallað er
„glervængjan“, en vængir þess
eru svo gagnsæir, að maður sér
þá ekki. Og foklaufafiðrildið er
ekki einungis samlitt sölnuðu
laufinu, heldur eru og vængir
þess skarðaðir og lauflaga og
flug þess eftirlíking að því, er
lauf berst með vindinum.
Þá eru og til skordýr, sem að
lögun og lit eru ekki einungis
algerlega eins og angar á limi,
heldur sitja þau á greininni. Þó
að það verði fyrir nokkurri
snertingu, heldur það feluleik
sínum áfram, en finnist því á-
reitnin meiri en góðu hófi
gegnir, teygir það úr löppunum,
sem það hefur lagt fast að
skrokknum, og skríður á brott
með virðulegum þótta, rétt eins
og því hafi verið misboðið, er