Úrval - 01.12.1964, Page 140
138
ÚRVAL
urnnar dregið sig í hlé inn í
sinn einkaheim, sitt eigið sam-
félag. Við höfðum að vísu misst
kennara, sem okkur líkaði vel
við og við virtum, en þær höfðu
augsýnilega misst náinn vin,
sem þær unnu.
„Hvað heldurðu, að verði
um hann Hnapp?“ spurði Mary.
Hnappur var hundurinn henn-
ar systir Liguori. Hún liafði
ekki átt Hnapp í raun og veru,
þar eð slíkt var á móti reglun-
um. En dag einn hafði gulleit-
ur, ræfilslegur rakki reikað heim
að klaustrinu í von um matar-
bita, og svo vildi til, að Systir
Liguori var þá í eldhúsinu.
Það tók ekki nema eina mál-
tíð fyrir Hnapp til þess að á-
kveða, að hann vildi ganga i
klaustur. Priorinnan var ekki
beinlínis hrifin af hugmyndinni,
en systir Liguori tókst að sann-
færa hana um það, að það, sem
St. Marksskólann vanhagaði
einmitt mest um, væri varðhund-
nr.
Hnappur flæktist um í garðin-
og þótt hinar systurnar tækju
eftir því, að hann hefði stórar
lappir og alveg lygilega matar-
lyst, sá systir Liguori aðeins
fegurð hans. Hún baðaði hann,
gældi við hann og mokaði í
hann mat. En Hnappur dáði og
tilbað Systur Liguori og elti
hana næstum hvert fótmál.
„Heldurðu, að Hnappur kæri
sig um að éta núna?“ hvíslaði
Mary.
„Við skulum fara niður í eld-
hús og gá.“
En þar fundum við hann alls
ekki.
Ég hugsaði um dauðann allan
þann dag. Hvað varð um fólk,
þegar það dó? Voru mikil
þrengsli á himnum? Gekk maður
i fötum þar? Söng maður og
lék á hörpu sí og æ, og hvað
varð um mann ef maður var
ekkert hrifinn af hörpum? Ég
var döpur í bragði og óttasleg-
in.
Um klukkan 4 síðdegis kom
Príorinnan inn i lestrarsalinn til
okkar. Það leit út fyrir, að hún
hefði grátið. Hún talaði lágt
og rólega án þess að sýna nokk-
ur svipbrigði. Hún sagði okkur,
að við gætum farið til kapell-
unnar, þar sem Systir Liguori
hvildi.
Ég sat sem negld við stólinn,
á meðan hinar stelpurnar í
bekknum fóru til kapellunnar.
Ég hafði séð systur Liguori tala
og hlæja í gær. Það var ekki
lengra siðan. Og nú væri hún
lifvana. Ég vildi ekki þurfa að
lita á hana.
„Viltu ekki kveðja systur Lig-
uori?“ spurði Priorinnan mig.
„Ég veit það ekki,“ sagði ég