Úrval - 01.12.1964, Page 108
106
ÚRVAL
pottasmiðsins, sem Georgo Bor-
row hefur gert ódauðlegan í
bókum sínum. Hann var hesta-
kaupmaður, seldi hesta frá Wal-
es og Exmoor í Ungverjalandi
og Rúmeniu, og á einni slíkri
söluferð kynntist hann móður
minni, fagurri, brúnleitri Tatara-
stúlku af Berbakyni, og giftist
henni.
Drengir og stúlkur af Tatara-
kyni byrja að vinna um fjögurra
ára aldur, og er það álitið mjög
eðlilegt. Á meðan foreldrar
þeirra spá og selja, sjá börnin
um heimilishaldið. Drengir frá
7 til 10 ára aldurs hirða hest-
ana og sjá um þá. Stúlkur upp
að 10 ára aldri laga mat og
hreinsa til. Yngri börnunum er
kennt að safna eða stela eldi-
viði, strax og þau geta farið að
vappa um.
Móðir mín sagði oft og ein-
att, að aldrei lærðu börnin of
mikið. Tatari verður að geta
ferðazt um heiminn án nokkurs
skildings í vasanum. Hann verð-
ur að kunna hundrað störf og
þúsund brögð. Á unga aldri vor-
um við látin ríða fiskinet og
veiðinet, og móðir mín skoðaði
netin vandlega og fann miskunn-
arlaust að, þegar þörf gerðist.
Við lærðum líka mikið af
Mascka, föðurbróður minum,
fjölhæfasta manni, sem ég hef
nokkru sinni kynnzt. Hann var
geysisnjall koparsmiður, Það
var ekkert það til sem hann gæti
ekki skorið út í tré. Ég hef séð
hann skera út heilan stól úr
heljarstórum viðarkubb og nota
við það eingöngu vasahnif,
heimagerðan meitil og heit járn
til borunar. Síðan skreytti hann
stólinn með útskurði, vinberjum
hesthausum og hlaupandi hund-
um.
Hann fann upp mót á hjörnm
fyrir gipsmyndir, og í mótum
þessum steypti hann dýrlinga
og Maríulíkneski, sem hann
seldi svo við húsdyr manna.
Hann var fljótari að smíða
skeifu en nokkur enskur járn-
smiður, og hann var alveg stór-
kostlegur veiðiþjófur. Hann gat
búið til mottur, gólfteppi, net,
banjo og fiðlur, og ekkert var
það lag til, sem hann gæti ekki
leikið á fiðlu. Sem kennari bjó
hann yfir stórkostlegri hæfni til
þess að láta nemandann gera sér
góða grein fyrir viðfangsefninu.
Væru einhver störf okkar krakk-
ana illa af hendi leyst, afhenti
hann manni hlutinn aftur án
þess að gefa nokkra skýringu
á því, að hvaða leyti honum
væri áfátt. Spyrði maður hann
að því, hvað væri að, sagði hann
bara: „Heilinn í mér er fyrir
skrokkinn minn og þinn heili
fyrir þinn skrokk.“ Og það leið