Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 113
LÍF OKKAF TATARANNA
111
öll ræna „gorgioana“ draumum
þeirra um Tataraástir. Þvílikar
furðusagnir, sem soðnar eru
saman um ástríður og tunglsljós
og blóðheitar Tatarakonur!
Sannleikurinn er sá, að „gorgi-
oarnir“ hafa annað hvort vilj-
andi eða af bjánahætti verið
blekktir, hvað siðferði Tatara-
kvenna snertir. Reglur Tatara
um hegðun og framkomu eru svo
strangar, að það hvarflar jafn-
vel ekki að konunum að lita við
öðrum mönnum en hinum út-
valda. Litu þær „gorgioa“ hýru
auga, yrði þeim útskúfað. Bros
þeirra og augnatillit eru aðeins
þáttur i sölumennsku þeirra.
Þær brosa, þegar þær nálgast
þig með eitthvað til þess að
selja. Og þær gera það eingöngu
vegna þess, að þær kæmust ekki
langt, ef þær væru yggldar á
brúnina.
Tatarastúlkur giftast snemma,
vegna þess að það er auðveldara
fyrir 17 ára stúlku að ala barn
en 27 ára gamla konu. Hjóna-
bandið á vel við þær. Það á vel
við Tatarakonuna að vera bund-
in aðeins einum manni, jafnvel
þótt eiginmaður hennar færi
henni ekki tebolla i rúmið á
morgni hverjum. (Gerði hann
það, myndi hann skvetta úr hon-
um framan í hana og spyrja
hana, hvað hún væri að gera í
bælinu, þegar sólin væri búin
að vera heila klukkustund á
lofti. Tatari hefur enga þörf fyr-
ir lata konu.)
Tatarakona giftist af þrem á-
stæðum: til þess að gerast maki
mannsins, til þess að ala honum
börn, og það gildir hana einu,
hversu mörg þau verða, og til
þess að hjálpa honum við starf
hans. „Gorgionunum“ finnst
þessar konur eiga harða ævi,
sem einkennist af skorti og á-
hyggjum. En þetta líf er aldrei
auðvirðilegt. Við erum aldrei að
streitast við að berast rikmann-
legar á en nágrannarnir, en slikt
hefur mér ætíð fundizt vera sú
byrði siðmenningarinnar, sem
erfiðast er að bera.
Við giftingarathöfnina er blóði
sanns Tatara og Tatarakonu
blandað á svipaðan hátt og
þegar gengið er í fóstbræðralag
að fornum sið. í auguin þeirra
getur alls ekki orðið um skilnað
að ræða. Þau hafa heldur enga
þörf fyrir hann. Þau eiga of ann-
rikt til þess að vera óánægð
hvort með annað. Þau þjást ekki
af neinum sálflækjum, þegar þau
ganga í hjónabandið. Hann fer
ekki að heiman til vinnu á
morgnana og skilur hana eftir
eina allan daginn og treystir
svo á tveggja vilcna sumarleyfi
sem laun fyrir ársstarfið. Tatari
og kona hans fara að heiman
sama eða vinna saman heima og