Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 117
HEIMUR NÆTURINNAR
115
um I2V2 tíma, sem er auðvitað
ekki eins sterkt og sólarinnar,
en þessar háttbundnu tungl-
breytingar mynda afl, sem klýf-
ur eitt lag „ionahvolfsins" í
loftlög.
Þessar háttbundnu breytingar
gufuhvolfsins framkalla segul-
aflsbreytingar í jörðu og raf-
straumsbreytingar í lofti og
gegna mikilsverðu hlutverki í
„veðurstjórn“. Næturkæling er
ekki sú sama alls staðar, heldur
er hún mismunandi eftir lands-
lagi, og þvi blása vindar frá lág-
lendi upp eftir fjallahlíðum á
daginn og niður eftir þeim á
næturnar. Vindar blása einnig
af hafi til lands að deginum
og öfugt að næturlagi. Hraði
láglendisvinda minnkar venju-
lega um nætur.
Jörðin drekkur í sig hita á
daginn og geislar honum frá sér
um nætur. Yfir höfum er hita-
stigsbreytingin sjaldan meiri en
rúmlega liálf gráða á Celcius
( 0.55°), en hitamunur dags og
nætur á landi fer stundum fram
úr árstíðahitamuninum. Hita-
breytingum þessum fylgir gufu-
streymi, sem framkallar „dagg-
arhitastig“ 3—4 timum eftir
sólarup])rás og aftur 3—4 stund-
um eftir sólsetur.
Jurtir. Flestar jurtir tilheyra
heimi birtunnar og verður vart
við ákveðnar breytingar hjá
þeim, sem fylgja breytingum
dags og nætur. Blöð smára og
skógarsúru standa stinn og rétt
á daginn, en lafa niður að nætur-
lagi. Vinviður og rhododendron-
runnar snúa blöðum sínum upp
á við í myrkri. Gæsablóm, túlip-
anar og liljur loka blómum sín-
um fast, og er það líklega gert
í þeim tilgangi að vernda frjó-
duftið fyrir hinu raka nætur-
lofti. Kvöldrósir og liunangs-
blóm blómstra alla nóttina, en
„nicotiana“ og „næturilms-
stock“ ilma unaðslegast í
myrkri.
Ýmsar tegundir kaktusa eru
næturblóm. Einn þeirra er „cer-
eus“, sem blómstrar að nóttu til.
Hin stóru, ilmandi blóm lians
opnast um miðnætti. Flugna-
blómið blómstrar að næturlagi
og ber hvít og bleik blóm. Hin-
ar gulu jasmínur hitabeltisins
elska myrkrið.
Sumar jurtir hafa einhvers
konar útbúnað, er líkist klukk-
um í eðli sinu, til þess að mæla
tíma dags og nætur. Hægt er að
láta smára reisa og lækka blöð-
in með því að minnka birtuna
á þeim á þriggja klulckustunda
fresti. Svo mun smárinn halda
þessum háttum sínum í nokkurn
tíma, eftir að þessari tilraun
hefur verið hætt.
Við skiljum ekki enn breyt-
ingar þær, sem verða reglulega